Sjálfstæðisflokki er stefnt í vanda Sigurjón M. Egilsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Mörgum var brugðið þegar Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði frá sneypuför á ritstjóraskrifstofu Morgunblaðsins í von um að ritstjóri blaðsins myndi samþykkja að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn ættu samleið með þeim flokksmönnum sem eru annarrar skoðunar. Ritstjórinn hafnaði þeim og síðan hefur þannig þenkjandi fólk yfirgefið flokkinn. Ekkert hefur verið rætt um hvers vegna ekki var leitað til formannsins, Bjarna Benediktssonar. Ljóst er að sumum þeirra sem enn starfa innan Sjálfstæðisflokksins og ætla að gera áfram, er ekki skemmt yfir framgangi ríkisstjórnarinnar. Sumt af því fólki á bágt með að þola að stigið sé yfir samþykkta þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Á vefnum hringbraut.is segir að þingmaðurinn Vilhjálmur Bjarnason sé ósáttur með framganginn og í hans huga er augljóst að þarna hafi verið farið á svig við reglur og þingsköp og að líkja megi ákvörðun ráðherra við siðrof. Víst er að Vilhjálmur á skoðanasystkin innan Sjálfstæðisflokksins. Fyrrnefndur ritstjóri Morgunblaðsins gefur ekki mikið fyrir sjónarmið ámóta þeim sem Vilhjálmur heldur fram. Í forystugrein þess annars ágæta blaðs skrifar ritstjórinn: „Ekki er öll vitleysan eins í umræðunni um Evrópumálin. Því er til að mynda haldið fram að þingsályktunartillaga, sem ríkisstjórnin sem þvingaði hana í gegnum þingið fylgdi ekki sjálf, hafi einhverja þýðingu fyrir allt aðra ríkisstjórn og allt annað þing. Því er líka haldið fram að núverandi utanríkisráðherra hafi brotið gróflega af sér með því að ræða ekki við utanríkismálanefnd þingsins áður en hann framkvæmdi yfirlýsta og margrædda stefnu ríkisstjórnarinnar.“ Þar talar maður sem mark er tekið á í forystu ríkisstjórnarinnar. Maður sem hefur lengur verið forsætisráðherra en nokkur annar Íslendingur, maður sem þekkir stjórnarhættina. Hann kveður upp úr með að þingsályktun, samþykkt af Alþingi, hafi enga þýðingu milli kjörtímabila, alls ekki þegar ríkisstjórnarskipti verða. Þetta er ekkert grín. Stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, sá sem heldur ríkisstjórninni saman og um leið gangandi, siglir blindsiglingu og með öllu er óvíst hvert hann stefnir. Títtnefndur ritstjóri, sem virðist ráða hvaða fólk er í Sjálfstæðisflokknum og hvaða ekki, ætlar bersýnilega ekkert að gefa eftir. Hann er búinn að gefa tóninn. Þingsályktunin lifði ekki milli kjörtímabila. Dómur um það er fallinn og var birtur á blaðsíðu 20 í Morgunblaðinu í gær. Gert er ráð fyrir að flestir stjórnarþingmenn skipi sér í raðir með þeim stóra dómi. En aðrir? Bjarni Benediktsson, sem er jú formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi að meirihlutinn réði. Þannig virkar lýðræðið, mikið rétt. En þá verður meirihlutinn að fara eftir leikreglunum. Áhöld eru um hvort svo hafi verið gert. Minnihluti þingmanna mun berjast, sumir segja að hann muni verjast, til að fá annan dóm um málið en þann sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Á meðan hrannast upp óveðursský yfir Valhöll að Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mörgum var brugðið þegar Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði frá sneypuför á ritstjóraskrifstofu Morgunblaðsins í von um að ritstjóri blaðsins myndi samþykkja að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn ættu samleið með þeim flokksmönnum sem eru annarrar skoðunar. Ritstjórinn hafnaði þeim og síðan hefur þannig þenkjandi fólk yfirgefið flokkinn. Ekkert hefur verið rætt um hvers vegna ekki var leitað til formannsins, Bjarna Benediktssonar. Ljóst er að sumum þeirra sem enn starfa innan Sjálfstæðisflokksins og ætla að gera áfram, er ekki skemmt yfir framgangi ríkisstjórnarinnar. Sumt af því fólki á bágt með að þola að stigið sé yfir samþykkta þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Á vefnum hringbraut.is segir að þingmaðurinn Vilhjálmur Bjarnason sé ósáttur með framganginn og í hans huga er augljóst að þarna hafi verið farið á svig við reglur og þingsköp og að líkja megi ákvörðun ráðherra við siðrof. Víst er að Vilhjálmur á skoðanasystkin innan Sjálfstæðisflokksins. Fyrrnefndur ritstjóri Morgunblaðsins gefur ekki mikið fyrir sjónarmið ámóta þeim sem Vilhjálmur heldur fram. Í forystugrein þess annars ágæta blaðs skrifar ritstjórinn: „Ekki er öll vitleysan eins í umræðunni um Evrópumálin. Því er til að mynda haldið fram að þingsályktunartillaga, sem ríkisstjórnin sem þvingaði hana í gegnum þingið fylgdi ekki sjálf, hafi einhverja þýðingu fyrir allt aðra ríkisstjórn og allt annað þing. Því er líka haldið fram að núverandi utanríkisráðherra hafi brotið gróflega af sér með því að ræða ekki við utanríkismálanefnd þingsins áður en hann framkvæmdi yfirlýsta og margrædda stefnu ríkisstjórnarinnar.“ Þar talar maður sem mark er tekið á í forystu ríkisstjórnarinnar. Maður sem hefur lengur verið forsætisráðherra en nokkur annar Íslendingur, maður sem þekkir stjórnarhættina. Hann kveður upp úr með að þingsályktun, samþykkt af Alþingi, hafi enga þýðingu milli kjörtímabila, alls ekki þegar ríkisstjórnarskipti verða. Þetta er ekkert grín. Stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, sá sem heldur ríkisstjórninni saman og um leið gangandi, siglir blindsiglingu og með öllu er óvíst hvert hann stefnir. Títtnefndur ritstjóri, sem virðist ráða hvaða fólk er í Sjálfstæðisflokknum og hvaða ekki, ætlar bersýnilega ekkert að gefa eftir. Hann er búinn að gefa tóninn. Þingsályktunin lifði ekki milli kjörtímabila. Dómur um það er fallinn og var birtur á blaðsíðu 20 í Morgunblaðinu í gær. Gert er ráð fyrir að flestir stjórnarþingmenn skipi sér í raðir með þeim stóra dómi. En aðrir? Bjarni Benediktsson, sem er jú formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi að meirihlutinn réði. Þannig virkar lýðræðið, mikið rétt. En þá verður meirihlutinn að fara eftir leikreglunum. Áhöld eru um hvort svo hafi verið gert. Minnihluti þingmanna mun berjast, sumir segja að hann muni verjast, til að fá annan dóm um málið en þann sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Á meðan hrannast upp óveðursský yfir Valhöll að Háaleitisbraut 1 í Reykjavík.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun