Farðaði ofurfyrirsætu fyrir Chanel samkomu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 09:30 Ísak Freyr og Isabel Fontana. Vísir Förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason fékk þann heiður að farða ofurfyrirsætuna Isabel Fontana á mánudag. Tilefnið var Chanel-partí á vegum Karls Lagerfeld í tilefni af London Fashion Week. „Ég er að sjá um hana yfir tískuvikuna í London,“ segir Ísak. Verkefnið fékk hann í gegnum fyrirsætuskrifstofuna NEXT Modelling Agency. „Það er búið að vera ótrúlega fyndið og skemmtilegt að vinna með henni. Hún er búin að vera alveg tryllt í það að reyna að gera eins skrítin lúkk og hægt er,“ segir Ísak og bætir við: „Ég hef samt reynt að fara milliveginn og gera þetta meira klæðilegt. Hún er alveg æðisleg, algjört yndi.“ Ísak er langt frá því að vera óvanur í að farða stjörnurnar en hann hefur meðal annars farðað ofurfyrirsætuna Cara Delevingne, Suki Waterhouse og Victoria's Secret-fyrirsætuna Ana Barros. „Það er líka skemmtilegt því mér finnst svo sjúklega skemmtilegt að komast með penslana í andlitið á fyrirsætum, frekar en öðrum stjörnum,“ segir hann. Í kjölfar samstarfsins við Fontana á mánudag hefur Ísak fengið tilboð um að fara til Parísar á tískuvikuna þar, en hún er ein stærsta og virðulegasta tískuvikan. „Þetta er ekki alveg komið á hreint og ég er í smá viðræðum við þau akkúrat núna,“ segir hann Fram undan er nóg að gera hjá Ísak. Dagurinn var fullskipaður auk þess sem hann var að farða fyrir Style Awards sem fóru fram í gærkvöldi. „Ég kem svo til Íslands fyrir RFF en þar er ég að sjá um lúkkið fyrir Hildi Yeoman,“ segir hann. Isabel er fædd 4. júlí 1983 í Brasilíu. 16 ára sat hún fyrir hjá Victoria’s Secret, sem vakti mikla umræðu vegna þess hve ung hún var. 2004 var hún á forsíðu septemberútgáfu bandaríska Vogue. Hún hefur verið andlit hjá stærstu tískufyrirtækjum heims eins og Chanel, Versace, Dolce and Gabbana og Oscar de la Renta. Lengi var hún andlit snyrtivörurisans L’Oréal. RFF Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason fékk þann heiður að farða ofurfyrirsætuna Isabel Fontana á mánudag. Tilefnið var Chanel-partí á vegum Karls Lagerfeld í tilefni af London Fashion Week. „Ég er að sjá um hana yfir tískuvikuna í London,“ segir Ísak. Verkefnið fékk hann í gegnum fyrirsætuskrifstofuna NEXT Modelling Agency. „Það er búið að vera ótrúlega fyndið og skemmtilegt að vinna með henni. Hún er búin að vera alveg tryllt í það að reyna að gera eins skrítin lúkk og hægt er,“ segir Ísak og bætir við: „Ég hef samt reynt að fara milliveginn og gera þetta meira klæðilegt. Hún er alveg æðisleg, algjört yndi.“ Ísak er langt frá því að vera óvanur í að farða stjörnurnar en hann hefur meðal annars farðað ofurfyrirsætuna Cara Delevingne, Suki Waterhouse og Victoria's Secret-fyrirsætuna Ana Barros. „Það er líka skemmtilegt því mér finnst svo sjúklega skemmtilegt að komast með penslana í andlitið á fyrirsætum, frekar en öðrum stjörnum,“ segir hann. Í kjölfar samstarfsins við Fontana á mánudag hefur Ísak fengið tilboð um að fara til Parísar á tískuvikuna þar, en hún er ein stærsta og virðulegasta tískuvikan. „Þetta er ekki alveg komið á hreint og ég er í smá viðræðum við þau akkúrat núna,“ segir hann Fram undan er nóg að gera hjá Ísak. Dagurinn var fullskipaður auk þess sem hann var að farða fyrir Style Awards sem fóru fram í gærkvöldi. „Ég kem svo til Íslands fyrir RFF en þar er ég að sjá um lúkkið fyrir Hildi Yeoman,“ segir hann. Isabel er fædd 4. júlí 1983 í Brasilíu. 16 ára sat hún fyrir hjá Victoria’s Secret, sem vakti mikla umræðu vegna þess hve ung hún var. 2004 var hún á forsíðu septemberútgáfu bandaríska Vogue. Hún hefur verið andlit hjá stærstu tískufyrirtækjum heims eins og Chanel, Versace, Dolce and Gabbana og Oscar de la Renta. Lengi var hún andlit snyrtivörurisans L’Oréal.
RFF Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira