Menning

Guðný grípur í víóluna þegar svo ber undir

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þau Guðný, Richard og Júlía frumflytja tríó eftir Áskel Másson í nýrri mynd á ókeypis Háskólatónleikum.
Þau Guðný, Richard og Júlía frumflytja tríó eftir Áskel Másson í nýrri mynd á ókeypis Háskólatónleikum.
„Ég hef átt víólu í áratugi og gripið í hana þegar svo ber undir,“ segir Guðný sem þekkt er sem fiðluleikari en spilar á víólu á Háskólatónleikum í dag klukkan 12.30. Júlía Mogensen verður á selló og Richard Simm á píanó og á efnisskránni eru þrjú verk eftir Áskel Másson. Meðal þeirra er tríó sem hann samdi upphaflega fyrir klarinettu, selló og píanó en skrifaði síðar klarinettupartinn á víólu. Þannig hefur það aldrei verið flutt áður.

Byrjað er á einleiksverki fyrir píanó og að lokum verður Guðný með einleiksverk á víólu. „Ég ákvað að takast á við það úr því ég var komin með víóluna í hendurnar!“ segir konsertmeistarinn fyrrverandi.

Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir eru velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.