Guð © Jón Gnarr skrifar 21. febrúar 2015 07:00 Viðbrögðin við síðustu grein minni, Guð er ekki til, hafa verið gríðarlega mikil. Fjöldi fólks hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum og víðar. Margir prestar hafa stigið fram og skrifað svargreinar bæði á visir.is og á tru.is. Mér finnst ég því knúinn til að koma með eitthvað andsvar, leiðrétta rangfærslur og misskilning og reyna að útskýra afstöðu mína betur efnislega í leiðinni. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að alhæfa. Samt alhæfi ég ekkert mikið í greininni minni. Flest sem ég segi byggi ég á persónulegri skoðun, reynslu og upplifun og tek það skýrt fram. Ég segi til dæmis aldrei að trú stríði gegn heilbrigðri skynsemi heldur skynsemi minni. Þar er stór munur á. Og ég meira að segja takmarka það við trúna á persónulegan guð. Ég segi ekki að trú og vísindi séu andstæður heldur að þau séu það oft. Kemur það einhverjum á óvart? Ég get nefnt sem dæmi þróunarkenningu Darwins og umræður um loftslagsmál af mannavöldum eða stofnfrumurannsóknir og svona mætti lengi telja. Margir telja að taugarannsóknir verði sú grein vísinda sem muni verða í hvað mestri andstöðu við hin ríkjandi trúarbrögð í heiminum á næstu árum því þar stíga vísindamenn inn á einkalóð trúarbragða og heimspeki; mannsandann sjálfan. Og það er alveg rétt hjá mér að vísindin hafi velt trúarbrögðunum af þeim stalli sem þau sátu einu sinni á. Þau eru ekki lengur það ægivald sem þau voru.Hommar og konur verða aldrei páfar Varðandi mannréttindi þá held ég varla að ég þurfi að tíunda allt það óréttlæti og mannréttindabrot sem framin eru í heiminum í nafni trúarbragða. Reglulega fara fram mótmælagöngur í Frakklandi og víðar til að mótmæla samkynhneigðum. Þar eru áhrif trúar og kennisetninga mjög áberandi. Þeir sem sjá það ekki vilja bara einfaldlega ekki sjá það. Staða kvenna er annað dæmi. Mér og mörgum öðrum finnst trúarbrögðin gjarnan gera lítið úr konum og setja þær skör lægra en karlmenn. Þetta staðfestist hræðilega með afstöðunni til fóstureyðinga. Þar víkja sjálfsögð réttindi kvenna til að ráða yfir sínum líkama gjarnan fyrir trúarkreddum. Árið 2012 lést Savita Halappanavar á spítala á Írlandi vegna fósturmissis. Læknar hefðu líklega getað bjargað lífi hennar en var bannað það samkvæmt lögum sem banna fóstureyðingar. Að halda því fram að mannréttindi séu í fullkominni harmóníu við hinn svokallaða kærleiksríka guð reynist því ekki standast skoðun og alhæfingar presta um annað reynast innantómar þversagnir. Séra Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, segir til dæmis í svargrein sinni Guð og Jón Gnarr 17. febrúar að „Afstaða til samkynhneigðra sé t.d. oftast fremur menningarmál en mál trúar“. Ég er ekki sammála því. Og þar fyrir utan er það afstaða þjóðkirkjunnar að „Hin evangelíska lúterska þjóðkirkja er samofin menningu og sögu íslensku þjóðarinnar sem og annarra norrænna þjóða“. Og er það ekki þannig út um allan heim?Grín er dauðans alvara Margir þeirra sem tjá sig segja að þeim finnist ég ekki hafa rétt á að tjá mig á þennan hátt, ég hafi hvorki menntun né vit til að ræða um þessi mál, „hvorki siðferðilegan né vitsmunalegan rétt“, eins og séra Sigurður Árni orðar það í grein sinni. Bæði hann, séra Bjarni Karlsson og fleiri virðast líka þeirrar skoðunar að ekki megi gera grín að trú fólks. Það þykir mér raunverulega hættulegt viðhorf. Erum við örugglega ekki að grínast með það? Flestir gera alvarlega athugasemd við að ég skuli alhæfa að guð sé ekki til. Samt alhæfa þeir sjálfir hið gagnstæða á hverjum degi og hafa gert lengi. Guð er ekki bara til, hann er kærleikur og hann er svona og hinsegin. Hvað er það sem gefur þeim rétt til þess en meinar mér þess sama? Ég get ekki fallist á það. Ég get heldur ekki fallist á þá niðurstöðu margra að þótt ég hafi ekki fundið guð þá hafi guð fundið mig. Séra Sigurvin Jónsson, prestur í Neskirkju, gerði grein mína að umtalsefni í prédikun sinni 15. febrúar síðastliðinn og sagði meðal annars: „Hugmyndin um persónulegan Guð er ekki fjarlæg og óskynsamleg, heldur aðgengileg öllum sem eru fús að leita hans í bæn.“ Þarna finnst mér einfaldlega verið að snúa út úr og svara alhæfingu með annarri alhæfingu. En það er líka verið að hæðast að minni sögu og gera lítið úr minni lífsskoðun. Það skipti engu máli hvað mér finnst því guði finnst annað og eina ástæðan fyrir að ég hafi ekki fundið hann sé að ég sé rati og hafi ekki leitað nógu vel. Ég vil minna trúmenn á að trúleysi er lögvarin lífsskoðun á Íslandi. Ég er meðlimur í Siðmennt, félagi siðrænna húmanista. Ég er stoltur húmanisti. Ég hef nákvæmlega sama rétt og hver annar til að tjá mig um lífsskoðanir mínar og tjá mig á hvern þann hátt sem mér sýnist um þessi mál. Ólíkt svo mörgum öðrum þá er ég svo heppinn að vera borgari í lýðræðissamfélagi sem virðir tjáningarfrelsið. Guð er ekki einkamál presta og þeir eru engir rétthafar að guðshugtakinu. Prestar hafa atvinnuöryggi sitt og lífsafkomu af því að tala um og boða trú. Þeir nýta þann rétt eins og þeim þykir þurfa. Ég þekki þessa presta alla og að góðu einu og bið þá, og aðra trúaða, um að virða minn rétt, eins og þeir virða önnur trúarbrögð. Ég hef atvinnu og lífsafkomu af gríni. Ég geri grín að því sem mér þykir þurfa að gera grín að, á þann hátt sem ég vil og þegar ég vil. Ég er Charlie! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Viðbrögðin við síðustu grein minni, Guð er ekki til, hafa verið gríðarlega mikil. Fjöldi fólks hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum og víðar. Margir prestar hafa stigið fram og skrifað svargreinar bæði á visir.is og á tru.is. Mér finnst ég því knúinn til að koma með eitthvað andsvar, leiðrétta rangfærslur og misskilning og reyna að útskýra afstöðu mína betur efnislega í leiðinni. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að alhæfa. Samt alhæfi ég ekkert mikið í greininni minni. Flest sem ég segi byggi ég á persónulegri skoðun, reynslu og upplifun og tek það skýrt fram. Ég segi til dæmis aldrei að trú stríði gegn heilbrigðri skynsemi heldur skynsemi minni. Þar er stór munur á. Og ég meira að segja takmarka það við trúna á persónulegan guð. Ég segi ekki að trú og vísindi séu andstæður heldur að þau séu það oft. Kemur það einhverjum á óvart? Ég get nefnt sem dæmi þróunarkenningu Darwins og umræður um loftslagsmál af mannavöldum eða stofnfrumurannsóknir og svona mætti lengi telja. Margir telja að taugarannsóknir verði sú grein vísinda sem muni verða í hvað mestri andstöðu við hin ríkjandi trúarbrögð í heiminum á næstu árum því þar stíga vísindamenn inn á einkalóð trúarbragða og heimspeki; mannsandann sjálfan. Og það er alveg rétt hjá mér að vísindin hafi velt trúarbrögðunum af þeim stalli sem þau sátu einu sinni á. Þau eru ekki lengur það ægivald sem þau voru.Hommar og konur verða aldrei páfar Varðandi mannréttindi þá held ég varla að ég þurfi að tíunda allt það óréttlæti og mannréttindabrot sem framin eru í heiminum í nafni trúarbragða. Reglulega fara fram mótmælagöngur í Frakklandi og víðar til að mótmæla samkynhneigðum. Þar eru áhrif trúar og kennisetninga mjög áberandi. Þeir sem sjá það ekki vilja bara einfaldlega ekki sjá það. Staða kvenna er annað dæmi. Mér og mörgum öðrum finnst trúarbrögðin gjarnan gera lítið úr konum og setja þær skör lægra en karlmenn. Þetta staðfestist hræðilega með afstöðunni til fóstureyðinga. Þar víkja sjálfsögð réttindi kvenna til að ráða yfir sínum líkama gjarnan fyrir trúarkreddum. Árið 2012 lést Savita Halappanavar á spítala á Írlandi vegna fósturmissis. Læknar hefðu líklega getað bjargað lífi hennar en var bannað það samkvæmt lögum sem banna fóstureyðingar. Að halda því fram að mannréttindi séu í fullkominni harmóníu við hinn svokallaða kærleiksríka guð reynist því ekki standast skoðun og alhæfingar presta um annað reynast innantómar þversagnir. Séra Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, segir til dæmis í svargrein sinni Guð og Jón Gnarr 17. febrúar að „Afstaða til samkynhneigðra sé t.d. oftast fremur menningarmál en mál trúar“. Ég er ekki sammála því. Og þar fyrir utan er það afstaða þjóðkirkjunnar að „Hin evangelíska lúterska þjóðkirkja er samofin menningu og sögu íslensku þjóðarinnar sem og annarra norrænna þjóða“. Og er það ekki þannig út um allan heim?Grín er dauðans alvara Margir þeirra sem tjá sig segja að þeim finnist ég ekki hafa rétt á að tjá mig á þennan hátt, ég hafi hvorki menntun né vit til að ræða um þessi mál, „hvorki siðferðilegan né vitsmunalegan rétt“, eins og séra Sigurður Árni orðar það í grein sinni. Bæði hann, séra Bjarni Karlsson og fleiri virðast líka þeirrar skoðunar að ekki megi gera grín að trú fólks. Það þykir mér raunverulega hættulegt viðhorf. Erum við örugglega ekki að grínast með það? Flestir gera alvarlega athugasemd við að ég skuli alhæfa að guð sé ekki til. Samt alhæfa þeir sjálfir hið gagnstæða á hverjum degi og hafa gert lengi. Guð er ekki bara til, hann er kærleikur og hann er svona og hinsegin. Hvað er það sem gefur þeim rétt til þess en meinar mér þess sama? Ég get ekki fallist á það. Ég get heldur ekki fallist á þá niðurstöðu margra að þótt ég hafi ekki fundið guð þá hafi guð fundið mig. Séra Sigurvin Jónsson, prestur í Neskirkju, gerði grein mína að umtalsefni í prédikun sinni 15. febrúar síðastliðinn og sagði meðal annars: „Hugmyndin um persónulegan Guð er ekki fjarlæg og óskynsamleg, heldur aðgengileg öllum sem eru fús að leita hans í bæn.“ Þarna finnst mér einfaldlega verið að snúa út úr og svara alhæfingu með annarri alhæfingu. En það er líka verið að hæðast að minni sögu og gera lítið úr minni lífsskoðun. Það skipti engu máli hvað mér finnst því guði finnst annað og eina ástæðan fyrir að ég hafi ekki fundið hann sé að ég sé rati og hafi ekki leitað nógu vel. Ég vil minna trúmenn á að trúleysi er lögvarin lífsskoðun á Íslandi. Ég er meðlimur í Siðmennt, félagi siðrænna húmanista. Ég er stoltur húmanisti. Ég hef nákvæmlega sama rétt og hver annar til að tjá mig um lífsskoðanir mínar og tjá mig á hvern þann hátt sem mér sýnist um þessi mál. Ólíkt svo mörgum öðrum þá er ég svo heppinn að vera borgari í lýðræðissamfélagi sem virðir tjáningarfrelsið. Guð er ekki einkamál presta og þeir eru engir rétthafar að guðshugtakinu. Prestar hafa atvinnuöryggi sitt og lífsafkomu af því að tala um og boða trú. Þeir nýta þann rétt eins og þeim þykir þurfa. Ég þekki þessa presta alla og að góðu einu og bið þá, og aðra trúaða, um að virða minn rétt, eins og þeir virða önnur trúarbrögð. Ég hef atvinnu og lífsafkomu af gríni. Ég geri grín að því sem mér þykir þurfa að gera grín að, á þann hátt sem ég vil og þegar ég vil. Ég er Charlie!