Lífið

Þrælgaman að fá að leikstýra Tom Hanks

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Carly Rae og Tom Hanks í góðum gír við upptökur á myndbandi við lagið I Really Like You. Það er greinilega nóg um að vera hjá kanadísku söngkonunni.
Carly Rae og Tom Hanks í góðum gír við upptökur á myndbandi við lagið I Really Like You. Það er greinilega nóg um að vera hjá kanadísku söngkonunni. Mynd/Getty
Kanadíska söngkonan Carly Rae Jepsen er sjálfsagt best þekkt fyrir lagið Call Me Maybe sem kom út árið 2012 og átti talsverðum vinsældum að fagna.

Nú hefur hún sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið I Really Like You og er leikarinn Tom Hanks í einu hlutverkanna í myndbandi við lagið en Jepsen sagði í viðtali við People Magazine á dögunum að það hefði verið frábært að leikstýra Hanks.

Söngkonan sagði að hún hefði ekki hræðst að leikstýra Hanks þrátt fyrir gríðarmikla reynslu leikarans sem leikið hefur í fjölmörgum kvikmyndum á ferlinum og meðal annars unnið til Óskarsverðlauna.

Jespen er oft á tíðum borin saman við söngkonuna Carly Simon og segir það mikið hrós, í viðtalinu við People sagðist hún hafa spjallað við Simon nokkrum sinnum símleiðis og það gæti vel verið að þær væru að plana eitthvað óvænt fyrir aðdáendur seinna á árinu.

Hér má sjá myndbandið við I Really Like You:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.