Hreyfing í fæðingarorlofinu Nanna Árnadóttir skrifar 22. maí 2015 16:00 Vísir/Getty Fæðingarorlof getur oft verið dásamlegt og líkja margir því við að svífa um á bleiku skýi. Maður er að kynnast nýjasta fjölskyldumeðlimnum og ef þetta er fyrsta barn, að kynnast sjálfri sér sem móður eða föður í leiðinni. Það er fátt skemmtilegra og meira gefandi en að fylgjast með barninu sínu þroskast og dafna. Fæðingarorlofið getur þó líka oft verið, afsakið orðbragðið, drulluerfitt! Það eru því miður ekki allir sem eiga börn sem sofa bróðurpartinn úr deginum og liggja þess á milli á leikteppinu og hjala á meðan foreldrið maukar, þrífur og þvær þvottinn. Sum börn láta einfaldlega hafa miklu meira fyrir sér en önnur og því margir foreldrar sem njóta þess ekki að vera í fæðingarorlofi á sama hátt og aðrir, ég meina hverjum finnst gaman að komast ekki í sturtu, vera með gubb í klofinu, lekandi brjóst (þetta á vanalega bara við um mæðurnar), úfið hár og grátandi barn á öxlinni? Það er allavega mjög þreytandi til lengdar.Ekki hætta að hreyfa þig Fyrstu mánuðirnir af mínu fæðingarorlofi tóku verulega á. Barnið mitt grét nánast stanslaust í þrjá mánuði og það tók virkilega á taugarnar. Ég get alveg viðurkennt það hér að ég naut þess eiginlega ekki neitt á meðan á því stóð. Ég var varla viðræðuhæf á meðan á þessu stóð og var alltaf með hugann við það hvað gæti amað að barninu. Það voru þó nokkrir hlutir sem komu mér í gegnum þetta og hjálpuðu mér að halda andlegri heilsu og þeir voru að leggja mig á daginn með honum og að hreyfa mig á hverjum degi. Ég fór í mömmuleikfimi sem mér fannst æðislegt og þess á milli fór ég í göngutúra, oft langa göngutúra þar sem honum leið vel í vagninum og ég fékk smá hvíld frá grátinum á meðan. Ég er alveg handviss um að sú hreyfing sem ég stundaði hafi haft mjög mikið um það að segja að ég komst ágætlega í gegnum þetta tímabil.Margt í boði Þar sem það eru konurnar sem ganga með börnin er hreyfing sérstaklega sköpuð fyrir nýbakaða foreldra yfirleitt eingöngu miðuð við móðurina. Það eru margir möguleikar í boði fyrir nýbakaðar mæður þegar kemur að hreyfingu en hægt er að fara í mömmuleikfimi, mömmujóga eða einfaldlega fara í ræktina ef maður hefur pössun. Það er þó ekki á allra færi og því um að gera að nýta sér þann kost sem er algjörlega kostnaðarlaus, að fara í göngutúr. Þeir sem hafa ýtt á undan sér vagni heilu og hálfu dagana vita að það tekur alveg á. Hinn týpíski vagn er um það bil 20 kg að þyngd, ég gúglaði það. Börnin eru svo frá um 3-4 kg og upp í 10-15 kg á meðan við erum í fæðingarorlofi. Þarna erum við að tala um að ýta á undan okkur 25-30 kg á meðan við göngum. Ég tel það bara vera ansi góða hreyfingu. Ef göngutúrinn er síðan ekki nóg er ekkert mál að gera æfingar á meðan maður gengur, taka nokkur framstig, nokkrar hnébeygjur við þriðja hvern ljósastaur eða leggjast aðeins í grasið og taka nokkrar armbeygjur. Sumum finnst það skrítið, öðrum ekki. Sitt sýnist hverjum en kosturinn er til staðar. Ég mæli eindregið með því fyrir alla foreldra í fæðingarorlofi að hreyfa sig á hverjum degi ef heilsan leyfir. Það þarf ekki að taka langan tíma eða að kosta mikið en ég hvet alla til að taka þennan tíma frá daglega. Það gæti bjargað geðheilsunni! Heilsa Tengdar fréttir Þú þarft að hlaupa í átt að markmiðunum þínum Hvort sem þú ætlar að taka þátt í hlaupakeppni einhvers konar í sumar eða hlaupa þér til skemmtunar þá er núna rétti tíminn til að undirbúa jarðveginn fyrir frábært hlaupasumar með því að setja sér raunhæf og skýr markmið. 21. mars 2015 12:00 Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00 Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00 „Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00 Tekur vinnustaðurinn þinn þátt? Það er sannað að þeir einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru betri starfsmenn en þeir sem gera það ekki. 11. apríl 2015 10:00 Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00 Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00 Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30 Heilbrigð þjóð í framtíðinni? Það þarf að virkja börn til hreyfingar og hvetja þau til heilbrigðs lífsstíls og þar eru foreldrarnir stærstu fyrirmyndirnar. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og því er gott að snúa blaðinu við og byrja strax í dag að velja hollari mat og hreyfa sig. 19. apríl 2015 11:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fæðingarorlof getur oft verið dásamlegt og líkja margir því við að svífa um á bleiku skýi. Maður er að kynnast nýjasta fjölskyldumeðlimnum og ef þetta er fyrsta barn, að kynnast sjálfri sér sem móður eða föður í leiðinni. Það er fátt skemmtilegra og meira gefandi en að fylgjast með barninu sínu þroskast og dafna. Fæðingarorlofið getur þó líka oft verið, afsakið orðbragðið, drulluerfitt! Það eru því miður ekki allir sem eiga börn sem sofa bróðurpartinn úr deginum og liggja þess á milli á leikteppinu og hjala á meðan foreldrið maukar, þrífur og þvær þvottinn. Sum börn láta einfaldlega hafa miklu meira fyrir sér en önnur og því margir foreldrar sem njóta þess ekki að vera í fæðingarorlofi á sama hátt og aðrir, ég meina hverjum finnst gaman að komast ekki í sturtu, vera með gubb í klofinu, lekandi brjóst (þetta á vanalega bara við um mæðurnar), úfið hár og grátandi barn á öxlinni? Það er allavega mjög þreytandi til lengdar.Ekki hætta að hreyfa þig Fyrstu mánuðirnir af mínu fæðingarorlofi tóku verulega á. Barnið mitt grét nánast stanslaust í þrjá mánuði og það tók virkilega á taugarnar. Ég get alveg viðurkennt það hér að ég naut þess eiginlega ekki neitt á meðan á því stóð. Ég var varla viðræðuhæf á meðan á þessu stóð og var alltaf með hugann við það hvað gæti amað að barninu. Það voru þó nokkrir hlutir sem komu mér í gegnum þetta og hjálpuðu mér að halda andlegri heilsu og þeir voru að leggja mig á daginn með honum og að hreyfa mig á hverjum degi. Ég fór í mömmuleikfimi sem mér fannst æðislegt og þess á milli fór ég í göngutúra, oft langa göngutúra þar sem honum leið vel í vagninum og ég fékk smá hvíld frá grátinum á meðan. Ég er alveg handviss um að sú hreyfing sem ég stundaði hafi haft mjög mikið um það að segja að ég komst ágætlega í gegnum þetta tímabil.Margt í boði Þar sem það eru konurnar sem ganga með börnin er hreyfing sérstaklega sköpuð fyrir nýbakaða foreldra yfirleitt eingöngu miðuð við móðurina. Það eru margir möguleikar í boði fyrir nýbakaðar mæður þegar kemur að hreyfingu en hægt er að fara í mömmuleikfimi, mömmujóga eða einfaldlega fara í ræktina ef maður hefur pössun. Það er þó ekki á allra færi og því um að gera að nýta sér þann kost sem er algjörlega kostnaðarlaus, að fara í göngutúr. Þeir sem hafa ýtt á undan sér vagni heilu og hálfu dagana vita að það tekur alveg á. Hinn týpíski vagn er um það bil 20 kg að þyngd, ég gúglaði það. Börnin eru svo frá um 3-4 kg og upp í 10-15 kg á meðan við erum í fæðingarorlofi. Þarna erum við að tala um að ýta á undan okkur 25-30 kg á meðan við göngum. Ég tel það bara vera ansi góða hreyfingu. Ef göngutúrinn er síðan ekki nóg er ekkert mál að gera æfingar á meðan maður gengur, taka nokkur framstig, nokkrar hnébeygjur við þriðja hvern ljósastaur eða leggjast aðeins í grasið og taka nokkrar armbeygjur. Sumum finnst það skrítið, öðrum ekki. Sitt sýnist hverjum en kosturinn er til staðar. Ég mæli eindregið með því fyrir alla foreldra í fæðingarorlofi að hreyfa sig á hverjum degi ef heilsan leyfir. Það þarf ekki að taka langan tíma eða að kosta mikið en ég hvet alla til að taka þennan tíma frá daglega. Það gæti bjargað geðheilsunni!
Heilsa Tengdar fréttir Þú þarft að hlaupa í átt að markmiðunum þínum Hvort sem þú ætlar að taka þátt í hlaupakeppni einhvers konar í sumar eða hlaupa þér til skemmtunar þá er núna rétti tíminn til að undirbúa jarðveginn fyrir frábært hlaupasumar með því að setja sér raunhæf og skýr markmið. 21. mars 2015 12:00 Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00 Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00 „Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00 Tekur vinnustaðurinn þinn þátt? Það er sannað að þeir einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru betri starfsmenn en þeir sem gera það ekki. 11. apríl 2015 10:00 Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00 Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00 Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30 Heilbrigð þjóð í framtíðinni? Það þarf að virkja börn til hreyfingar og hvetja þau til heilbrigðs lífsstíls og þar eru foreldrarnir stærstu fyrirmyndirnar. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og því er gott að snúa blaðinu við og byrja strax í dag að velja hollari mat og hreyfa sig. 19. apríl 2015 11:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þú þarft að hlaupa í átt að markmiðunum þínum Hvort sem þú ætlar að taka þátt í hlaupakeppni einhvers konar í sumar eða hlaupa þér til skemmtunar þá er núna rétti tíminn til að undirbúa jarðveginn fyrir frábært hlaupasumar með því að setja sér raunhæf og skýr markmið. 21. mars 2015 12:00
Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00
Hreyfing eftir barnsburð Það borgar sig að fara varlega af stað í líkamsrækt eftir barnsburð og nauðsynlegt að vita hvað ber að varast þegar byrjað er á ný? Margir brenna sig á því að fara of snemma af stað og af of mikilli ákefð. 13. mars 2015 11:00
„Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna veltir fyrir sér líkamsímynd og vöðvamassa 28. mars 2015 14:00
Tekur vinnustaðurinn þinn þátt? Það er sannað að þeir einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru betri starfsmenn en þeir sem gera það ekki. 11. apríl 2015 10:00
Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00
Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00
Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30
Heilbrigð þjóð í framtíðinni? Það þarf að virkja börn til hreyfingar og hvetja þau til heilbrigðs lífsstíls og þar eru foreldrarnir stærstu fyrirmyndirnar. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og því er gott að snúa blaðinu við og byrja strax í dag að velja hollari mat og hreyfa sig. 19. apríl 2015 11:00