10 leiðir að hollari eldamennsku Rikka skrifar 6. mars 2015 14:00 Ber bæta heilsuna Vísir/Getty Með því að gera örlitlar breytingar í eldamennskunni geturðu gert matinn hollari fyrir þig og fjölskylduna. Hérna koma tíu góð ráð sem einfalt er að tileinka sér.Bakaðu Fjölmargan mat er hægt að baka í ofni í stað þess að steikja á pönnu eða djúpsteikja. Með því að nota bakaraofninn minnkarðu fituna sem þú notar til steikingar. Kjúklingabringur, kjötbollur, kartöflur og beikon, þetta er allt hægt að baka í ofni og verður ekki síðra á bragðið.Blandaðu Blandaðu safann frekar í blandara en í djúsvél, þannig haldast næringarefnin og trefjarnar í ávöxtunum og grænmetinu. Þegar þú notar djúsvél þá tekurðu svo margt af þessu frá.Góð fita Bættu góðri fitu í matinn; örlítil lárpera, fræ, hnetur eða góð ólífuolía. Hafðu bara í huga að vera með temmilega skammtastærð. Þín eigin krydd Búðu til þínar eigin kryddblöndur. Þessar tilbúnu eru oft stútfullar af allt of miklu salti og jafnvel sykri í þokkabót. Fáðu innblástur af því að skoða kryddblöndur á vefnum.KremduKremdu hvítlaukinn í stað þess að saxa hann og láttu hann standa í 15 mínútur. Með því að kremja hann þá verður efnahvati í hvítlauknum sem eykur á hollustuna.Skolaðu Skolaðu alltaf baunir úr krukkum eða dósum, þær eru stundum vaðandi í sulli og salti og því öruggara að skola þær áður en þær eru notaðar. Með því að auka þekkingu þína á hráefnum og nýtingu þeirra bætir þú matseldina. Bættu í Bættu litlum soðnum og kældum baunum út í kökudeigið og kjötbollurnar, þannig eykurðu prótín í matvörunni á einfaldan og hollan hátt. Það er líka frábært að bæta smá möluðum hörfræjum út í pönnukökudeigið.Grísk jógúrt Gríska jógúrt má nota í staðinn fyrir rjóma, majónes og nýmjólk í mörgum uppskriftum og er alls ekki síðra á bragðið.Eldaðu rétt Með því að elda ávexti og grænmeti rétt heldurðu næringarefnunum í þeim. Ekki ofelda matinn. Gufusuða er ein besta eldunaraðferðin fyrir grænmeti.Sítrusávextir Notaðu safann af C-vítamínríku sítrusávöxtum í staðinn fyrir sósur og dressingu. Einfaldur sítrónusafi er ljúffengur á grillaða kjúklingabringu og ekki síðri á salatið með örlítilli ólífuolíu. Heilsa Matur Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Með því að gera örlitlar breytingar í eldamennskunni geturðu gert matinn hollari fyrir þig og fjölskylduna. Hérna koma tíu góð ráð sem einfalt er að tileinka sér.Bakaðu Fjölmargan mat er hægt að baka í ofni í stað þess að steikja á pönnu eða djúpsteikja. Með því að nota bakaraofninn minnkarðu fituna sem þú notar til steikingar. Kjúklingabringur, kjötbollur, kartöflur og beikon, þetta er allt hægt að baka í ofni og verður ekki síðra á bragðið.Blandaðu Blandaðu safann frekar í blandara en í djúsvél, þannig haldast næringarefnin og trefjarnar í ávöxtunum og grænmetinu. Þegar þú notar djúsvél þá tekurðu svo margt af þessu frá.Góð fita Bættu góðri fitu í matinn; örlítil lárpera, fræ, hnetur eða góð ólífuolía. Hafðu bara í huga að vera með temmilega skammtastærð. Þín eigin krydd Búðu til þínar eigin kryddblöndur. Þessar tilbúnu eru oft stútfullar af allt of miklu salti og jafnvel sykri í þokkabót. Fáðu innblástur af því að skoða kryddblöndur á vefnum.KremduKremdu hvítlaukinn í stað þess að saxa hann og láttu hann standa í 15 mínútur. Með því að kremja hann þá verður efnahvati í hvítlauknum sem eykur á hollustuna.Skolaðu Skolaðu alltaf baunir úr krukkum eða dósum, þær eru stundum vaðandi í sulli og salti og því öruggara að skola þær áður en þær eru notaðar. Með því að auka þekkingu þína á hráefnum og nýtingu þeirra bætir þú matseldina. Bættu í Bættu litlum soðnum og kældum baunum út í kökudeigið og kjötbollurnar, þannig eykurðu prótín í matvörunni á einfaldan og hollan hátt. Það er líka frábært að bæta smá möluðum hörfræjum út í pönnukökudeigið.Grísk jógúrt Gríska jógúrt má nota í staðinn fyrir rjóma, majónes og nýmjólk í mörgum uppskriftum og er alls ekki síðra á bragðið.Eldaðu rétt Með því að elda ávexti og grænmeti rétt heldurðu næringarefnunum í þeim. Ekki ofelda matinn. Gufusuða er ein besta eldunaraðferðin fyrir grænmeti.Sítrusávextir Notaðu safann af C-vítamínríku sítrusávöxtum í staðinn fyrir sósur og dressingu. Einfaldur sítrónusafi er ljúffengur á grillaða kjúklingabringu og ekki síðri á salatið með örlítilli ólífuolíu.
Heilsa Matur Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira