Lífið

Erlendu gestirnir elska íslenska veðrið

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
JÖR Hönnuðurinn Guðmundur Jörundsson í lok sýningar sinnar í fyrra.
JÖR Hönnuðurinn Guðmundur Jörundsson í lok sýningar sinnar í fyrra. vísir/andri marinó
„Þeir voru allir á einu máli, erlendu blaðamennirnir, að þeim finnst þetta veður bara spennandi. Einn þeirra sagði meira að segja þetta er Ísland, þetta á að vera svona,“ segir Eyjólfur Gíslason, fjölmiðlafulltrúi RFF. Þrátt fyrir slæma spá í dag og vont veður í gær, hefur það ekki sett neitt strik í reikninginn við undirbúning hátíðarinnar.

Það eina sem fór ekki eins og það átti að fara var að blaðamennirnir áttu að fara í ferð í gær, sem var aflýst. „Við sendum þau bara í Bláa lónið í notalegheit á sunnudaginn í staðinn, sem er bara betra ef eitthvað er.“ Eyjólfur hvetur þó gesti til þess að fara varlega og nota bílakjallarann. „Svo erum við Íslendingar, þetta er ekkert nýtt fyrir okkur,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.