Heldur utan um sögu íslenskrar tónlistar Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. maí 2015 09:00 Helgi Snorrason ætlar sér að eiga upplýsingar um allar íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn á vefsíðunni sinni. vísir/gva „Ég er kominn með upplýsingar um í kringum þúsund íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn. Það er alveg ótrúlegt hvað það hefur verið mikið til af hljómsveitum og gróska í gegnum tíðina,“ segir Helgi Snorrason tónlistaráhugamaður. Helgi stendur á bak við vefsíðuna Music All Over the World, þar sem finna má upplýsingar um íslenska og erlenda tónlistarmenn og hljómsveitir. „Það eru rúm tvö ár síðan ég fór að hugsa um þetta. Ég hef mjög gaman af tónlist og þekkti marga tónlistarmenn frá því í gamla daga,“ segir Helgi um upprunann. Honum þótti vanta vefsíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn. „Það voru mjög fáar sjálfstæðar heimasíður sem geyma upplýsingar um hljómsveitir og tónlistarmenn og fór ég því að hugsa að það væri gott að geta farið inn á grunn og fundið þar allt sem maður vill vita um hljómsveitir og tónlistarmenn. Ef einhver af okkar kynslóð gerir þetta ekki þá týnist þetta bara og svo er líka gaman að geta sýnt börnum og barnabörnunum hvað menn voru að gera í gamla daga. Það er gaman að geta sagt við þau, ég var poppari þegar ég var ungur,“ segir Helgi og hlær.Hljómar úr Keflavík eru ein af þeim hljómsveitum sem Helga þykir einna vænst um. Hann segir mikla vinnu liggja að baki síðunni. „Þetta er auðvitað mikil vinna en ég hef líka fengið aðstoð frá mörgum öðrum með aðflutt efni og væri of langt að telja þá eða þær allar upp sem hafa komið að þessu með ýmsu efni. Ég hef til dæmis fundið myndir af hljómsveitum en hef kannski ekki upplýsingar um hverjir eru á myndinni og þá hef ég fengið hjálp frá öðrum til að hafa nöfnin rétt,“ útskýrir Helgi. Hann hefur þá fengið aðstoð í gegnum Facebook síðuna sína. Hann sér fram á allavega 2 ára vinnu í viðbót við það að koma inn upplýsingum um tónlistarmenn og hljómsveitir á síðuna sína. „Þetta er nú bara hobbí hjá mér þannig að þetta tekur tíma.“ Eru menn ekkert að hafa samband og spyrja af hverju þeirra hljómsveit sé ekki komin á síðuna þína? „Menn hafa verið senda mér efni og hafa líka spurt af hverju er mín hljómsveit ekki á síðunni. Sumir hafa líka varla þorað að láta mann hafa efni, því sumar hljómsveitir spiluðu kannski bara í sínu bæjarfélagi og í kringum það og voru ekki að fá mikla athygli á landsvísu,“ útskýrir Helgi, „en í mínum augum er það alveg eins mikil verðmæti og þessar hljómsveitir sem maður þekkir hérna af suðurhorninu.“Platan Lifun með Trúbroti er ein af eftirlætisplötum Helga.Hann hefur þó rosalega gaman að því að sjá hvað menn eru að senda honum og hvað fólk verður ánægt að sjá sína hljómsveit á síðunum og hvetur fólk til þess að senda sér efni og upplýsingar um hljómsveitir og tónlistarmenn sem eru lítt þekktir og eru mögulega ekki á síðunni. Spurður út í sínar uppáhaldshljómsveitir segist Helgi halda mest upp á gömlu sveitirnar á borð við Hljóma, Trúbrot og Flowers. „Ég hefði viljað sjá meira útgefið efni frá þessum hljómsveitum,“ segir Helgi og bætir við: „Mig langar mikið til þess að fá gamlar upptökur frá hljómsveitum sem hafa aldrei verið gefnar út. Ég veit að það er til svo mikið af upptökum sem hafa aldrei litið dagsins ljós. Og hættan er að þessum verðmætum verði hent því fólk veit oft ekki hvað á að gera við þetta.“ Ásamt því að hafa upplýsingar um tónlistarmenn og hljómsveitir, þá er hann einnig með mikið tenglasafn á síðunni þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar tengdar tónlistarheiminum. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er kominn með upplýsingar um í kringum þúsund íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn. Það er alveg ótrúlegt hvað það hefur verið mikið til af hljómsveitum og gróska í gegnum tíðina,“ segir Helgi Snorrason tónlistaráhugamaður. Helgi stendur á bak við vefsíðuna Music All Over the World, þar sem finna má upplýsingar um íslenska og erlenda tónlistarmenn og hljómsveitir. „Það eru rúm tvö ár síðan ég fór að hugsa um þetta. Ég hef mjög gaman af tónlist og þekkti marga tónlistarmenn frá því í gamla daga,“ segir Helgi um upprunann. Honum þótti vanta vefsíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn. „Það voru mjög fáar sjálfstæðar heimasíður sem geyma upplýsingar um hljómsveitir og tónlistarmenn og fór ég því að hugsa að það væri gott að geta farið inn á grunn og fundið þar allt sem maður vill vita um hljómsveitir og tónlistarmenn. Ef einhver af okkar kynslóð gerir þetta ekki þá týnist þetta bara og svo er líka gaman að geta sýnt börnum og barnabörnunum hvað menn voru að gera í gamla daga. Það er gaman að geta sagt við þau, ég var poppari þegar ég var ungur,“ segir Helgi og hlær.Hljómar úr Keflavík eru ein af þeim hljómsveitum sem Helga þykir einna vænst um. Hann segir mikla vinnu liggja að baki síðunni. „Þetta er auðvitað mikil vinna en ég hef líka fengið aðstoð frá mörgum öðrum með aðflutt efni og væri of langt að telja þá eða þær allar upp sem hafa komið að þessu með ýmsu efni. Ég hef til dæmis fundið myndir af hljómsveitum en hef kannski ekki upplýsingar um hverjir eru á myndinni og þá hef ég fengið hjálp frá öðrum til að hafa nöfnin rétt,“ útskýrir Helgi. Hann hefur þá fengið aðstoð í gegnum Facebook síðuna sína. Hann sér fram á allavega 2 ára vinnu í viðbót við það að koma inn upplýsingum um tónlistarmenn og hljómsveitir á síðuna sína. „Þetta er nú bara hobbí hjá mér þannig að þetta tekur tíma.“ Eru menn ekkert að hafa samband og spyrja af hverju þeirra hljómsveit sé ekki komin á síðuna þína? „Menn hafa verið senda mér efni og hafa líka spurt af hverju er mín hljómsveit ekki á síðunni. Sumir hafa líka varla þorað að láta mann hafa efni, því sumar hljómsveitir spiluðu kannski bara í sínu bæjarfélagi og í kringum það og voru ekki að fá mikla athygli á landsvísu,“ útskýrir Helgi, „en í mínum augum er það alveg eins mikil verðmæti og þessar hljómsveitir sem maður þekkir hérna af suðurhorninu.“Platan Lifun með Trúbroti er ein af eftirlætisplötum Helga.Hann hefur þó rosalega gaman að því að sjá hvað menn eru að senda honum og hvað fólk verður ánægt að sjá sína hljómsveit á síðunum og hvetur fólk til þess að senda sér efni og upplýsingar um hljómsveitir og tónlistarmenn sem eru lítt þekktir og eru mögulega ekki á síðunni. Spurður út í sínar uppáhaldshljómsveitir segist Helgi halda mest upp á gömlu sveitirnar á borð við Hljóma, Trúbrot og Flowers. „Ég hefði viljað sjá meira útgefið efni frá þessum hljómsveitum,“ segir Helgi og bætir við: „Mig langar mikið til þess að fá gamlar upptökur frá hljómsveitum sem hafa aldrei verið gefnar út. Ég veit að það er til svo mikið af upptökum sem hafa aldrei litið dagsins ljós. Og hættan er að þessum verðmætum verði hent því fólk veit oft ekki hvað á að gera við þetta.“ Ásamt því að hafa upplýsingar um tónlistarmenn og hljómsveitir, þá er hann einnig með mikið tenglasafn á síðunni þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar tengdar tónlistarheiminum.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira