Skrillex kom sérstaklega til Íslands til að hlusta á Diktu Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Atli Kjartansson skrifa 11. febrúar 2015 08:00 „Dikta, kannastu við þá hljómsveit? Bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex er á leið til landsins. Hann er einn af fjölmörgum listamönnum sem koma til með að leika á Sónar Reykjavík hátíðinni sem hefst á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skrillex heimsækir landið. Árið 2007 kom hann hingað gagngert í þeim tilgangi að hlusta á hljómsveitina Diktu. „Dikta, kannastu við þá hljómsveit?“ er svar Skrillex þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi heimsótt Ísland áður. Því var að sjálfsögðu játað enda Dikta sæmilega stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. „Ég vann með manni sem var að velta þeim fyrir sér og við fórum að hlusta á þá spila,“ segir Skrillex. „Ég man ágætlega eftir þeim, þeir voru fínir.“ Dvöl hans á Íslandi hafi ekki verið löng en hann hafi þó náð að dýfa sér í Bláa Lónið. Skrillex lendir hér á landi seint á laugardag og ætlar að verja hér eins miklum tíma og hann getur. „Ég vona að ég nái þremur dögum. Ég ætla aftur í Bláa Lónið og heilsa upp á íslenska vini mína.“ Meðal þeirra sem þar eru nefndir til sögunnar eru Björk, Sigtryggur Baldursson og meðlimir Diktu.Haukur Heiðar HaukssonHaukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, man vel eftir heimsókn Skrillex hingað til lands. „Já, við fengum skilaboð frá upptökustjóra sem heitir Ross Robinson. Hann var maðurinn á bakvið Korn, Limp Bizkit og Slipknot, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Hann hafði áhuga á að vinna með okkur og kom hingað til lands gagngert til þess að sjá okkur spila,“ rifjar Haukur upp og bætir við: „Og hann var með aðstoðarmann með sér að nafni Sonny Johnny More, sem kallar sig Skrillex í dag.“ Hann segir þá Skrillex og Ross Robinson hafa lagt á sig mikið ferðalag til að sjá og hlusta á Diktu. „Þeir ferðuðust í sjötíu og eitthvað klukkustundir bara til þess að vera með okkur í einhverjar sjö klukkustundir. Þeir komu með okkur í æfingahúsnæðið okkar og við fórum út að borða með þeim,“ útskýrir Haukur. Hann segir að ekkert hafi orðið af samstarfinu með Ross Robinson því þegar gengi krónunnar hrundi hafi sveitin ekki haft efni á Robinson, þrátt fyrir að hann gæfi þeim ríflegan afslátt. Haukur segir jafnframt þeir hafi verið í sambandi við og við síðan Skrillex heimsótti strákana í Diktu. „Við ætlum að hittast á laugardaginn þegar hann er búinn að spila og ég er búinn að taka þátt í undankeppni Eurovision,“ útskýrir Haukur en hann er kominn í lokakeppni Eurovision með lagið Milljón augnablik. Ítarlegra viðtal við Skrillex birtist á Vísi síðar í dag. Sónar Tengdar fréttir Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13 Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex er á leið til landsins. Hann er einn af fjölmörgum listamönnum sem koma til með að leika á Sónar Reykjavík hátíðinni sem hefst á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skrillex heimsækir landið. Árið 2007 kom hann hingað gagngert í þeim tilgangi að hlusta á hljómsveitina Diktu. „Dikta, kannastu við þá hljómsveit?“ er svar Skrillex þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi heimsótt Ísland áður. Því var að sjálfsögðu játað enda Dikta sæmilega stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. „Ég vann með manni sem var að velta þeim fyrir sér og við fórum að hlusta á þá spila,“ segir Skrillex. „Ég man ágætlega eftir þeim, þeir voru fínir.“ Dvöl hans á Íslandi hafi ekki verið löng en hann hafi þó náð að dýfa sér í Bláa Lónið. Skrillex lendir hér á landi seint á laugardag og ætlar að verja hér eins miklum tíma og hann getur. „Ég vona að ég nái þremur dögum. Ég ætla aftur í Bláa Lónið og heilsa upp á íslenska vini mína.“ Meðal þeirra sem þar eru nefndir til sögunnar eru Björk, Sigtryggur Baldursson og meðlimir Diktu.Haukur Heiðar HaukssonHaukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, man vel eftir heimsókn Skrillex hingað til lands. „Já, við fengum skilaboð frá upptökustjóra sem heitir Ross Robinson. Hann var maðurinn á bakvið Korn, Limp Bizkit og Slipknot, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Hann hafði áhuga á að vinna með okkur og kom hingað til lands gagngert til þess að sjá okkur spila,“ rifjar Haukur upp og bætir við: „Og hann var með aðstoðarmann með sér að nafni Sonny Johnny More, sem kallar sig Skrillex í dag.“ Hann segir þá Skrillex og Ross Robinson hafa lagt á sig mikið ferðalag til að sjá og hlusta á Diktu. „Þeir ferðuðust í sjötíu og eitthvað klukkustundir bara til þess að vera með okkur í einhverjar sjö klukkustundir. Þeir komu með okkur í æfingahúsnæðið okkar og við fórum út að borða með þeim,“ útskýrir Haukur. Hann segir að ekkert hafi orðið af samstarfinu með Ross Robinson því þegar gengi krónunnar hrundi hafi sveitin ekki haft efni á Robinson, þrátt fyrir að hann gæfi þeim ríflegan afslátt. Haukur segir jafnframt þeir hafi verið í sambandi við og við síðan Skrillex heimsótti strákana í Diktu. „Við ætlum að hittast á laugardaginn þegar hann er búinn að spila og ég er búinn að taka þátt í undankeppni Eurovision,“ útskýrir Haukur en hann er kominn í lokakeppni Eurovision með lagið Milljón augnablik. Ítarlegra viðtal við Skrillex birtist á Vísi síðar í dag.
Sónar Tengdar fréttir Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13 Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13
Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00
Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26