Förðunarstjarna á leið til landsins Rikka skrifar 15. maí 2015 14:00 Sigurlaug og Karen náðu mjög vel saman og var Sigurlaug alveg heilluð af henni. Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, annar eigandi Reykjavík Makeup School, er nýkomin heim frá Los Angeles þar sem hún sótti meðal annars námskeið í svokallaðri fegurðarförðun hjá einum skærasta förðunarfræðingi heims, Karen Sarahi. „Ég lærði svakalega mikið af henni bæði um nýja tækni sem hún notar og kynntist nýjum vörum. Karen er einna helst þekkt fyrir að gera flottar „glamour“ farðanir en er mjög fær á öðrum sviðum og gerir til að mynda flottustu „smokey“ förðun sem ég hef augum litið,“ segir Sigurlaug. Karen glamúrförðuðVísir/EinkasafnÞær Sigurlaug náðu vel saman og út frá fundi þeirra kom upp sú hugmynd að Karen kæmi til Íslands og héldi námskeið í förðunarskólanum. „Það er mikill heiður að fá hana hingað til lands og við Sara, meðeigandi minn, erum virkilega stoltar af að fá hana til okkar.“ Námskeiðið verður haldið þann 15. september næstkomandi og er þetta fyrsta námskeiðið sem Karen heldur í Evrópu. „Það er nú þegar mikil aðsókn á námskeiðið enda Karen stórt númer í förðunarheiminum. Við höfum sett af stað forsölu á miðum fyrir núverandi og fyrrverandi nemendur okkar og munum svo opna fyrir almenna skráningu von bráðar,“ segir Sigurlaug. Vísir/SkjáskotKoparliturinn allsráðandi Við á Lífinu fengum Sigurlaugu til að sýna okkur heitustu sumarförðunina í ár en hún segir hana létta og að koparliturinn slái allt annað út um þessar mundir. „Hér sýni ég eina útfærslu af skemmtilegri sumarförðun sem er líka mjög einföld í gerð en ég notaði aðeins tvo liti til þess að framkvæma hana en það eru litirnir Spirit frá Make Up Store og Coppering frá MAC. Útkoman varð svona mjúk, kopartónuð smokey-förðun en hana er hægt að gera með allskyns litum. Ég hef oft heyrt þann misskilning að smokey þurfi alltaf að vera mjög dökkt eða jafnvel bara svart. Ég nota til að mynda aldrei svarta augnskugga í minni förðun,“ segir Sigurlaug.Á húðina notaði Sigurlaug farða frá NARS sem heitir All Day Luminous weightless foundation, en hann hylur mjög vel samhliða því að vera léttur. „Því miður fæst þessi farði ekki á Íslandi en í hans stað mætti til dæmis nota Studio Fix Fluid frá MAC. Yfir meikið notaði ég svo La Mer Translucent púður yfir allt andlitið en þetta er púður sem verður glært á húðinni en skilur eftir sig smá glans sem sést þó aðallega þegar tekin er mynd, rosalega fallegt,“ segir Sigurlaug. Undir augun notaði hún svo Pro Longwear-hyljara frá MAC sem og Reflex Cover higlight hyljara frá Make up Store. „Sá síðarnefndi er algjörlega ómissandi fyrir mig en hann nota ég bæði á sjálfa mig og aðra. Hyljarinn er með skelplötugljáa sem birtir upp svæðið undir augunum án þess að mynda hvítan hring.“ Á kinnarnar notaði Sigurlaug sinn eftirlætiskinnalit, Coral Lace frá Make Up Store, og á varirnar Catty frá MAC og Sandstorm-varalitablýant frá Make Up Store en sá er ljós highlight-litur. „Á augabrúnirnar notaði ég dipbrow frá Anastasia Beverly Hills í litnum chocolate og svo toppaði ég útlitið með því að nota flott augnhár frá Tanja lashes af tegundinni Greece en þess má geta að augnháralína Tönju Ýrar Ástþórsdóttur kom markað núna í vikunni,“ segir Sigurlaug að lokum. Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, annar eigandi Reykjavík Makeup School, er nýkomin heim frá Los Angeles þar sem hún sótti meðal annars námskeið í svokallaðri fegurðarförðun hjá einum skærasta förðunarfræðingi heims, Karen Sarahi. „Ég lærði svakalega mikið af henni bæði um nýja tækni sem hún notar og kynntist nýjum vörum. Karen er einna helst þekkt fyrir að gera flottar „glamour“ farðanir en er mjög fær á öðrum sviðum og gerir til að mynda flottustu „smokey“ förðun sem ég hef augum litið,“ segir Sigurlaug. Karen glamúrförðuðVísir/EinkasafnÞær Sigurlaug náðu vel saman og út frá fundi þeirra kom upp sú hugmynd að Karen kæmi til Íslands og héldi námskeið í förðunarskólanum. „Það er mikill heiður að fá hana hingað til lands og við Sara, meðeigandi minn, erum virkilega stoltar af að fá hana til okkar.“ Námskeiðið verður haldið þann 15. september næstkomandi og er þetta fyrsta námskeiðið sem Karen heldur í Evrópu. „Það er nú þegar mikil aðsókn á námskeiðið enda Karen stórt númer í förðunarheiminum. Við höfum sett af stað forsölu á miðum fyrir núverandi og fyrrverandi nemendur okkar og munum svo opna fyrir almenna skráningu von bráðar,“ segir Sigurlaug. Vísir/SkjáskotKoparliturinn allsráðandi Við á Lífinu fengum Sigurlaugu til að sýna okkur heitustu sumarförðunina í ár en hún segir hana létta og að koparliturinn slái allt annað út um þessar mundir. „Hér sýni ég eina útfærslu af skemmtilegri sumarförðun sem er líka mjög einföld í gerð en ég notaði aðeins tvo liti til þess að framkvæma hana en það eru litirnir Spirit frá Make Up Store og Coppering frá MAC. Útkoman varð svona mjúk, kopartónuð smokey-förðun en hana er hægt að gera með allskyns litum. Ég hef oft heyrt þann misskilning að smokey þurfi alltaf að vera mjög dökkt eða jafnvel bara svart. Ég nota til að mynda aldrei svarta augnskugga í minni förðun,“ segir Sigurlaug.Á húðina notaði Sigurlaug farða frá NARS sem heitir All Day Luminous weightless foundation, en hann hylur mjög vel samhliða því að vera léttur. „Því miður fæst þessi farði ekki á Íslandi en í hans stað mætti til dæmis nota Studio Fix Fluid frá MAC. Yfir meikið notaði ég svo La Mer Translucent púður yfir allt andlitið en þetta er púður sem verður glært á húðinni en skilur eftir sig smá glans sem sést þó aðallega þegar tekin er mynd, rosalega fallegt,“ segir Sigurlaug. Undir augun notaði hún svo Pro Longwear-hyljara frá MAC sem og Reflex Cover higlight hyljara frá Make up Store. „Sá síðarnefndi er algjörlega ómissandi fyrir mig en hann nota ég bæði á sjálfa mig og aðra. Hyljarinn er með skelplötugljáa sem birtir upp svæðið undir augunum án þess að mynda hvítan hring.“ Á kinnarnar notaði Sigurlaug sinn eftirlætiskinnalit, Coral Lace frá Make Up Store, og á varirnar Catty frá MAC og Sandstorm-varalitablýant frá Make Up Store en sá er ljós highlight-litur. „Á augabrúnirnar notaði ég dipbrow frá Anastasia Beverly Hills í litnum chocolate og svo toppaði ég útlitið með því að nota flott augnhár frá Tanja lashes af tegundinni Greece en þess má geta að augnháralína Tönju Ýrar Ástþórsdóttur kom markað núna í vikunni,“ segir Sigurlaug að lokum.
Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira