Frumsýnt á Vísi: Arnar Dan túlkar hálfnafnann Arnór Dan Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2015 08:30 Nöfnum Arnars Dan og Arnórs Dan hefur oft verið ruglað saman enda aðeins einn stafur sem skilur þau að. Vísir/Vilhelm Hljómsveitin Agent Fresco gefur út sína þriðju breiðskífu þann 7. ágúst næstkomandi og ber hún nafnið Destrier. Um hádegisbil í dag verður tónlistarmyndband við lagið See Hell frumsýnt á Vísi en þetta er önnur smáskífan af væntanlegri plötu. Leikarinn Arnar Dan túlkar í myndbandinu texta söngvarans Arnórs Dan, sem segir að við val á aðalleikara myndbandsins hafi það heillað sig hversu lík nöfn þeirra eru. „Ég verð að viðurkenna að nafnið heillaði mig frekar mikið, mér finnst þetta flott nafn,“ segir Arnór hlæjandi og bætir við: „Ég hef líka bara oft pælt í því að það væri mjög gaman að við gerðum eitthvað saman og ég er mjög sáttur.“ Arnar er einnig ánægður með útkomuna en þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem hann leikur í. „Fyrir mig persónulega að vinna með þeim er líka alveg geggjað, af því ég er Agent Fresco-aðdáandi og hef verið lengi,“ segir hann hress. Nöfn þeirra félaga eru fremur lík, mætti kalla þá hálfnafna, og hefur það nokkrum sinnum valdið misskilningi sem Arnór og Arnar hafa gaman af. „Þegar ég var að segja fólki frá því að Arnar Dan væri að leika aðalhlutverkið í myndbandinu hélt fólk að ég væri að tala um mig í þriðju persónu. Las bara vitlaust, það var ekki Arnór Dan heldur Arnar Dan,“ segir Arnór og þeir hlæja báðir.Umslag Destrier er hannað af Dóra Andréssyni.Myndbandið er unnið af fyrirtækinu Tjarnargötunni og leikstýrt af Frey Árnasyni og Gísla Þór Brynjólfssyni. Tökur á myndbandinu tóku rúma sextán tíma og var það tekið upp í JL húsinu sem Arnór og Arnar segja báðir að hafi verið fullkominn vettvangur, hrátt en samt fallegt. Það var Arnóri mikilvægt að lagið, textinn og myndbandið segðu sömu söguna og kæmu henni vel til skila. „Okkur í Agent Fresco langaði til þess að fylgja textanum frekar vel með þessi nýju lög, taka eitthvað úr textanum og gera það myndrænt,“ segir Arnór en hann segir plötuna túlka ákveðið tímabil í lífi hans. „Þetta byrjaði þegar ég varð fyrir líkamsárás fyrir þremur árum, það opnaðist heimur af kvíða og reiði. Ég ætlaði að búa til mjög jákvæða plötu en það breyttist mjög hratt.“ Agent Fresco gefur út breiðskífuna Destrier þann 7. ágúst.Agent Fresco er með þriggja platna samning við þýska útgáfufyrirtækið Long Branch Records. Destrier tók nokkuð langan tíma í undirbúningi en líkt og áður sagði er nú kominn staðfestur útgáfudagur, 7. ágúst næstkomandi. „Núna kemur hitt dýrið að fylgja þessu eftir. Líkamlega að vera upp á sviði og tjá sig.“ Einnig hyggst hljómsveitin halda á Evróputúr næsta haust og Arnór leggur áherslu á að þá langi til þess að spila í grunn- og menntaskólum þar sem sá aldurshópur á oft ekki kost á að fara á tónleika sem iðulega fara fram á skemmtistöðum. „Unga fólkið, sem er aðal aðdáendurnir, gleymist oft. Hvar væri ég ef ég hefði ekki mátt fara á Slipknot-tónleika þegar ég var fimmtán ára? Þetta veitir svo mikinn innblástur,“ segir Arnór að lokum.Hér má sjá myndbandið við See Hell sem frumsýnt er á Vísi: Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Agent Fresco gefur út sína þriðju breiðskífu þann 7. ágúst næstkomandi og ber hún nafnið Destrier. Um hádegisbil í dag verður tónlistarmyndband við lagið See Hell frumsýnt á Vísi en þetta er önnur smáskífan af væntanlegri plötu. Leikarinn Arnar Dan túlkar í myndbandinu texta söngvarans Arnórs Dan, sem segir að við val á aðalleikara myndbandsins hafi það heillað sig hversu lík nöfn þeirra eru. „Ég verð að viðurkenna að nafnið heillaði mig frekar mikið, mér finnst þetta flott nafn,“ segir Arnór hlæjandi og bætir við: „Ég hef líka bara oft pælt í því að það væri mjög gaman að við gerðum eitthvað saman og ég er mjög sáttur.“ Arnar er einnig ánægður með útkomuna en þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem hann leikur í. „Fyrir mig persónulega að vinna með þeim er líka alveg geggjað, af því ég er Agent Fresco-aðdáandi og hef verið lengi,“ segir hann hress. Nöfn þeirra félaga eru fremur lík, mætti kalla þá hálfnafna, og hefur það nokkrum sinnum valdið misskilningi sem Arnór og Arnar hafa gaman af. „Þegar ég var að segja fólki frá því að Arnar Dan væri að leika aðalhlutverkið í myndbandinu hélt fólk að ég væri að tala um mig í þriðju persónu. Las bara vitlaust, það var ekki Arnór Dan heldur Arnar Dan,“ segir Arnór og þeir hlæja báðir.Umslag Destrier er hannað af Dóra Andréssyni.Myndbandið er unnið af fyrirtækinu Tjarnargötunni og leikstýrt af Frey Árnasyni og Gísla Þór Brynjólfssyni. Tökur á myndbandinu tóku rúma sextán tíma og var það tekið upp í JL húsinu sem Arnór og Arnar segja báðir að hafi verið fullkominn vettvangur, hrátt en samt fallegt. Það var Arnóri mikilvægt að lagið, textinn og myndbandið segðu sömu söguna og kæmu henni vel til skila. „Okkur í Agent Fresco langaði til þess að fylgja textanum frekar vel með þessi nýju lög, taka eitthvað úr textanum og gera það myndrænt,“ segir Arnór en hann segir plötuna túlka ákveðið tímabil í lífi hans. „Þetta byrjaði þegar ég varð fyrir líkamsárás fyrir þremur árum, það opnaðist heimur af kvíða og reiði. Ég ætlaði að búa til mjög jákvæða plötu en það breyttist mjög hratt.“ Agent Fresco gefur út breiðskífuna Destrier þann 7. ágúst.Agent Fresco er með þriggja platna samning við þýska útgáfufyrirtækið Long Branch Records. Destrier tók nokkuð langan tíma í undirbúningi en líkt og áður sagði er nú kominn staðfestur útgáfudagur, 7. ágúst næstkomandi. „Núna kemur hitt dýrið að fylgja þessu eftir. Líkamlega að vera upp á sviði og tjá sig.“ Einnig hyggst hljómsveitin halda á Evróputúr næsta haust og Arnór leggur áherslu á að þá langi til þess að spila í grunn- og menntaskólum þar sem sá aldurshópur á oft ekki kost á að fara á tónleika sem iðulega fara fram á skemmtistöðum. „Unga fólkið, sem er aðal aðdáendurnir, gleymist oft. Hvar væri ég ef ég hefði ekki mátt fara á Slipknot-tónleika þegar ég var fimmtán ára? Þetta veitir svo mikinn innblástur,“ segir Arnór að lokum.Hér má sjá myndbandið við See Hell sem frumsýnt er á Vísi:
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira