Árni & Kinsky leikstýra myndbandinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 09:00 Of Monsters and Men nýtur mikilla vinsælda víða. Hér má sjá sveitina á sviði í Ástralíu. nordicphotos/getty Mikil viðhöfn var þegar myndbandið við lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men var tekið upp um helgina hér á landi. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvernig tökum var háttað og sagðist fjöldi fólks sem kom að tökunum ekki geta tjáð sig um málið. Á Instagram-síðu sveitarinnar var birt mynd af orðsendingu til þeirra sem störfuðu við gerð myndbandsins og þeir beðnir að deila ekki myndum af tökustað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var stærstur hluti myndbandsins tekinn upp í upptökuveri Saga Film við Laugaveg. Þar var komið upp sviðsmynd sem leit út eins og eins konar gangverk sem hljómsveitin lék innan í. Starfsmenn sem unnu að gerð myndbandsins fengu ekki að vita hvernig sviðsmyndin átti að birtast í myndbandinu sjálfu, né hvert heildarkonsept myndbandsins væri. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að mikil möl hafi verið notuð við gerð myndbandsins og hafi lítil grafa verið notuð til þess að flytja mölina inn í myndverið.Tvíeykið Árni & Kinsky sér um leikstjórn myndbandsins. Árni og Kinsky eru þeir Stefán Árni Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson, fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Gus Gus. Þeir hafa leikstýrt myndböndum ensku sveitanna Placebo, The Editors og Florence and the Machine. Þeir hafa einnig leikstýrt fjölda myndbanda fyrir Sigur Rós og gerðu nýjasta myndband írska söngvarans Damiens Rice. Auk leikstjóranna tveggja hafði fyrirtækið True North aðkomu að gerð myndbandsins. Stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir vann einnig við gerð þess. Hrafnhildur hefur mikla reynslu af stíliseringu og starfar í tískugeiranum, fyrir fyrirtækið JÖR. Auk þess var nokkur fjöldi bandarískra starfsmanna staddur hér á landi í tengslum við upptökurnar. Þegar mest var mátti telja um fjörutíu manns í myndverinu og ljóst að lítið var til sparað við gerð myndbandsins, enda Of Monsters and Men heimsþekkt hljómsveit sem nýtur mikilla vinsælda víða.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem tvíeykið Árni & Kinsky gerði. Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Mikil viðhöfn var þegar myndbandið við lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men var tekið upp um helgina hér á landi. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvernig tökum var háttað og sagðist fjöldi fólks sem kom að tökunum ekki geta tjáð sig um málið. Á Instagram-síðu sveitarinnar var birt mynd af orðsendingu til þeirra sem störfuðu við gerð myndbandsins og þeir beðnir að deila ekki myndum af tökustað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var stærstur hluti myndbandsins tekinn upp í upptökuveri Saga Film við Laugaveg. Þar var komið upp sviðsmynd sem leit út eins og eins konar gangverk sem hljómsveitin lék innan í. Starfsmenn sem unnu að gerð myndbandsins fengu ekki að vita hvernig sviðsmyndin átti að birtast í myndbandinu sjálfu, né hvert heildarkonsept myndbandsins væri. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að mikil möl hafi verið notuð við gerð myndbandsins og hafi lítil grafa verið notuð til þess að flytja mölina inn í myndverið.Tvíeykið Árni & Kinsky sér um leikstjórn myndbandsins. Árni og Kinsky eru þeir Stefán Árni Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson, fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Gus Gus. Þeir hafa leikstýrt myndböndum ensku sveitanna Placebo, The Editors og Florence and the Machine. Þeir hafa einnig leikstýrt fjölda myndbanda fyrir Sigur Rós og gerðu nýjasta myndband írska söngvarans Damiens Rice. Auk leikstjóranna tveggja hafði fyrirtækið True North aðkomu að gerð myndbandsins. Stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir vann einnig við gerð þess. Hrafnhildur hefur mikla reynslu af stíliseringu og starfar í tískugeiranum, fyrir fyrirtækið JÖR. Auk þess var nokkur fjöldi bandarískra starfsmanna staddur hér á landi í tengslum við upptökurnar. Þegar mest var mátti telja um fjörutíu manns í myndverinu og ljóst að lítið var til sparað við gerð myndbandsins, enda Of Monsters and Men heimsþekkt hljómsveit sem nýtur mikilla vinsælda víða.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem tvíeykið Árni & Kinsky gerði.
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira