4 vikna Sumaráskorun Vika 4 Nanna Árnardóttir skrifar 26. júní 2015 14:00 Það er gott fyrir bæði líkama og sál að fara út í náttúruna og hreyfa sig aðeins. Það er aldrei of seint að byrja! Vísir/Getty Þá er komið að síðustu vikunni. Ef þú hefur tekið þátt frá byrjun þá hefurðu staðið þig alveg ótrúlega vel og átt hrós skilið. Ég vona að þú hafir haft ánægju af þessari áskorun og munir halda áfram að hreyfa þig um ókomna tíð. Ef þú hefur ekki enn byrjað en langar til þess geturðu fundið hér á Heilsuvísi allar vikur áskorunarinnar og byrjað ekki seinna en á morgun. Hér kemur síðasta vikan, njóttu hennar í botn!Dagur 1: Ef þú fórst í fjallgönguna í gær er alveg tilvalið að fara í sund í dag. Í þessari viku ætlum við aðeins að gefa í og því ætlarðu að synda heila 700 metra í dag. Passaðu bara að fara ekki of hratt og taktu þér eins margar pásur og þú þarft. Aðalmálið er að klára æfinguna. Njóttu þess svo að liggja í heita pottinum eftir átökin.Dagur 2: Í dag er komið að hlaupaæfingu. Hún er svipuð og hlaupaæfingin í síðustu viku nema nú ætlarðu að hlaupa tvisvar sinnum oftar. Þú byrjar á því að ganga rösklega í 5-10 mínútur. Eftir það hleypurðu í eina mínútu og gengur svo í tvær mínútur áður en þú byrjar að hlaupa aftur í eina mínútu. Þetta ætlarðu að gera samtals 10 sinnum. Hlauptu aðeins hraðar í þetta skiptið en passaðu að ná púlsinum vel niður í göngunni á milli.Dagur 3: Þetta er dagurinn sem þú ætlar að prófa að borða einungis hreina fæðu. Þá á ég við grænmeti, ávexti, baunir, hnetur, fræ og hreint kjöt, þ.e. ekkert sem inniheldur aukaefni. Það kemur manni rosalega á óvart hversu mikið af þeim mat sem maður kaupir dagsdaglega inniheldur mörg aukaefni og hversu auðvelt það er í raun og veru að útbúa hreina fæðu. Prófaðu að minnsta kosti þennan eina dag, ég get lofað þér því að hann mun koma skemmtilega á óvart. Æfingu dagsins máttu taka á þann hátt sem hentar þér. Þú getur tekið allar æfingarnar í röð og klárað allar endurtekningarnar í einu eða skipt henni niður í nokkra hringi af færri endurtekningum. 1. 40 hnébeygjur (e. squats) 2. 40 armbeygjur (e. push ups) 3. 40 dýfur á bekk (e. bench dips) 4. 40 framstig (e. lunges) 5. 2 mínútur í planka (e. plank) 6. 200 sprellikarlahopp (e. jumping jacks) 7. 150 klifurhopp (e. mountain climbers) Dagur 4: Æfing dagsins er róleg, 60 mínútna göngutúr í nýju umhverfi. Njóttu þess.Vísir/GettyDagur 5: Í dag er hlaupaæfing vikunnar númer 2. Í þetta skiptið gefum við aðeins meira í. Þú byrjar á því að ganga rösklega í 5-10 mínútur til þess að hita líkamann almennilega upp. Síðan ætlarðu að hlaupa samtals 6 sinnum í tvær mínútur með tveggja mínútna göngu á milli hlaupa. Eftir hlaupið ætlarðu að finna brekku sem þú ætlar að hlaupa þrisvar sinnum upp og ganga niður. Hvíldu þig vel á milli hlaupa í brekkunni og láttu líða að minnsta kosti tvær mínútur á milli spretta. Dagur 6: Í dag er síðasti fjallgöngudagurinn í áskoruninni. Ég ætla að stinga upp á Esjugöngu. Esjan er ábyggilega eitthvert vinsælasta fjallið þessa dagana. Esjugangan getur verið erfið og hún er það sérstaklega í byrjun. Ef þú kemst í gegnum fyrsta hlutann þá ertu í góðum málum. Reyndu að miða við að ganga í að minnsta kosti klukkutíma upp á við en markmiðið er að ná upp að Steini. Taktu þér eins margar pásur og þú þarft og taktu með þér einhverja orku til þess að fá þér á leiðinni. Mundu bara eftir því að taka selfie hjá Steini og setja á Instagram! :)Dagur 7: Síðasti dagurinn er runninn upp. Þú mátt klappa þér rækilega á bakið ef þú hefur hreyft þig núna á hverjum degi í fjórar vikur, það er afrek. Til þess að launa þér erfiðið ætlarðu að fara í sund og synda heila 1.000 metra. Það tekur tíma. Taktu pásur inn á milli, fáðu þér vatnssopa og haltu svo áfram. Það er ótrúleg tilfinning að ná einhverju sem maður hefur aldrei gert áður. Að lokinni æfingu skaltu fara í pottinn og NJÓTA! Ég vil þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í áskoruninni og vona að þið hafið haft gaman af. Haldið áfram að hreyfa ykkur og reynið að hafa hreyfinguna eins fjölbreytta og skemmtilega og þið getið. Það er algjörlega ástæðulaust að stunda hreyfingu sem manni finnst leiðinleg. Það er alltaf eitthvað sem manni finnst skemmtilegt að gera, þó að manni finnist það stundum erfitt. Þegar maður hefur fundið hreyfingu við hæfi, mun maður ekki vilja hætta. Heilsa Tengdar fréttir Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00 Fjögurra vikna sumaráskorun - vika 3 Þá er komið að þriðju vikunni í fjögurra vikna áskoruninni. Núna er komið að þér að vera í besta formi lífs þíns. Það eina sem þú þarft að gera er að drífa þig af stað og byrja. Fylgdu þessum leiðbeiningum og finndu fyrri vikur á Heilsuvísi. 19. júní 2015 14:00 Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þá er komið að síðustu vikunni. Ef þú hefur tekið þátt frá byrjun þá hefurðu staðið þig alveg ótrúlega vel og átt hrós skilið. Ég vona að þú hafir haft ánægju af þessari áskorun og munir halda áfram að hreyfa þig um ókomna tíð. Ef þú hefur ekki enn byrjað en langar til þess geturðu fundið hér á Heilsuvísi allar vikur áskorunarinnar og byrjað ekki seinna en á morgun. Hér kemur síðasta vikan, njóttu hennar í botn!Dagur 1: Ef þú fórst í fjallgönguna í gær er alveg tilvalið að fara í sund í dag. Í þessari viku ætlum við aðeins að gefa í og því ætlarðu að synda heila 700 metra í dag. Passaðu bara að fara ekki of hratt og taktu þér eins margar pásur og þú þarft. Aðalmálið er að klára æfinguna. Njóttu þess svo að liggja í heita pottinum eftir átökin.Dagur 2: Í dag er komið að hlaupaæfingu. Hún er svipuð og hlaupaæfingin í síðustu viku nema nú ætlarðu að hlaupa tvisvar sinnum oftar. Þú byrjar á því að ganga rösklega í 5-10 mínútur. Eftir það hleypurðu í eina mínútu og gengur svo í tvær mínútur áður en þú byrjar að hlaupa aftur í eina mínútu. Þetta ætlarðu að gera samtals 10 sinnum. Hlauptu aðeins hraðar í þetta skiptið en passaðu að ná púlsinum vel niður í göngunni á milli.Dagur 3: Þetta er dagurinn sem þú ætlar að prófa að borða einungis hreina fæðu. Þá á ég við grænmeti, ávexti, baunir, hnetur, fræ og hreint kjöt, þ.e. ekkert sem inniheldur aukaefni. Það kemur manni rosalega á óvart hversu mikið af þeim mat sem maður kaupir dagsdaglega inniheldur mörg aukaefni og hversu auðvelt það er í raun og veru að útbúa hreina fæðu. Prófaðu að minnsta kosti þennan eina dag, ég get lofað þér því að hann mun koma skemmtilega á óvart. Æfingu dagsins máttu taka á þann hátt sem hentar þér. Þú getur tekið allar æfingarnar í röð og klárað allar endurtekningarnar í einu eða skipt henni niður í nokkra hringi af færri endurtekningum. 1. 40 hnébeygjur (e. squats) 2. 40 armbeygjur (e. push ups) 3. 40 dýfur á bekk (e. bench dips) 4. 40 framstig (e. lunges) 5. 2 mínútur í planka (e. plank) 6. 200 sprellikarlahopp (e. jumping jacks) 7. 150 klifurhopp (e. mountain climbers) Dagur 4: Æfing dagsins er róleg, 60 mínútna göngutúr í nýju umhverfi. Njóttu þess.Vísir/GettyDagur 5: Í dag er hlaupaæfing vikunnar númer 2. Í þetta skiptið gefum við aðeins meira í. Þú byrjar á því að ganga rösklega í 5-10 mínútur til þess að hita líkamann almennilega upp. Síðan ætlarðu að hlaupa samtals 6 sinnum í tvær mínútur með tveggja mínútna göngu á milli hlaupa. Eftir hlaupið ætlarðu að finna brekku sem þú ætlar að hlaupa þrisvar sinnum upp og ganga niður. Hvíldu þig vel á milli hlaupa í brekkunni og láttu líða að minnsta kosti tvær mínútur á milli spretta. Dagur 6: Í dag er síðasti fjallgöngudagurinn í áskoruninni. Ég ætla að stinga upp á Esjugöngu. Esjan er ábyggilega eitthvert vinsælasta fjallið þessa dagana. Esjugangan getur verið erfið og hún er það sérstaklega í byrjun. Ef þú kemst í gegnum fyrsta hlutann þá ertu í góðum málum. Reyndu að miða við að ganga í að minnsta kosti klukkutíma upp á við en markmiðið er að ná upp að Steini. Taktu þér eins margar pásur og þú þarft og taktu með þér einhverja orku til þess að fá þér á leiðinni. Mundu bara eftir því að taka selfie hjá Steini og setja á Instagram! :)Dagur 7: Síðasti dagurinn er runninn upp. Þú mátt klappa þér rækilega á bakið ef þú hefur hreyft þig núna á hverjum degi í fjórar vikur, það er afrek. Til þess að launa þér erfiðið ætlarðu að fara í sund og synda heila 1.000 metra. Það tekur tíma. Taktu pásur inn á milli, fáðu þér vatnssopa og haltu svo áfram. Það er ótrúleg tilfinning að ná einhverju sem maður hefur aldrei gert áður. Að lokinni æfingu skaltu fara í pottinn og NJÓTA! Ég vil þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í áskoruninni og vona að þið hafið haft gaman af. Haldið áfram að hreyfa ykkur og reynið að hafa hreyfinguna eins fjölbreytta og skemmtilega og þið getið. Það er algjörlega ástæðulaust að stunda hreyfingu sem manni finnst leiðinleg. Það er alltaf eitthvað sem manni finnst skemmtilegt að gera, þó að manni finnist það stundum erfitt. Þegar maður hefur fundið hreyfingu við hæfi, mun maður ekki vilja hætta.
Heilsa Tengdar fréttir Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00 Fjögurra vikna sumaráskorun - vika 3 Þá er komið að þriðju vikunni í fjögurra vikna áskoruninni. Núna er komið að þér að vera í besta formi lífs þíns. Það eina sem þú þarft að gera er að drífa þig af stað og byrja. Fylgdu þessum leiðbeiningum og finndu fyrri vikur á Heilsuvísi. 19. júní 2015 14:00 Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00
Fjögurra vikna sumaráskorun - vika 3 Þá er komið að þriðju vikunni í fjögurra vikna áskoruninni. Núna er komið að þér að vera í besta formi lífs þíns. Það eina sem þú þarft að gera er að drífa þig af stað og byrja. Fylgdu þessum leiðbeiningum og finndu fyrri vikur á Heilsuvísi. 19. júní 2015 14:00
Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00