Óður til líkamans Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 13:30 „Saga Sigurðardóttir leitaði að hreyfiefni fyrir verkið sitt, Blýkufl í smiðju súfista,“ segir í dómnum. Fréttablaðið/Ernir Taugar Íslenski dansflokkurinn á Reykjavík Dansfestival Ljósahönnuður: Björn Bergsteinn Guðmundsson Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Einar Nikkerud, Halla Þórðardóttir, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Karol Tyminski, Þyrí Huld Árnadóttir Blýkufl eftir Sögu Sigurðardóttur Tónlist:Hallvarður Ásgeirsson Búningahönnun:Elsa María Blöndal Liminal eftir Karol Tyminski Tónlist:Valdimar Jóhannesson Búningahönnun:Agnieska BaranowskaÞað hefur verið mikil gróska í íslensku listdanslífi undanfarin ár og hafa danshöfundar verið óhræddir við að leita nýrra leiða í danssköpuninni. Febrúarsýning Íslenska dansflokksins Taugar var hér engin undantekning og þurftu áhorfendur enn á ný að skoða hug sinn um hvað fælist í hugtakinu listdans. Ólíkt þeim danssýningum þar sem önnur listform voru áberandi og líkaminn og hreyfingar jafnvel jaðarsettar, þá voru dansararnir og hreyfingar þeirra í forgrunni í báðum verkum kvöldsins. Dansararnir glímdu við mörk þess mögulega hvað hreyfingar varðar og var krafturinn og úthaldið hjá þeim aðdáunarvert. Ofurtækni er greinilega aftur komin í tísku þó í breyttri mynd sé. Efni verkanna var líka lítið annað en hreyfingarnar og merking þeirra í sjálfum sér eitthvað sem gerði sýninguna mjög áhugaverða. Nýjungin í sýningunni var fyrst og fremst hreyfiforðinn. Saga Sigurðardóttir leitaði að hreyfiefni fyrir verkið sitt Blýkufl í smiðju súfista og nýtti sér ekki síst „spinning“, dansgerð þar sem einstaklingurinn snýr sér í hringi í sífellu með það að markmiði að komast í samband við almættið. Verkið einkenndist af einföldum hreyfingum og miklum endurtekningum eins og ákveðin helgiathöfn færi fram á sviðinu. Karol Tyminski tjáði sína ætlan með hreyfingum tengdum reiði, áflogum, óreiðu og hömluleysi; líkamstjáningu sem venjulega tilheyrir persónulegu lífi fólks. Þannig var ástandið á sviðinu kaótískt þar sem dansararnir hnoðuðust hvor með annan og drösluðu hvor öðrum og sjálfum sér um sviðið auk þess að leika sér með og henda húsgögnunum. Bæði verkin unnu út frá litlum efniviði. Í báðum tilfellum var það gert á mjög áhugaverðan hátt og danssköpunin var heilsteypt og vel frágengin ekki síst hjá Sögu. Stígandin var ágæt í báðum tilfellum. Í Blýkufl vantaði þó einhvern neista til að virkilega hrífa áhorfandann með, þó að það væri mjög auðvelt að flæða inn í stemminguna sem var framkölluð. Liminal bjó aftur á móti yfir óbeisluðum krafti sem vakti athygli áhorfandans. Þar voru aftur á móti kaflar sem voru áhugaverðir í sjálfu sér en voru kannski ekki nauðsynlegir fyrir heildina eins og textinn í lokin, hann bætti litlu sem engu við verkið. Eins og í flestum verkum nú til dags unnu danshöfundarnir með frumsamda tónlist og í nánu samstarfi við tónskáldin. Í báðum tilfellum kom það mjög vel út. Samspil Valdimars og dansaranna var mjög áhugavert. Tónlist Hallvarðs var líka mikilvægur þáttur í Blýkufli og jók á upplifunina á verkinu. Aðeins teknókaflinn var til óþurftar bæði hvað varðar tónlistina og dansinn. Söngur dansaranna kom einstaklega vel út og gaf tóninn fyrir anda verksins. Það er áhugavert að sjá hvernig röddin er orðin hluti af tækni dansaranna því fyrir nokkrum árum, fyrst þegar farið var að láta dansara tala og syngja á sviðinu, fór vankunnátta þeirra í þeirri list ekki á milli mála. Lýsing og búningar virkuðu ágætlega. Umbreytingin úr kuflunum yfir í glimmergallana í Blýkufli komu skemmtilega út, þótt undirritaðri hafi fundist kuflarnir hálf druslulegir þá sköpuðu þeir góða andstæðu við það sem á eftir kom. Útfærslan á búningum í Liminal kom vel út, ekki síst hvernig senan þar sem þau voru mörg saman byrjaði í hvítri ró en færðist yfir í kaótíska litadýrð. Hreindýramaðurinn hefði aftur á móti að meinalausu mátt vera í öðru en nærbuxunum.Niðurstaða: Taugar er ögrandi og áhugaverð sýning sem ýtir við hugmyndum áhorfandans um hvaða hreyfiefni er boðlegt á sviði. Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Taugar Íslenski dansflokkurinn á Reykjavík Dansfestival Ljósahönnuður: Björn Bergsteinn Guðmundsson Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Einar Nikkerud, Halla Þórðardóttir, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Karol Tyminski, Þyrí Huld Árnadóttir Blýkufl eftir Sögu Sigurðardóttur Tónlist:Hallvarður Ásgeirsson Búningahönnun:Elsa María Blöndal Liminal eftir Karol Tyminski Tónlist:Valdimar Jóhannesson Búningahönnun:Agnieska BaranowskaÞað hefur verið mikil gróska í íslensku listdanslífi undanfarin ár og hafa danshöfundar verið óhræddir við að leita nýrra leiða í danssköpuninni. Febrúarsýning Íslenska dansflokksins Taugar var hér engin undantekning og þurftu áhorfendur enn á ný að skoða hug sinn um hvað fælist í hugtakinu listdans. Ólíkt þeim danssýningum þar sem önnur listform voru áberandi og líkaminn og hreyfingar jafnvel jaðarsettar, þá voru dansararnir og hreyfingar þeirra í forgrunni í báðum verkum kvöldsins. Dansararnir glímdu við mörk þess mögulega hvað hreyfingar varðar og var krafturinn og úthaldið hjá þeim aðdáunarvert. Ofurtækni er greinilega aftur komin í tísku þó í breyttri mynd sé. Efni verkanna var líka lítið annað en hreyfingarnar og merking þeirra í sjálfum sér eitthvað sem gerði sýninguna mjög áhugaverða. Nýjungin í sýningunni var fyrst og fremst hreyfiforðinn. Saga Sigurðardóttir leitaði að hreyfiefni fyrir verkið sitt Blýkufl í smiðju súfista og nýtti sér ekki síst „spinning“, dansgerð þar sem einstaklingurinn snýr sér í hringi í sífellu með það að markmiði að komast í samband við almættið. Verkið einkenndist af einföldum hreyfingum og miklum endurtekningum eins og ákveðin helgiathöfn færi fram á sviðinu. Karol Tyminski tjáði sína ætlan með hreyfingum tengdum reiði, áflogum, óreiðu og hömluleysi; líkamstjáningu sem venjulega tilheyrir persónulegu lífi fólks. Þannig var ástandið á sviðinu kaótískt þar sem dansararnir hnoðuðust hvor með annan og drösluðu hvor öðrum og sjálfum sér um sviðið auk þess að leika sér með og henda húsgögnunum. Bæði verkin unnu út frá litlum efniviði. Í báðum tilfellum var það gert á mjög áhugaverðan hátt og danssköpunin var heilsteypt og vel frágengin ekki síst hjá Sögu. Stígandin var ágæt í báðum tilfellum. Í Blýkufl vantaði þó einhvern neista til að virkilega hrífa áhorfandann með, þó að það væri mjög auðvelt að flæða inn í stemminguna sem var framkölluð. Liminal bjó aftur á móti yfir óbeisluðum krafti sem vakti athygli áhorfandans. Þar voru aftur á móti kaflar sem voru áhugaverðir í sjálfu sér en voru kannski ekki nauðsynlegir fyrir heildina eins og textinn í lokin, hann bætti litlu sem engu við verkið. Eins og í flestum verkum nú til dags unnu danshöfundarnir með frumsamda tónlist og í nánu samstarfi við tónskáldin. Í báðum tilfellum kom það mjög vel út. Samspil Valdimars og dansaranna var mjög áhugavert. Tónlist Hallvarðs var líka mikilvægur þáttur í Blýkufli og jók á upplifunina á verkinu. Aðeins teknókaflinn var til óþurftar bæði hvað varðar tónlistina og dansinn. Söngur dansaranna kom einstaklega vel út og gaf tóninn fyrir anda verksins. Það er áhugavert að sjá hvernig röddin er orðin hluti af tækni dansaranna því fyrir nokkrum árum, fyrst þegar farið var að láta dansara tala og syngja á sviðinu, fór vankunnátta þeirra í þeirri list ekki á milli mála. Lýsing og búningar virkuðu ágætlega. Umbreytingin úr kuflunum yfir í glimmergallana í Blýkufli komu skemmtilega út, þótt undirritaðri hafi fundist kuflarnir hálf druslulegir þá sköpuðu þeir góða andstæðu við það sem á eftir kom. Útfærslan á búningum í Liminal kom vel út, ekki síst hvernig senan þar sem þau voru mörg saman byrjaði í hvítri ró en færðist yfir í kaótíska litadýrð. Hreindýramaðurinn hefði aftur á móti að meinalausu mátt vera í öðru en nærbuxunum.Niðurstaða: Taugar er ögrandi og áhugaverð sýning sem ýtir við hugmyndum áhorfandans um hvaða hreyfiefni er boðlegt á sviði.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira