Lífið

Whoopi Goldberg vill vinna með Anderson

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Goldberg hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum.
Goldberg hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum. Vísir/Getty
Bandaríska leikkonan Whoopi Goldberg hefur áhuga á því að vinna með leikstjóranum Wes Anderson.

Goldberg, sem stýrir spjallþættinum The View, lét leikarann Jason Schwartsman hafa ferilskrá sína og bað hann um að koma henni til leikstjórans þegar hann var gestur í þættinum.

Goldberg sagði við Schwartsman að hún væri stórhrifin af myndum leikstjórans en hefði aftur á móti tekið eftir því að lítið væri af þeldökku fólki í myndunum hans og bað leikarann að koma því til skila að hún væri laus í verkefni.

Schwartsman hefur í gegnum tíðina leikið í fjölda mynda eftir Anderson, meðal annars Grand Budapest Hotel og Moonrise Kingdom.

Goldberg hefur unnið til tvennra Óskarsverðlauna, fyrir myndirnar The Color Purple og Ghost og er ein af fáum sem unnið hafa til Óskarsverðlauna, Emmy-verðlauna, Tony-verðlauna og Grammy-verðlauna en hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1981.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×