Breytum heiminum, byrjum á okkur sjálfum sigga dögg skrifar 13. febrúar 2015 14:00 Vísir/Getty Nýlega kom inn um lúguna hjá mér bæklingur frá leikfangaverslun sem auglýsti búninga. Ég rétt leit yfir hann og gladdist yfir að þar var Svarthöfðabúningur á ágætis verði fyrir börn en var þó frekar svekkt að sjá sömu stelpuútgáfur ofurhetjanna. Ég veit ekki með ykkur en ég hef aldrei í einni einustu ofurhetjumynd séð hetjuna smella sér í pils. Geta stelpur ekki verið í venjulegum ofurhetjubúningum, velti ég fyrir mér. Svo maður röfli eins og kartafla í poka, það er tabú, og í raun bannað, fyrir strák að vilja vera eins og stelpa og ef stelpa vill vera eins og strákur þá getur hún gert það í kvenvæddri útgáfu. Afsakið mig á meðan ég styð mig við skrifborðið af svima og næ mér í lyf við brjóstsviða. Hvað um það, dóttir mín lá yfir bæklingnum þegar hún kom heim úr leikskólanum. Það var ákveðin félagsleg tilraun hjá mér að hafa ekki fargað honum. Hún taldi upp næstum alla búningana og að hún yrði að eignast þá alla. Nema trúðinn (þar hefur hún deilt óbeit móður sinnar á fíflagangi). Ég settist yfir þetta með henni og fékk smá sjokk. Af hverju í ósköpunum (svo ekki verði blótað í virðulegu blaði) er til búningur sem er brúðarkjóll? Barnabrúður? Í alvörunni? Það er svo margt rangt við þetta að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Skammist ykkar! Hafið þið séð fréttirnar? Við erum um allan heim að berjast gegn því að stúlkubörn verði seld, eða gefin, í hjónabönd með einhverjum gömlum karli sem svo skemmir þær og gerir að mæðrum fyrir aldur fram, ef þær þá lifa það af. Ég er brjáluð. Stelpur eru meira en verðandi eiginkonur. Og hvar er brúðguminn? Er ekki eftirsóknarvert að verða eiginmaður? Nú, ef þér þykir búningurinn tekinn úr samhengi, því barnabrúðir eru ekki vestrænn raunveruleiki, þá langar mig til að biðja þig um að velta einu fyrir þér. Þegar þú spyrð barnið þitt hvort það sé ekki „skotið í einhverjum?“ eða „er ekki einhver sem þér finnst sæt/ur?“, þá setur þú barn í fullorðinn búning. Þú gerir úr vinasamband barns þíns rómantíska og kynferðislega tengingu, sem það hefur hvorki þroska né getu til að skilja. Þetta á sérstaklega við í gagnkynhneigðu samhengi því gvuð forði okkur frá því að tvær vinkonur geti verið skotnar hvor í annarri. Þarna segjum við að strákur og stelpa geti aldrei verið vinir, það sé alltaf rómantísk togstreita og við þurfum að meta viðkomandi út frá getu hans eða hennar sem tilvonandi maka. Sjáið bara hvernig ung börn tala saman um fjölda kærasta og sambandsslit. Sumum þykir þetta krúttlegt en þetta er skaðlegt á margan hátt, ekki bara frá áætlaðri kynhneigð heldur einnig að kona og karl geti bara aldrei notið félagsskapar hvort annars án rómantíkur. Ekki samt rugla þessu saman við það að börn kyssist. Með kossum eru börnin að tjá væntumþykju líkt og flest börn þekkja hana frá þeim sem eru í þeirra nánasta umhverfi. Ef við svo bregðumst við með að stimpla börnin sem kærustupar þá höfum við breytt því hvað kossinn þýðir og sett í annað samhengi. Þetta er ekki í boði. Þetta breytist ekki nema við gerum kröfu um breytingar og byrjum þá á okkur sjálfum. Heilsa Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nýlega kom inn um lúguna hjá mér bæklingur frá leikfangaverslun sem auglýsti búninga. Ég rétt leit yfir hann og gladdist yfir að þar var Svarthöfðabúningur á ágætis verði fyrir börn en var þó frekar svekkt að sjá sömu stelpuútgáfur ofurhetjanna. Ég veit ekki með ykkur en ég hef aldrei í einni einustu ofurhetjumynd séð hetjuna smella sér í pils. Geta stelpur ekki verið í venjulegum ofurhetjubúningum, velti ég fyrir mér. Svo maður röfli eins og kartafla í poka, það er tabú, og í raun bannað, fyrir strák að vilja vera eins og stelpa og ef stelpa vill vera eins og strákur þá getur hún gert það í kvenvæddri útgáfu. Afsakið mig á meðan ég styð mig við skrifborðið af svima og næ mér í lyf við brjóstsviða. Hvað um það, dóttir mín lá yfir bæklingnum þegar hún kom heim úr leikskólanum. Það var ákveðin félagsleg tilraun hjá mér að hafa ekki fargað honum. Hún taldi upp næstum alla búningana og að hún yrði að eignast þá alla. Nema trúðinn (þar hefur hún deilt óbeit móður sinnar á fíflagangi). Ég settist yfir þetta með henni og fékk smá sjokk. Af hverju í ósköpunum (svo ekki verði blótað í virðulegu blaði) er til búningur sem er brúðarkjóll? Barnabrúður? Í alvörunni? Það er svo margt rangt við þetta að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Skammist ykkar! Hafið þið séð fréttirnar? Við erum um allan heim að berjast gegn því að stúlkubörn verði seld, eða gefin, í hjónabönd með einhverjum gömlum karli sem svo skemmir þær og gerir að mæðrum fyrir aldur fram, ef þær þá lifa það af. Ég er brjáluð. Stelpur eru meira en verðandi eiginkonur. Og hvar er brúðguminn? Er ekki eftirsóknarvert að verða eiginmaður? Nú, ef þér þykir búningurinn tekinn úr samhengi, því barnabrúðir eru ekki vestrænn raunveruleiki, þá langar mig til að biðja þig um að velta einu fyrir þér. Þegar þú spyrð barnið þitt hvort það sé ekki „skotið í einhverjum?“ eða „er ekki einhver sem þér finnst sæt/ur?“, þá setur þú barn í fullorðinn búning. Þú gerir úr vinasamband barns þíns rómantíska og kynferðislega tengingu, sem það hefur hvorki þroska né getu til að skilja. Þetta á sérstaklega við í gagnkynhneigðu samhengi því gvuð forði okkur frá því að tvær vinkonur geti verið skotnar hvor í annarri. Þarna segjum við að strákur og stelpa geti aldrei verið vinir, það sé alltaf rómantísk togstreita og við þurfum að meta viðkomandi út frá getu hans eða hennar sem tilvonandi maka. Sjáið bara hvernig ung börn tala saman um fjölda kærasta og sambandsslit. Sumum þykir þetta krúttlegt en þetta er skaðlegt á margan hátt, ekki bara frá áætlaðri kynhneigð heldur einnig að kona og karl geti bara aldrei notið félagsskapar hvort annars án rómantíkur. Ekki samt rugla þessu saman við það að börn kyssist. Með kossum eru börnin að tjá væntumþykju líkt og flest börn þekkja hana frá þeim sem eru í þeirra nánasta umhverfi. Ef við svo bregðumst við með að stimpla börnin sem kærustupar þá höfum við breytt því hvað kossinn þýðir og sett í annað samhengi. Þetta er ekki í boði. Þetta breytist ekki nema við gerum kröfu um breytingar og byrjum þá á okkur sjálfum.
Heilsa Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira