Fylgispekt er óvinur vaxtar Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. maí 2015 08:00 Fylgispekt við ríkjandi hugmyndir er vandamál í vestrænum samfélögum því fólk heldur að framtíðin verði betri útgáfa samfélagsins eins og það er í dag en ekki allt öðruvísi. Fylgispekt (e. conformity) er tilhneiging til að samræma viðhorf, trú og hegðun við þá sem eru í kringum þig. Fylgispektin er býsna kröftugt afl sem getur verið í formi félagslegs þrýstings eða áhrifa á undirmeðvitundina. Eins mikið og mannfólkið vill líta á sig sem einstaklinga er staðreyndin sú að flestir vilja passa inn í fjöldann og það þýðir yfirleitt fylgni við hann. Einstaklingurinn er ómeðvitað hjarðdýr. Bandaríski frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Peter Thiel segir í bók sinni Zero to One að þeir sem helst sigla gegn straumnum fari ekki endilega gegn fjöldanum heldur hugsi sjálfstætt. („The most contrarian thing of all is not to oppose the crowd but to think for yourself.“) Sjálfstæð, frjó hugsun er forsenda verðmætasköpunar. Ekki trú á að framtíðin verði betri en hún er í dag heldur að hún verði öðruvísi. Steve Jobs hannaði tæki sem eftirspurn var eftir áður en fólk vissi að það vildi eiga þau (iPod, snjallsímar, spjaldtölvur). Það má yfirfæra þessa hugsun á nær öll svið atvinnulífsins. Ef allir væru fylgjandi ríkjandi ástandi þá væri engin ný verðmætasköpun. Mikil gróska hefur verið í tæknigreinum á Íslandi. Hugbúnaðarfyrirtækin Meniga, Clara, Datamarket og Plain Vanilla eru nærtæk dæmi en einnig Lauf Forks sem framleiðir hjólagaffla úr koltrefjaefnum. Öll þessi sprotafyrirtæki eiga sameiginlegt að vera tiltölulega ung og framleiða vörur sem alþjóðleg eftirspurn er eftir. Til þess að sprotafyrirtæki blómstri þurfa þau fé og fjárfesting í þeim er áhættusöm. Á dögunum ákváðu Íslandssjóðir og VÍB, eignastýring Íslandsbanka, að falla frá áformum um þátttöku í sjóðnum Engi sem átti að fjárfesta í íslenskum sprotafyrirtækjum. Bala Kamallakharan, sem hefur fjárfest í 21 sprotafyrirtæki og aldrei tapað á því krónu, hafði safnað tveimur milljörðum króna í stofnfé fyrir Engi frá fjárfestum. Bala er upphafsmaður Startup Iceland-ráðstefnunnar sem verður haldin í fjórða sinn hinn 27. maí í Hörpu. Fjárfestar sem vildu taka þátt í Engi hættu við eftir að stjórnendur Íslandssjóða og VÍB ákváðu að Engi væri ekki áhættunnar virði. Það er út af fyrir sig sérstök ákvörðun að hætta við verkefni þegar það er búið að safna tveimur milljörðum króna en ákvörðun stjórnenda Íslandssjóða og VÍB er birtingarmynd áhættufælni. Þær skýringar voru gefnar að nú þegar væru nokkrir slíkir sprotasjóðir starfandi (Brunnur I á vegum Landsbréfa, sprotasjóður Arion banka og Frumtak) og markaðurinn væri mettur. Svona hugsunarháttur er einkenni fylgispektar. Af því það er almennt viðurkennt norm að markaðurinn sé X þá þora menn ekki að taka ákvarðanir sem ganga gegn þessu normi. Óháð umræðu um Engi og hvort það var rétt ákvörðun að hætta við það verkefni er mikilvægt að hafa hugfast að sprotafyrirtæki blómstra ekki nema menn hugsi sjálfstætt og séu tilbúnir að taka áhættu. Óháð því hvað greina megi úr normum markaðarins hverju sinni.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Fylgispekt við ríkjandi hugmyndir er vandamál í vestrænum samfélögum því fólk heldur að framtíðin verði betri útgáfa samfélagsins eins og það er í dag en ekki allt öðruvísi. Fylgispekt (e. conformity) er tilhneiging til að samræma viðhorf, trú og hegðun við þá sem eru í kringum þig. Fylgispektin er býsna kröftugt afl sem getur verið í formi félagslegs þrýstings eða áhrifa á undirmeðvitundina. Eins mikið og mannfólkið vill líta á sig sem einstaklinga er staðreyndin sú að flestir vilja passa inn í fjöldann og það þýðir yfirleitt fylgni við hann. Einstaklingurinn er ómeðvitað hjarðdýr. Bandaríski frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Peter Thiel segir í bók sinni Zero to One að þeir sem helst sigla gegn straumnum fari ekki endilega gegn fjöldanum heldur hugsi sjálfstætt. („The most contrarian thing of all is not to oppose the crowd but to think for yourself.“) Sjálfstæð, frjó hugsun er forsenda verðmætasköpunar. Ekki trú á að framtíðin verði betri en hún er í dag heldur að hún verði öðruvísi. Steve Jobs hannaði tæki sem eftirspurn var eftir áður en fólk vissi að það vildi eiga þau (iPod, snjallsímar, spjaldtölvur). Það má yfirfæra þessa hugsun á nær öll svið atvinnulífsins. Ef allir væru fylgjandi ríkjandi ástandi þá væri engin ný verðmætasköpun. Mikil gróska hefur verið í tæknigreinum á Íslandi. Hugbúnaðarfyrirtækin Meniga, Clara, Datamarket og Plain Vanilla eru nærtæk dæmi en einnig Lauf Forks sem framleiðir hjólagaffla úr koltrefjaefnum. Öll þessi sprotafyrirtæki eiga sameiginlegt að vera tiltölulega ung og framleiða vörur sem alþjóðleg eftirspurn er eftir. Til þess að sprotafyrirtæki blómstri þurfa þau fé og fjárfesting í þeim er áhættusöm. Á dögunum ákváðu Íslandssjóðir og VÍB, eignastýring Íslandsbanka, að falla frá áformum um þátttöku í sjóðnum Engi sem átti að fjárfesta í íslenskum sprotafyrirtækjum. Bala Kamallakharan, sem hefur fjárfest í 21 sprotafyrirtæki og aldrei tapað á því krónu, hafði safnað tveimur milljörðum króna í stofnfé fyrir Engi frá fjárfestum. Bala er upphafsmaður Startup Iceland-ráðstefnunnar sem verður haldin í fjórða sinn hinn 27. maí í Hörpu. Fjárfestar sem vildu taka þátt í Engi hættu við eftir að stjórnendur Íslandssjóða og VÍB ákváðu að Engi væri ekki áhættunnar virði. Það er út af fyrir sig sérstök ákvörðun að hætta við verkefni þegar það er búið að safna tveimur milljörðum króna en ákvörðun stjórnenda Íslandssjóða og VÍB er birtingarmynd áhættufælni. Þær skýringar voru gefnar að nú þegar væru nokkrir slíkir sprotasjóðir starfandi (Brunnur I á vegum Landsbréfa, sprotasjóður Arion banka og Frumtak) og markaðurinn væri mettur. Svona hugsunarháttur er einkenni fylgispektar. Af því það er almennt viðurkennt norm að markaðurinn sé X þá þora menn ekki að taka ákvarðanir sem ganga gegn þessu normi. Óháð umræðu um Engi og hvort það var rétt ákvörðun að hætta við það verkefni er mikilvægt að hafa hugfast að sprotafyrirtæki blómstra ekki nema menn hugsi sjálfstætt og séu tilbúnir að taka áhættu. Óháð því hvað greina megi úr normum markaðarins hverju sinni.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun