Dagblað segir fréttir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 11. apríl 2015 07:00 Fréttablaðið hefur undanfarnar vikur sagt fréttir af dómsmálum sem rót eiga að rekja til bankahrunsins. Þar er um mikilvæg mál að ræða sem snúast öðrum þræði um merkilegt tímabil í Íslandssögunni. Það væri undir eðlilegum kringumstæðum ekki sérstakt tilefni til leiðaraskrifa að dagblað hefði sagt fréttir. En viðbrögðin gefa tilefnið. Fyrri fréttin sem hér er vísað í lýtur að ásökunum héraðsdómara um að sérstakur saksóknari hafi logið til um að hafa ekki vitað að Sverrir Ólafsson, meðdómandi í Aurum-málinu svokallaða, hafi verið bróðir Ólafs Ólafssonar eins ákærðu og síðar dæmdu í Al Thani-málinu. Saksóknarinn hefur nú gert kröfu um að héraðsdómurinn verði ógiltur á grundvelli vanhæfis Sverris. Það er einsdæmi í íslenskri réttarsögu að sitjandi dómari tjái sig með þessum hætti, og raunar muna reyndustu menn ekki eftir viðlíka ásökunum á hendur handhafa ákæruvalds. Er það ekki frétt? Síðari fréttin var unnin upp úr grein Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu Ólafs Ólafssonar, þar sem hún segir að símtal, sem er ein forsendna sakfellingar Ólafs í Hæstarétti, hafi alls ekki verið við Ólaf Ólafsson, heldur allt annan „Óla“. Fréttablaðið tók enga afstöðu í þessu máli, frekar en öðrum, heldur vann frétt upp úr grein Ingibjargar, og reyndi eftir megni að afla gagna um hvort ávirðingar hennar væru á rökum reistar. Svo reyndist vera. Er það ekki frétt? Einhver spurði hvort það væri réttarmorð að dæma bankamenn í fangelsi. Svarið við því er: Það fer eftir ýmsu. Ef farið er að leikreglum og vandað til verka þá er það auðvitað ekki réttarmorð. Fjölmiðlum ber skylda til að segja frá því þegar málsmeðferð eða framgöngu valdhafa í opinberum málum er ábótavant. Þess vegna er það frétt þegar héraðsdómari sakar saksóknara um lygar, og þegar í ljós kemur að Hæstiréttur hefur farið mannavillt. Í slíkum frásögnum felast engar ásakanir um réttarmorð. Fréttablaðið tekur enga afstöðu til þess, heldur gegnir því hlutverki sem fjölmiðlar eiga að gegna. Að segja fréttir og veita handhöfum opinbers valds aðhald. Aðrir geta svo dregið sínar ályktanir. Sumum er tamt að reyna að lesa sérstaka fyrirætlan eða tilgang úr fréttaflutningi. Þá er gjarnan rýnt í fortíð fólks. Hvar hefur það unnið, hverjir eru vinir þess, hvaða flokk kýs það? Morgunblaðið fellur í þessa gryfju. Margur heldur mig sig. Fréttablaðið getur fullvissað lesendur um að það er ekki á neinni slíkri vegferð. Það segir fréttir, allar fréttir ekki bara sumar, og reynir að hafa þær sannar, hlutlausar og upplýsandi. Vitaskuld er nauðsynlegt að þeir atburðir sem hér urðu á haustdögum 2008 séu gerðir upp. Dómsmál eru óhjákvæmilegur fylgifiskur. En ekki má falla í þá gryfju að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram, heldur verður að láta þær reglur sem samfélagið hefur sett sér skera úr um sekt eða sýknu. Frá því má engan afslátt gefa. Vilmundur Gylfason, fyrrum þingmaður og ráðherra, kallaði fjölmiðla varðhunda lýðræðisins. Það væri heldur bitlaus varðhundur sem ekki gelti, þegar handhöfum opinbers valds verður á í messunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Fréttablaðið hefur undanfarnar vikur sagt fréttir af dómsmálum sem rót eiga að rekja til bankahrunsins. Þar er um mikilvæg mál að ræða sem snúast öðrum þræði um merkilegt tímabil í Íslandssögunni. Það væri undir eðlilegum kringumstæðum ekki sérstakt tilefni til leiðaraskrifa að dagblað hefði sagt fréttir. En viðbrögðin gefa tilefnið. Fyrri fréttin sem hér er vísað í lýtur að ásökunum héraðsdómara um að sérstakur saksóknari hafi logið til um að hafa ekki vitað að Sverrir Ólafsson, meðdómandi í Aurum-málinu svokallaða, hafi verið bróðir Ólafs Ólafssonar eins ákærðu og síðar dæmdu í Al Thani-málinu. Saksóknarinn hefur nú gert kröfu um að héraðsdómurinn verði ógiltur á grundvelli vanhæfis Sverris. Það er einsdæmi í íslenskri réttarsögu að sitjandi dómari tjái sig með þessum hætti, og raunar muna reyndustu menn ekki eftir viðlíka ásökunum á hendur handhafa ákæruvalds. Er það ekki frétt? Síðari fréttin var unnin upp úr grein Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu Ólafs Ólafssonar, þar sem hún segir að símtal, sem er ein forsendna sakfellingar Ólafs í Hæstarétti, hafi alls ekki verið við Ólaf Ólafsson, heldur allt annan „Óla“. Fréttablaðið tók enga afstöðu í þessu máli, frekar en öðrum, heldur vann frétt upp úr grein Ingibjargar, og reyndi eftir megni að afla gagna um hvort ávirðingar hennar væru á rökum reistar. Svo reyndist vera. Er það ekki frétt? Einhver spurði hvort það væri réttarmorð að dæma bankamenn í fangelsi. Svarið við því er: Það fer eftir ýmsu. Ef farið er að leikreglum og vandað til verka þá er það auðvitað ekki réttarmorð. Fjölmiðlum ber skylda til að segja frá því þegar málsmeðferð eða framgöngu valdhafa í opinberum málum er ábótavant. Þess vegna er það frétt þegar héraðsdómari sakar saksóknara um lygar, og þegar í ljós kemur að Hæstiréttur hefur farið mannavillt. Í slíkum frásögnum felast engar ásakanir um réttarmorð. Fréttablaðið tekur enga afstöðu til þess, heldur gegnir því hlutverki sem fjölmiðlar eiga að gegna. Að segja fréttir og veita handhöfum opinbers valds aðhald. Aðrir geta svo dregið sínar ályktanir. Sumum er tamt að reyna að lesa sérstaka fyrirætlan eða tilgang úr fréttaflutningi. Þá er gjarnan rýnt í fortíð fólks. Hvar hefur það unnið, hverjir eru vinir þess, hvaða flokk kýs það? Morgunblaðið fellur í þessa gryfju. Margur heldur mig sig. Fréttablaðið getur fullvissað lesendur um að það er ekki á neinni slíkri vegferð. Það segir fréttir, allar fréttir ekki bara sumar, og reynir að hafa þær sannar, hlutlausar og upplýsandi. Vitaskuld er nauðsynlegt að þeir atburðir sem hér urðu á haustdögum 2008 séu gerðir upp. Dómsmál eru óhjákvæmilegur fylgifiskur. En ekki má falla í þá gryfju að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram, heldur verður að láta þær reglur sem samfélagið hefur sett sér skera úr um sekt eða sýknu. Frá því má engan afslátt gefa. Vilmundur Gylfason, fyrrum þingmaður og ráðherra, kallaði fjölmiðla varðhunda lýðræðisins. Það væri heldur bitlaus varðhundur sem ekki gelti, þegar handhöfum opinbers valds verður á í messunni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun