Rokka í stað þess að golfa Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. apríl 2015 11:30 Hér er sveitin fyrir framan Landspítalann, en plata hennar heitir einmitt Óskalög sjúklinga. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Heiðar Ingi Svansson, Karl Örvarsson og Magnús Magnússon. vísir/vilhelm Þeir eiga samtals fjórtán börn, einn meðlimurinn barnabarn og er annað á leiðinni. Þeir kalla sig Trúboðana, spila rokk og vilja berjast gegn stöðnun í lífi sínu. „Þegar ég komst á ákveðinn aldur leið mér eins og væri verið að slökkva á mér,“ segir Heiðar Ingi Svansson, sem fékk hugmyndina að því að stofna rokksveit, þrátt fyrir að vera eldri en flestir aðrir rokkarar. Hann fékk þá Guðmund Jónsson, gítarleikara úr Sálinni hans Jóns míns, söngvarann þjóðþekkta Karl Örvarsson og trommarann Magnús Magnússon til þess að leika rokk einu sinni í viku. „Upphaflega hugmyndin var bara að koma saman og spila smá rokk og ról. Ég sannfærði félaga mína um að þetta væri sniðugri leið til þess að eyða tímanum en að stunda golf, fara í Oddfellow eða ganga í Frímúrararegluna. Nafnið kemur svo þannig til að fyrir okkur er þessi spilamennska ekki val heldur innri þörf sem stundum af jafnmikilli ástríðu og trúboðar sem boða trú sína. Meðlimirnir eiga samtals fjórtán börn og á Heiðar sjálfur eitt barnabarn. „Og annað rétt ókomið,“ bætir hann við.Sveitin sendir nú frá sér sína fyrstu breiðskífu. „Þetta er afrakstur samstarfs okkar. Við ætluðum okkur ekki að gefa út efni í upphafi, en þeir sem heyrðu lögin okkar hvöttu okkur til að gefa þetta út. Leyfa fleirum en þeim sem vinna kvöldvaktir á bifreiðaverkstæðinu við hliðina á æfingahúsnæðinu okkar að heyra lögin.“ Á plötunni, sem ber titilinn Óskalög sjúklinga, má heyra tíu frumsamin lög. Rokkararnir gefa plötuna út sjálfir og geta áhugasamir fundið þá í gegnum vefsíðuna Karolina Fund og keypt plötuna þar. „Við köllum þetta fyrirkomulag „beint frá bandi“,“ útskýrir Heiðar og vísar þar í hugtakið beint frá býli, þegar fólk kaupir ferskar vörur frá bændum. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þeir eiga samtals fjórtán börn, einn meðlimurinn barnabarn og er annað á leiðinni. Þeir kalla sig Trúboðana, spila rokk og vilja berjast gegn stöðnun í lífi sínu. „Þegar ég komst á ákveðinn aldur leið mér eins og væri verið að slökkva á mér,“ segir Heiðar Ingi Svansson, sem fékk hugmyndina að því að stofna rokksveit, þrátt fyrir að vera eldri en flestir aðrir rokkarar. Hann fékk þá Guðmund Jónsson, gítarleikara úr Sálinni hans Jóns míns, söngvarann þjóðþekkta Karl Örvarsson og trommarann Magnús Magnússon til þess að leika rokk einu sinni í viku. „Upphaflega hugmyndin var bara að koma saman og spila smá rokk og ról. Ég sannfærði félaga mína um að þetta væri sniðugri leið til þess að eyða tímanum en að stunda golf, fara í Oddfellow eða ganga í Frímúrararegluna. Nafnið kemur svo þannig til að fyrir okkur er þessi spilamennska ekki val heldur innri þörf sem stundum af jafnmikilli ástríðu og trúboðar sem boða trú sína. Meðlimirnir eiga samtals fjórtán börn og á Heiðar sjálfur eitt barnabarn. „Og annað rétt ókomið,“ bætir hann við.Sveitin sendir nú frá sér sína fyrstu breiðskífu. „Þetta er afrakstur samstarfs okkar. Við ætluðum okkur ekki að gefa út efni í upphafi, en þeir sem heyrðu lögin okkar hvöttu okkur til að gefa þetta út. Leyfa fleirum en þeim sem vinna kvöldvaktir á bifreiðaverkstæðinu við hliðina á æfingahúsnæðinu okkar að heyra lögin.“ Á plötunni, sem ber titilinn Óskalög sjúklinga, má heyra tíu frumsamin lög. Rokkararnir gefa plötuna út sjálfir og geta áhugasamir fundið þá í gegnum vefsíðuna Karolina Fund og keypt plötuna þar. „Við köllum þetta fyrirkomulag „beint frá bandi“,“ útskýrir Heiðar og vísar þar í hugtakið beint frá býli, þegar fólk kaupir ferskar vörur frá bændum.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira