Forsetinn lofaði Kaupþingsmenn Sigurjón M. Egilsson skrifar 16. febrúar 2015 07:00 Má vera að dómur Hæstaréttar yfir Kaupþingsmönnunum fjórum hreyfi við stöðu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands? Ólafur Ragnar hefur átt í talsverðum samskiptum við þá, einkum við Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann. Ólafur Ragnar lagði þeim lið, hann greiddi götu Sigurðar og félaga hans. Veldur það forsetanum skaða? Samskipti Ólafs Ragnars Grímssonar og Sigurðar Einarssonar voru rifjuð upp í Spegli Ríkisútvarpsins. Þar kom fram að í bókinni Saga af forseta, sem Guðjón Friðriksson skrifaði um Ólaf Ragnar, segi „…að Ólafur Ragnar hafi allt frá árinu 2000 unnið með Sigurði Einarssyni, bæði í þágu bankans og annarra málefna. Guðjón segir að telja megi Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum. Í bréfi til krónprinsins í Sameinuðu furstadæmunum í apríl 2008, segir Ólafur að hann hafi fylgst náið með þróun Kaupþingsbanka síðastliðin 10 ár. Bæði hann og íslenska þjóðin séu afar stolt af afrekum bankans. Bankinn sé í algerri forystu í íslensku efnahagslífi. Hann mæli eindregið með bankanum. Fagleg vinnubrögð stjórnenda bankans og starfsmanna hafi gert bankann að einum öflugasta banka Evrópu.“ Oftar greip Ólafur Ragnar inn í atburðarrásina. Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, kunni það ráð eitt þegar honum fannst nóg um ofurlaun stjórnenda Kaupþings að hætta persónulegum viðskiptum við bankann. Hann gerði það í viðurvist fjölmiðla svo öllum yrði ljóst hvað hann væri að gera. Fréttin spurðist út, eðlilega. Inngrip forsætisráðherrans truflaði samningaviðræður Kaupþings um kaup á Singer & Friedlander-bankanum breska. Í áðurnefndri bók Guðjóns Friðrikssonar kemur fram að þeir hafi þurft að sýna fram á að bankinn væri ekki rúinn trausti. Þeir sneru sér til Ólafs Ragnars sem hélt veglega veislu á Bessastöðum fyrir bresku bankamennina. Þar rómaði hann ágæti Kaupþings og bankinn var keyptur. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir á einum stað: „Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki.“ Nú er svo komið að einn helsti samstarfsmaður forsetans, Sigurður Einarsson, hefur verið dæmdur fyrir verk sín. Verk sem forsetinn kom óbeint að, með því að lofa Kaupþingsmennina og mæla eindregið með bankanum. Hann sagði meðal annars að fagleg vinnubrögð stjórnenda bankans og starfsmanna hefðu gert bankann að einum öflugasta banka Evrópu. Forsetinn hefur vissulega beðist afsökunar á mörgu því sem hann sagði, en dugar það nú þegar alvara málsins rifjast upp? Í ljósi nýjustu atburða er vert að skoða þetta úr rannsóknarskýrslunni: „Það er athyglisvert að nokkrir þeirra eiginleika sem forsetinn taldi útrásarmönnum til tekna eru einmitt þeir þættir sem urðu þeim og þjóðinni að falli.“ Kaupþingsmenn voru dæmdir sekir um alvarlega hluti. Forsetinn tók þátt í tilbúningi blekkingarinnar. Hefur staða hans breyst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Má vera að dómur Hæstaréttar yfir Kaupþingsmönnunum fjórum hreyfi við stöðu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands? Ólafur Ragnar hefur átt í talsverðum samskiptum við þá, einkum við Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann. Ólafur Ragnar lagði þeim lið, hann greiddi götu Sigurðar og félaga hans. Veldur það forsetanum skaða? Samskipti Ólafs Ragnars Grímssonar og Sigurðar Einarssonar voru rifjuð upp í Spegli Ríkisútvarpsins. Þar kom fram að í bókinni Saga af forseta, sem Guðjón Friðriksson skrifaði um Ólaf Ragnar, segi „…að Ólafur Ragnar hafi allt frá árinu 2000 unnið með Sigurði Einarssyni, bæði í þágu bankans og annarra málefna. Guðjón segir að telja megi Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum. Í bréfi til krónprinsins í Sameinuðu furstadæmunum í apríl 2008, segir Ólafur að hann hafi fylgst náið með þróun Kaupþingsbanka síðastliðin 10 ár. Bæði hann og íslenska þjóðin séu afar stolt af afrekum bankans. Bankinn sé í algerri forystu í íslensku efnahagslífi. Hann mæli eindregið með bankanum. Fagleg vinnubrögð stjórnenda bankans og starfsmanna hafi gert bankann að einum öflugasta banka Evrópu.“ Oftar greip Ólafur Ragnar inn í atburðarrásina. Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, kunni það ráð eitt þegar honum fannst nóg um ofurlaun stjórnenda Kaupþings að hætta persónulegum viðskiptum við bankann. Hann gerði það í viðurvist fjölmiðla svo öllum yrði ljóst hvað hann væri að gera. Fréttin spurðist út, eðlilega. Inngrip forsætisráðherrans truflaði samningaviðræður Kaupþings um kaup á Singer & Friedlander-bankanum breska. Í áðurnefndri bók Guðjóns Friðrikssonar kemur fram að þeir hafi þurft að sýna fram á að bankinn væri ekki rúinn trausti. Þeir sneru sér til Ólafs Ragnars sem hélt veglega veislu á Bessastöðum fyrir bresku bankamennina. Þar rómaði hann ágæti Kaupþings og bankinn var keyptur. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir á einum stað: „Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki.“ Nú er svo komið að einn helsti samstarfsmaður forsetans, Sigurður Einarsson, hefur verið dæmdur fyrir verk sín. Verk sem forsetinn kom óbeint að, með því að lofa Kaupþingsmennina og mæla eindregið með bankanum. Hann sagði meðal annars að fagleg vinnubrögð stjórnenda bankans og starfsmanna hefðu gert bankann að einum öflugasta banka Evrópu. Forsetinn hefur vissulega beðist afsökunar á mörgu því sem hann sagði, en dugar það nú þegar alvara málsins rifjast upp? Í ljósi nýjustu atburða er vert að skoða þetta úr rannsóknarskýrslunni: „Það er athyglisvert að nokkrir þeirra eiginleika sem forsetinn taldi útrásarmönnum til tekna eru einmitt þeir þættir sem urðu þeim og þjóðinni að falli.“ Kaupþingsmenn voru dæmdir sekir um alvarlega hluti. Forsetinn tók þátt í tilbúningi blekkingarinnar. Hefur staða hans breyst?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun