Lífið

Feðgar á ferð gera þætti um Suðurland

Fannar Freyr, Magnús Hlynur, Gísli Berg, yfirframleiðandi 365, og Jóhanna Margrét Gísladóttir sjónvarpsstjóri.
Fannar Freyr, Magnús Hlynur, Gísli Berg, yfirframleiðandi 365, og Jóhanna Margrét Gísladóttir sjónvarpsstjóri. fréttablaðið/Ernir
„Þetta er frábært, við erum í skýjunum og þökkum Stöð 2 fyrir það traust sem fyrirtækið sýnir okkur með að fá okkur í þetta verkefni,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurlandi.

Magnús Hlynur og sonur hans Fannar Freyr hafa undirritað samning við 365 um framleiðslu á þáttunum Feðgar á ferð sem sýndir verða í sumar á Stöð 2.

„Við ætlum að heimsækja skemmtilegt og jákvætt fólk á Suðurlandi og Suðurnesjunum, það fær enginn neikvæður að vera með. Nafnið á þættinum vísar til okkar Fannars en við erum feðgar, hann er elsti strákurinn minn, 23 ára,“ segir Magnús Hlynur sem á fjóra syni. „Ég kvíði ekki samstarfinu við Fannar Frey, hann er toppstrákur og fagmaður fram í fingurgóma þegar kemur að klippingu og frágangi sjónvarpsefnis enda fréttaklippari á Stöð 2.

Það á margt eftir að koma mjög á óvart í þessum þáttum, því lofum við, án þess að ég vilji fara nánar út í það,“ bætir Magnús Hlynur við.

„Þetta er frábært tækifæri til að kynnast Suðurlandi í sumar sem Magnús Hlynur er þekktur fyrir að segja frá á sinn einstaka hátt,“ segir Gísli Berg, yfirframleiðandi 365.

Það þótti vel við hæfi að undirritun samningsins færi fram á Litlu-Kaffistofunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.