Ekki meira eldvatn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. maí 2015 11:30 Morðin í Skálholti Stella Blómkvist Mál og menning Sögurnar af lögfræðingnum Stellu Blómkvist voru skemmtileg viðbót við annars fáskrúðuga glæpasagnaflóru á Íslandi þegar fyrsta bókin, Morðið í Stjórnarráðinu, kom út árið 1997. Síðan hefur mikið eldvatn runnið um kverkar, glæpasagan íslenska fullorðnast og, það sem meira er, tíminn hefur breytt þeim kröfum sem lesendur gera til góðra glæpasagna. Af því virðist höfundur Stellu hafa misst og heldur sig enn við gömlu formúluna í nýjustu bókinni, Morðin í Skálholti. Hér er á ferðinni klassísk Stella, enn með öllum útjöskuðu frösunum og hin, að eigin áliti, ofurtöffaða aðalhetja föst í sama fari og talsmáta. Það er pínlegt að enginn skuli hafa bent höfundinum á að rúmlega fertugar konur árið 2015 hugsa og tala ekki eins og sjötugur karl. Hér vantar endurmenntun og tímabært að beina þeirri ábendingu til höfundar að bæta nokkrum hressum konum um fertugt á vinalistann áður en hann skrifar næstu bók. Málin sem Stella fæst við í Morðunum í Skálholti eru ekki smá í sniðum; tvöfalt morð, tvö mannshvörf, njósnir sjálfstæðismanna um vinstri sinnaða á kaldastríðsárunum, faðernispróf á dóttur Stellu og deyjandi móðir, en það er eins og höfundur hafi ekki nægan áhuga á glæpunum til að fylgja þeim almennilega eftir, eða kannski frekar að þeir séu of margir til að hann nái að gera hverja rannsókn fyrir sig nægilega spennandi til að halda athygli lesandans. Jafnvel Stella sjálf virðist missa áhugann í miðju kafi og skellir sér í frí til Flórída í miðri morðrannsókn. Af sjálfu leiðir að erfitt er að æsa upp spennu þegar höfundurinn og söguhetjan halda ekki áhuga á viðfangsefninu. Hér eru þó stór mál undir og gremjulegt hvílíka fljótaskrift þau fá í meðförum höfundar. Stelluaðdáendur munu þó án efa njóta þess að lesa þessa bók, hún er steypt í nákvæmlega sama mót og allar hinar bækurnar um konuna á silfurfáknum, sem kallar eigið hár gersemi, drekkur sitt eldvatn frá Tennessee, kallar lögreglumenn prúðupilta (!), hlutgerir konur sem hún á samskipti við og virðist hafa misst af síðustu tuttugu árum. Við hin yppum öxlum og snúum okkur að því að lesa glæpasögur með meira kjöti á beinunum.Niðurstaða: Klassísk Stellusaga með tilheyrandi talsmáta, en ekki nægilega fókuseruð og heldur ekki spennu. Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Morðin í Skálholti Stella Blómkvist Mál og menning Sögurnar af lögfræðingnum Stellu Blómkvist voru skemmtileg viðbót við annars fáskrúðuga glæpasagnaflóru á Íslandi þegar fyrsta bókin, Morðið í Stjórnarráðinu, kom út árið 1997. Síðan hefur mikið eldvatn runnið um kverkar, glæpasagan íslenska fullorðnast og, það sem meira er, tíminn hefur breytt þeim kröfum sem lesendur gera til góðra glæpasagna. Af því virðist höfundur Stellu hafa misst og heldur sig enn við gömlu formúluna í nýjustu bókinni, Morðin í Skálholti. Hér er á ferðinni klassísk Stella, enn með öllum útjöskuðu frösunum og hin, að eigin áliti, ofurtöffaða aðalhetja föst í sama fari og talsmáta. Það er pínlegt að enginn skuli hafa bent höfundinum á að rúmlega fertugar konur árið 2015 hugsa og tala ekki eins og sjötugur karl. Hér vantar endurmenntun og tímabært að beina þeirri ábendingu til höfundar að bæta nokkrum hressum konum um fertugt á vinalistann áður en hann skrifar næstu bók. Málin sem Stella fæst við í Morðunum í Skálholti eru ekki smá í sniðum; tvöfalt morð, tvö mannshvörf, njósnir sjálfstæðismanna um vinstri sinnaða á kaldastríðsárunum, faðernispróf á dóttur Stellu og deyjandi móðir, en það er eins og höfundur hafi ekki nægan áhuga á glæpunum til að fylgja þeim almennilega eftir, eða kannski frekar að þeir séu of margir til að hann nái að gera hverja rannsókn fyrir sig nægilega spennandi til að halda athygli lesandans. Jafnvel Stella sjálf virðist missa áhugann í miðju kafi og skellir sér í frí til Flórída í miðri morðrannsókn. Af sjálfu leiðir að erfitt er að æsa upp spennu þegar höfundurinn og söguhetjan halda ekki áhuga á viðfangsefninu. Hér eru þó stór mál undir og gremjulegt hvílíka fljótaskrift þau fá í meðförum höfundar. Stelluaðdáendur munu þó án efa njóta þess að lesa þessa bók, hún er steypt í nákvæmlega sama mót og allar hinar bækurnar um konuna á silfurfáknum, sem kallar eigið hár gersemi, drekkur sitt eldvatn frá Tennessee, kallar lögreglumenn prúðupilta (!), hlutgerir konur sem hún á samskipti við og virðist hafa misst af síðustu tuttugu árum. Við hin yppum öxlum og snúum okkur að því að lesa glæpasögur með meira kjöti á beinunum.Niðurstaða: Klassísk Stellusaga með tilheyrandi talsmáta, en ekki nægilega fókuseruð og heldur ekki spennu.
Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira