Einsleitnisáráttan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. maí 2015 07:00 Árum og áratugum, ef ekki öldum, saman var skólakerfið miðað við einsleitan hóp nemenda, nánar tiltekið karlmenn á ákveðnu aldursbili. Leiðin var bein og greið, fyrir skýrt afmarkaðan hóp; tveir, þrír menntaskólar tóku við þeim sem höfðu vitað það frá blautu barnsbeini að þangað lægi leiðin, einhverjir fóru í verslunarnám. Fyrir hina lá leiðin í iðnnám og þeir sem ekki voru svo heppnir að vera handlagnir eða að hafa ráð á námi, fóru beint að vinna. Einhverjir þurftu jú að vera á skóflunni. Hina, já, ekki hinar, því framan af var ekki gert ráð fyrir að konur ættu að mennta sig. Þetta er sett upp í þennan tröppugang hér, af því að þannig leit samfélagið á þetta, sem píramída frá skóflu upp í doktorspróf, með viðkomu í múrskeiðinni. Sem betur fer breyttist þetta og námsleiðum fjölgaði, til dæmis með fjölbrautaskólunum. Hugsunarhátturinn breyttist kannski minna, enn var bóknámið æðst, en menn voru þó að reyna og hugsunin var sú að ekki það sama hentaði öllum. Falleg hugsun, við gerðum rétt í því að draga úr því sem á að steypa okkur í sama mót og leyfa fólki frekar að blómstra á eigin forsendum. Nú ber hins vegar svo við að svo virðist sem yfirvöld hafi snúið af þessari braut og það viðhorf að best sé að sem flestir fari í gegnum sama mót sé aftur að verða ofan á. Með styttingu framhaldsskólans í þrjú ár verður þeim sem vel gengur í skóla gert kleift að drífa hann af og skella sér í háskólanám. Það hafa þeir hins vegar getað gert um hríð, þar sem margir skólar bjóða upp á þriggja ára nám. Þeir sem verr standa gætu hins vegar liðið fyrir þetta. Íblaðinu í dag er viðtal við Sigrúnu Harðardóttur, lektor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, en hún hefur starfað innan framhaldsskólanna í tvo áratugi. Doktorsrannsókn hennar snýr að líðan framhaldsskólanema og þar kemur ýmislegt miður gott í ljós. Það er nefnilega staðreynd að lítið er hugað að þeim sem verst standa í námi, en sjónum er frekar beint að þeim sem síður þurfa á stuðningi að halda. Aðeins einn af hverjum sjö af þeim sem verr standa lýkur námi, hafi viðkomandi innritað sig á bóknámsbraut. Margt getur valdið því að krakkar flosni upp úr skóla, en öllum hlýtur að vera ljóst að góð ráðgjöf og alvöru utanumhald skiptir þar miklu. En aðeins einn framhaldsskóli er með skólasálfræðing. Á sama tíma hefur Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sett aldursmark á framhaldsskólanemana, svo hlutirnir séu einfaldaðir, sem miðast við 25 ár. Þeir sem flosna úr námi eiga því erfiðara með að snúa aftur eftir að þeir hafa fótað sig betur og fundið fókus á hvað þeir vilja gera í lífinu. Ríkiskerfi, eins og framhaldsskólinn er, á ekki aðeins að miða við þá sem best standa, ekki bara elítuna gömlu og áhyggjulausa fólkið. Það þarf mun fremur að huga að þeim sem verr standa. Þar er veruleg brotalöm á kerfinu í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Árum og áratugum, ef ekki öldum, saman var skólakerfið miðað við einsleitan hóp nemenda, nánar tiltekið karlmenn á ákveðnu aldursbili. Leiðin var bein og greið, fyrir skýrt afmarkaðan hóp; tveir, þrír menntaskólar tóku við þeim sem höfðu vitað það frá blautu barnsbeini að þangað lægi leiðin, einhverjir fóru í verslunarnám. Fyrir hina lá leiðin í iðnnám og þeir sem ekki voru svo heppnir að vera handlagnir eða að hafa ráð á námi, fóru beint að vinna. Einhverjir þurftu jú að vera á skóflunni. Hina, já, ekki hinar, því framan af var ekki gert ráð fyrir að konur ættu að mennta sig. Þetta er sett upp í þennan tröppugang hér, af því að þannig leit samfélagið á þetta, sem píramída frá skóflu upp í doktorspróf, með viðkomu í múrskeiðinni. Sem betur fer breyttist þetta og námsleiðum fjölgaði, til dæmis með fjölbrautaskólunum. Hugsunarhátturinn breyttist kannski minna, enn var bóknámið æðst, en menn voru þó að reyna og hugsunin var sú að ekki það sama hentaði öllum. Falleg hugsun, við gerðum rétt í því að draga úr því sem á að steypa okkur í sama mót og leyfa fólki frekar að blómstra á eigin forsendum. Nú ber hins vegar svo við að svo virðist sem yfirvöld hafi snúið af þessari braut og það viðhorf að best sé að sem flestir fari í gegnum sama mót sé aftur að verða ofan á. Með styttingu framhaldsskólans í þrjú ár verður þeim sem vel gengur í skóla gert kleift að drífa hann af og skella sér í háskólanám. Það hafa þeir hins vegar getað gert um hríð, þar sem margir skólar bjóða upp á þriggja ára nám. Þeir sem verr standa gætu hins vegar liðið fyrir þetta. Íblaðinu í dag er viðtal við Sigrúnu Harðardóttur, lektor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, en hún hefur starfað innan framhaldsskólanna í tvo áratugi. Doktorsrannsókn hennar snýr að líðan framhaldsskólanema og þar kemur ýmislegt miður gott í ljós. Það er nefnilega staðreynd að lítið er hugað að þeim sem verst standa í námi, en sjónum er frekar beint að þeim sem síður þurfa á stuðningi að halda. Aðeins einn af hverjum sjö af þeim sem verr standa lýkur námi, hafi viðkomandi innritað sig á bóknámsbraut. Margt getur valdið því að krakkar flosni upp úr skóla, en öllum hlýtur að vera ljóst að góð ráðgjöf og alvöru utanumhald skiptir þar miklu. En aðeins einn framhaldsskóli er með skólasálfræðing. Á sama tíma hefur Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sett aldursmark á framhaldsskólanemana, svo hlutirnir séu einfaldaðir, sem miðast við 25 ár. Þeir sem flosna úr námi eiga því erfiðara með að snúa aftur eftir að þeir hafa fótað sig betur og fundið fókus á hvað þeir vilja gera í lífinu. Ríkiskerfi, eins og framhaldsskólinn er, á ekki aðeins að miða við þá sem best standa, ekki bara elítuna gömlu og áhyggjulausa fólkið. Það þarf mun fremur að huga að þeim sem verr standa. Þar er veruleg brotalöm á kerfinu í dag.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun