Íslenski boltinn

Leitaði ráða hjá Ara Frey Skúlasyni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ari Freyr Skúlason í baráttu við Gareth Bale.
Ari Freyr Skúlason í baráttu við Gareth Bale. Vísir/Getty
Jacob Schoop skoraði í sínum fyrsta leik með KR í Pepsi-deildinni en hann var ekki að spila með Íslendingum í fyrsta sinn á mánudagskvöldið.

Hjá OB í Óðinsvéum spilaði Schoop með tveimur íslenskum landsliðsmönnum; Ara Frey Skúlasyni og Hallgrími Jónassyni. Ari Freyr hefur klifið metorðastigann hratt hjá félaginu og var gerður að fyrirliða þess í fyrra.

„Ari er virkilega flottur gaur. Ég leitaði ráða hjá honum varðandi komuna til Íslands. Hann sagði að hér væru möguleikar fyrir mig,“ segir Schoop sem segir Ara Frey mikils virtan hjá danska félaginu.

„Ari er flottur karakter og mjög virtur hjá OB. Hann átti góða fyrstu leiktíð og var gerður að fyrirliða. Hann hefur spilað bæði á miðjunni og í vinstri bakverðinum, en hann er meira í bakverðinum núna og stendur sig vel,“ segir Jacob Schoop.


Tengdar fréttir

Nýtum frídagana til að skoða landið

Daninn Jacob Schoop skoraði í sínum fyrsta leik fyrir KR í Pepsi-deildinni. Fékk fá tækifæri hjá OB og var spenntur fyrir að koma til Íslands. Veiktist tveimur dögum fyrir leikinn gegn FH og gat ekki klárað hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×