Að lofa upp í ermina á sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Ég er þannig úr garði gerður að ég hef alltaf átt auðvelt með að mynda mér skoðanir á hlutum og verið fljótur að því. En þar eru undantekningar. Ég get ómögulega gert upp við mig hvort ég eigi að styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu eða ekki. Þar vegast á of miklir hagsmunir og of mörgum álitamálum er enn ósvarað. Fyrir mér snúast hagsmunirnir þó fyrst og fremst um gjaldeyrismál. Hagsmunirnir af því að hafa krónuna og þann sveigjanleika sem fylgir henni vegast á við hagsmuni af því að nota sama gjaldmiðil og okkar helstu viðskiptalönd nota. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem kynnt er á vef stjórnarráðsins kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því að lögð yrði fram þingsályktun sem fæli í sér að aðildarumsóknin yrði afturkölluð. Ég hafði vonast til þess að ekkert yrði úr því að slík tillaga yrði lögð fram. Stærsta ástæðan var sú að á sömu þingmálaskrá voru mál sem ég taldi að skiptu meira máli fyrir þingið að yrðu afgreidd. Þingmál um framtíð húsnæðiskerfisins, þingmál um heildarendurskoðun Seðlabankans og fleira og fleira. Mér þótti líka óskynsamlegt að leggja fram slíka tillögu í ljósi þeirrar sundrungar sem sambærilegt þingmál leiddi af sér í þinginu fyrir ári. Og með þá staðreynd til hliðsjónar að slík ákvörðun er úr öllum takti við þau fyrirheit sem voru gefin í aðdraganda síðustu kosninga. Þess vegna kom það verulega á óvart að forystumenn ríkisstjórnarinnar skyldu ganga skrefinu lengra og gera tilraun til þess að afturkalla umsóknina án þess þó að spyrja þing eða þjóð álits. Og hvað sem hver segir þá var bréf utanríkisráðherra í síðustu viku ekkert annað en tilraun til þess. Rök um að bréfið hafi verið sent í þeim tilgangi að skerpa á þeirri afstöðu ríkisstjórnarinnar að hún hygðist ekki stuðla að frekari framgangi aðildarumsóknarinnar halda ekki vatni. Viðkomandi stofnunum Evrópusambandsins var fullkomlega kunnugt um þá afstöðu og það þurfti ekkert að skerpa á henni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar geta réttlætt háttalag sitt með ýmsum hætti. Þeir geta vísað í eigin sannfæringu og sagt að þeim hugnist ekki aðild að Evrópusambandinu. Þeir geta líka sagt að það sé ekki meirihlutavilji fyrir því á meðal þjóðarinnar að ganga í Evrópusambandið og því sé tilgangslaust að halda umsóknarferlinu til streitu. Og þeir geta líka byggt málflutning sinn á ályktunum eigin flokksstofnana þar sem lagst er gegn aðild að Evrópusambandinu. Allt þetta skiptir máli fyrir umræðuna. En hver sem réttlætingin yrði þá er jafn ljóst að í aðdraganda kosninga var kjósendum gefið loforð um það að ekkert yrði aðhafst varðandi aðildarumsókn að Evrópusambandinu nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Og það er áhyggjuefni þegar áhrifamestu menn í stjórnmálunum virða slík loforð ekki. Ég er því þeirrar skoðunar að umræðan á liðnum dögum um aðildarumsóknarferlið sem lagt var af stað með árið 2009 snúist minnst um það hvort rétt sé að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Hún snýst einfaldlega um heilindi. Hún snýst um það að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, gefi ekki loforð fyrir kosningar sem þeir sjálfir vita að þeir geta ómögulega staðið við þegar á reynir. Jafnvel þótt því kunni að fylgja ávinningur til skamms tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Ég er þannig úr garði gerður að ég hef alltaf átt auðvelt með að mynda mér skoðanir á hlutum og verið fljótur að því. En þar eru undantekningar. Ég get ómögulega gert upp við mig hvort ég eigi að styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu eða ekki. Þar vegast á of miklir hagsmunir og of mörgum álitamálum er enn ósvarað. Fyrir mér snúast hagsmunirnir þó fyrst og fremst um gjaldeyrismál. Hagsmunirnir af því að hafa krónuna og þann sveigjanleika sem fylgir henni vegast á við hagsmuni af því að nota sama gjaldmiðil og okkar helstu viðskiptalönd nota. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem kynnt er á vef stjórnarráðsins kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því að lögð yrði fram þingsályktun sem fæli í sér að aðildarumsóknin yrði afturkölluð. Ég hafði vonast til þess að ekkert yrði úr því að slík tillaga yrði lögð fram. Stærsta ástæðan var sú að á sömu þingmálaskrá voru mál sem ég taldi að skiptu meira máli fyrir þingið að yrðu afgreidd. Þingmál um framtíð húsnæðiskerfisins, þingmál um heildarendurskoðun Seðlabankans og fleira og fleira. Mér þótti líka óskynsamlegt að leggja fram slíka tillögu í ljósi þeirrar sundrungar sem sambærilegt þingmál leiddi af sér í þinginu fyrir ári. Og með þá staðreynd til hliðsjónar að slík ákvörðun er úr öllum takti við þau fyrirheit sem voru gefin í aðdraganda síðustu kosninga. Þess vegna kom það verulega á óvart að forystumenn ríkisstjórnarinnar skyldu ganga skrefinu lengra og gera tilraun til þess að afturkalla umsóknina án þess þó að spyrja þing eða þjóð álits. Og hvað sem hver segir þá var bréf utanríkisráðherra í síðustu viku ekkert annað en tilraun til þess. Rök um að bréfið hafi verið sent í þeim tilgangi að skerpa á þeirri afstöðu ríkisstjórnarinnar að hún hygðist ekki stuðla að frekari framgangi aðildarumsóknarinnar halda ekki vatni. Viðkomandi stofnunum Evrópusambandsins var fullkomlega kunnugt um þá afstöðu og það þurfti ekkert að skerpa á henni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar geta réttlætt háttalag sitt með ýmsum hætti. Þeir geta vísað í eigin sannfæringu og sagt að þeim hugnist ekki aðild að Evrópusambandinu. Þeir geta líka sagt að það sé ekki meirihlutavilji fyrir því á meðal þjóðarinnar að ganga í Evrópusambandið og því sé tilgangslaust að halda umsóknarferlinu til streitu. Og þeir geta líka byggt málflutning sinn á ályktunum eigin flokksstofnana þar sem lagst er gegn aðild að Evrópusambandinu. Allt þetta skiptir máli fyrir umræðuna. En hver sem réttlætingin yrði þá er jafn ljóst að í aðdraganda kosninga var kjósendum gefið loforð um það að ekkert yrði aðhafst varðandi aðildarumsókn að Evrópusambandinu nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Og það er áhyggjuefni þegar áhrifamestu menn í stjórnmálunum virða slík loforð ekki. Ég er því þeirrar skoðunar að umræðan á liðnum dögum um aðildarumsóknarferlið sem lagt var af stað með árið 2009 snúist minnst um það hvort rétt sé að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Hún snýst einfaldlega um heilindi. Hún snýst um það að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, gefi ekki loforð fyrir kosningar sem þeir sjálfir vita að þeir geta ómögulega staðið við þegar á reynir. Jafnvel þótt því kunni að fylgja ávinningur til skamms tíma.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun