Haldið upp á hamingjuna Rikka skrifar 29. mars 2015 12:00 Vísir/Getty Undanfarin tvö ár hafa alþjóðasamtökin Sameinuðu þjóðirnar haldið hátíðlega upp á dag hamingjunnar þann 20. mars. Markmiðið með deginum er að vekja fólk til umhugsunar um hamingjuna, hvort sem hún kemur í stórum eða litlum pökkum. Leitin að hamingjunni er eilífðarverkefni og rauði þráðurinn í lífi margra. Oft á tíðum erum við þó svo upptekin af því að verða hamingjusöm í framtíðinni að það gleymist að vera hamingjusöm hér og nú og þakklát fyrir það sem við höfum núna. Það sem gerir okkur mannfólkið svo áhugavert er hversu ólík við erum og þar af leiðandi skilgreinum við lífsins langanir á eins ólíkan hátt og við erum mörg. Hamingjuna er hægt að skilgreina út frá veraldlegum upplifunum og hlutum en einnig huglægri hamingju. Sjálfsagt er það eins og með allt annað í lífinu að jafnvægi á milli þessara tveggja póla er ákjósanlegast en hver og einn verður að meta það út frá sinni persónulegu skilgreiningu. Rannsóknir hafa þó sýnt að það eru ákveðnar athafnir og upplifanir sem gera okkur hamingjusamari en aðrar. Við skulum rýna örstutt í þá punkta sem sannað er að eigi sinn þátt í að gera mannfólkið hamingjusamt.Þakklæti Þetta litla orð þakklæti hefur ansi mögnuð áhrif og ekki bara á okkur sjálf og eigin hamingju heldur á aðra í kringum okkur. Þeir sem eru þakklátir eiga í betri samskiptum og gera þar af leiðandi aðra í kring hamingjusamari. Þakklæti hefur svokölluð dómínó-áhrif út í þjóðfélagið og skilar sér margfalt til baka. Vendu þig á að skrifa niður í lok dags eitthvað þrennt sem átti sér stað fyrr um daginn og þú getur verið þakklát fyrir.Umkringdu þig Góðir vinir eru gulls ígildi. Þeir sem eru duglegir að styrkja vinaböndin eru hamingjusamari, punktur. Að fá að taka þátt í lífi vinar í sorg og gleði er verðmætt og því mikilvægt að rækta vinskap eins mikið og tækifæri gefst. Umkringdu þig skemmtilegu og jákvæðu fólki í vinnunni. Gleði er smitandi.Jákvæðni Er glasið hálftómt eða hálffullt? Þeir sem venja sig á að hugsa jákvætt eru hamingjusamir. Lífið mun alltaf senda þér verkefni og þá er það undir þér komið hvernig þú tekst á við þau.Litlu hlutirnir Stundum eru það litlu hlutirnir og dagsdaglegar athafnir sem gera okkur hamingjusöm. Göngutúr, lestur, líkamsæfingar, reglulegur svefn eða jafnvel að skoða gömul myndaalbúm. Gerðu meira af því sem er gefandi og þér finnst skemmtilegt. Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa alþjóðasamtökin Sameinuðu þjóðirnar haldið hátíðlega upp á dag hamingjunnar þann 20. mars. Markmiðið með deginum er að vekja fólk til umhugsunar um hamingjuna, hvort sem hún kemur í stórum eða litlum pökkum. Leitin að hamingjunni er eilífðarverkefni og rauði þráðurinn í lífi margra. Oft á tíðum erum við þó svo upptekin af því að verða hamingjusöm í framtíðinni að það gleymist að vera hamingjusöm hér og nú og þakklát fyrir það sem við höfum núna. Það sem gerir okkur mannfólkið svo áhugavert er hversu ólík við erum og þar af leiðandi skilgreinum við lífsins langanir á eins ólíkan hátt og við erum mörg. Hamingjuna er hægt að skilgreina út frá veraldlegum upplifunum og hlutum en einnig huglægri hamingju. Sjálfsagt er það eins og með allt annað í lífinu að jafnvægi á milli þessara tveggja póla er ákjósanlegast en hver og einn verður að meta það út frá sinni persónulegu skilgreiningu. Rannsóknir hafa þó sýnt að það eru ákveðnar athafnir og upplifanir sem gera okkur hamingjusamari en aðrar. Við skulum rýna örstutt í þá punkta sem sannað er að eigi sinn þátt í að gera mannfólkið hamingjusamt.Þakklæti Þetta litla orð þakklæti hefur ansi mögnuð áhrif og ekki bara á okkur sjálf og eigin hamingju heldur á aðra í kringum okkur. Þeir sem eru þakklátir eiga í betri samskiptum og gera þar af leiðandi aðra í kring hamingjusamari. Þakklæti hefur svokölluð dómínó-áhrif út í þjóðfélagið og skilar sér margfalt til baka. Vendu þig á að skrifa niður í lok dags eitthvað þrennt sem átti sér stað fyrr um daginn og þú getur verið þakklát fyrir.Umkringdu þig Góðir vinir eru gulls ígildi. Þeir sem eru duglegir að styrkja vinaböndin eru hamingjusamari, punktur. Að fá að taka þátt í lífi vinar í sorg og gleði er verðmætt og því mikilvægt að rækta vinskap eins mikið og tækifæri gefst. Umkringdu þig skemmtilegu og jákvæðu fólki í vinnunni. Gleði er smitandi.Jákvæðni Er glasið hálftómt eða hálffullt? Þeir sem venja sig á að hugsa jákvætt eru hamingjusamir. Lífið mun alltaf senda þér verkefni og þá er það undir þér komið hvernig þú tekst á við þau.Litlu hlutirnir Stundum eru það litlu hlutirnir og dagsdaglegar athafnir sem gera okkur hamingjusöm. Göngutúr, lestur, líkamsæfingar, reglulegur svefn eða jafnvel að skoða gömul myndaalbúm. Gerðu meira af því sem er gefandi og þér finnst skemmtilegt.
Heilsa Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira