Leiðsögumaður um Passíusálmana Magnús Guðmundsson skrifar 4. apríl 2015 11:30 Mörður Árnason íslenskufræðingur er útgefandi og leiðsögumaður í 92. útgáfu Passíusálmanna. Visir/Vilhelm Það telst kannski ekki til tíðinda að Passíusálmar Hallgríms Péturssonar komi út á Íslandi. Passíusálmarnir eru eitt örfárra bókmenntaverka íslenskra höfunda sem samfellt hafa verið til á bókamarkaði frá fyrstu útgáfu. Á næsta ári verða liðin 350 ár frá því að Passíusálmarnir komu fyrst út á Hólum í Hjaltadal en þeir voru fyrst gefnir þar út árið 1666. Nú er komin á markað 92. útgáfa Passíusálmanna og er útgefandi og leiðsögumaður Mörður Árnason íslenskufræðingur. Mörður setur efni sálmanna fram með nýjum hætti og leitast við að leiða lesandann um þetta meistaraverk í sögu íslenskra bókmennta. „Í raun varð þessi útfærsla til á milli mín og Kristjáns B. Jónassonar, útgefanda hjá Crymogeu. Ég átti síðan mjög gott samstarf við Birnu Geirfinnsdóttur bókahönnuð,“ segir Mörður sem unnið hefur að útgáfunni síðasta árið. „Grunnurinn að þessu er að Passíusálmarnir eru auðvitað aðgengilegir og skiljanlegir, sérstaklega stöku vers en þegar horft er á þetta mikla verk í heild verður erfiðara að halda yfirsýn. Sálmarnir eru frá 17. öld sem er orðin okkur nokkuð fjarri og því getur verið gott að fá kannski smá aðstoð. Það er mikilvægt að hafa í huga að heimssýnin og lífsbaráttan var allt önnur en hún er í dag og því reyndi ég að nálgast verkefnið með tvö meginmarkmið að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að flytja Passíusálmana til okkar tíma með texta og skýringum og í öðru lagi að flytja lesendur til 17. aldar með því að hrífa þá með í ferðalagi um þetta einstaka bókmenntaverk. Ég reyni að gæta þess að flækjast ekki fyrir heldur koma að þessu sem leiðsögumaður. Gefa ábendingar um það sem gæti verið gaman fyrir lesandann að gefa nánari gaum, koma á framfæri ýmsum kenningum og fróðleik en lesandinn á alltaf að ráða för og njóta ferðarinnar. Verkið kann að þykja nýstárlegt en er í raun og veru mjög gamaldags ritstýring. Ég er ekki að róta í ævi skáldsins eða skapgerðareinkennum. Reyni fremur að skýra textann og setja lesandann inn í tíðaranda, Biblíuna, bragfræðina og sitthvað fleira.“Mörður bendir á að kristin trú sé að sjálfsögðu kjarni Passíusálmanna. „En þeir eru ekki eingöngu trúarrit. Þetta eru heimsbókmenntir. Sagan sem greinir frá í sálmunum, sjálf píslarsagan, er ein sú kunnasta í veröldinni og gríðarlega dramatísk. Útleggingar Hallgríms eru frábærar og þarna er að finna einstaklega fallega, ljóðræna kafla sveipaða dulúð. Þarna er líka ýmislegt sem kemur á óvart því það er ákveðinn framandleiki sem sautjánda öldin skapar. Ég býð því lesandanum upp á stutta kafla sem tengjast við stöku sálma um mál og stíl, bragarhætti og persónur. Þarna er til að mynda að finna kafla um Pílatus sem má segja að sé stærsta aukapersónan og kafla um gyðinga og hvort að beri á hugsanlegri andúð í þeirra garð í sálmunum. Þannig að þarna er að finna sitt af hverju tagi fyrir fróðleiksfúsa og ég vona að bókin hjálpi sem flestum til þess að njóta sálmanna betur.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Það telst kannski ekki til tíðinda að Passíusálmar Hallgríms Péturssonar komi út á Íslandi. Passíusálmarnir eru eitt örfárra bókmenntaverka íslenskra höfunda sem samfellt hafa verið til á bókamarkaði frá fyrstu útgáfu. Á næsta ári verða liðin 350 ár frá því að Passíusálmarnir komu fyrst út á Hólum í Hjaltadal en þeir voru fyrst gefnir þar út árið 1666. Nú er komin á markað 92. útgáfa Passíusálmanna og er útgefandi og leiðsögumaður Mörður Árnason íslenskufræðingur. Mörður setur efni sálmanna fram með nýjum hætti og leitast við að leiða lesandann um þetta meistaraverk í sögu íslenskra bókmennta. „Í raun varð þessi útfærsla til á milli mín og Kristjáns B. Jónassonar, útgefanda hjá Crymogeu. Ég átti síðan mjög gott samstarf við Birnu Geirfinnsdóttur bókahönnuð,“ segir Mörður sem unnið hefur að útgáfunni síðasta árið. „Grunnurinn að þessu er að Passíusálmarnir eru auðvitað aðgengilegir og skiljanlegir, sérstaklega stöku vers en þegar horft er á þetta mikla verk í heild verður erfiðara að halda yfirsýn. Sálmarnir eru frá 17. öld sem er orðin okkur nokkuð fjarri og því getur verið gott að fá kannski smá aðstoð. Það er mikilvægt að hafa í huga að heimssýnin og lífsbaráttan var allt önnur en hún er í dag og því reyndi ég að nálgast verkefnið með tvö meginmarkmið að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að flytja Passíusálmana til okkar tíma með texta og skýringum og í öðru lagi að flytja lesendur til 17. aldar með því að hrífa þá með í ferðalagi um þetta einstaka bókmenntaverk. Ég reyni að gæta þess að flækjast ekki fyrir heldur koma að þessu sem leiðsögumaður. Gefa ábendingar um það sem gæti verið gaman fyrir lesandann að gefa nánari gaum, koma á framfæri ýmsum kenningum og fróðleik en lesandinn á alltaf að ráða för og njóta ferðarinnar. Verkið kann að þykja nýstárlegt en er í raun og veru mjög gamaldags ritstýring. Ég er ekki að róta í ævi skáldsins eða skapgerðareinkennum. Reyni fremur að skýra textann og setja lesandann inn í tíðaranda, Biblíuna, bragfræðina og sitthvað fleira.“Mörður bendir á að kristin trú sé að sjálfsögðu kjarni Passíusálmanna. „En þeir eru ekki eingöngu trúarrit. Þetta eru heimsbókmenntir. Sagan sem greinir frá í sálmunum, sjálf píslarsagan, er ein sú kunnasta í veröldinni og gríðarlega dramatísk. Útleggingar Hallgríms eru frábærar og þarna er að finna einstaklega fallega, ljóðræna kafla sveipaða dulúð. Þarna er líka ýmislegt sem kemur á óvart því það er ákveðinn framandleiki sem sautjánda öldin skapar. Ég býð því lesandanum upp á stutta kafla sem tengjast við stöku sálma um mál og stíl, bragarhætti og persónur. Þarna er til að mynda að finna kafla um Pílatus sem má segja að sé stærsta aukapersónan og kafla um gyðinga og hvort að beri á hugsanlegri andúð í þeirra garð í sálmunum. Þannig að þarna er að finna sitt af hverju tagi fyrir fróðleiksfúsa og ég vona að bókin hjálpi sem flestum til þess að njóta sálmanna betur.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira