Lífið

Bróderaði andlitið á goðinu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Tanja Huld Levý bróderaði andlit Walter Van Beirendonck í pappír og ætlar að færa honum að gjöf.
Tanja Huld Levý bróderaði andlit Walter Van Beirendonck í pappír og ætlar að færa honum að gjöf.
Tanja Huld Levý, fata- og textílhönnuður, varð ótrúlega glöð þegar hún frétti að Walter Van Beirendonck, uppáhaldsfatahönnuður hennar, væri á leið til landsins vegna HönnunarMars en hann mun tala á Design talks í dag.

„Ég varð jafn spennt og ef ég hefði frétt að Spice Girls væru á leið til landsins, þegar ég var átta ára.“

Tanja tók sig til og bróderaði mynd af átrúnaðargoðinu í pappír og ætlar hún að færa honum gjöfina í dag.

„Ég var í Japan í vetur og þar voru allir alltaf að gefa manni gjafir. Og mér fannst það svo sætt og gestrisið af þeim að ég ákvað að taka Japana til fyrirmyndar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.