Leynist ærsladraugur líka heima hjá þér? Rikka skrifar 7. febrúar 2015 14:00 visir/getty Heimilið er griðastaður fjölskyldunnar og fátt eins gott og að koma heim í kotið eftir annasama daga. Nú til dags koma flestar fjölskyldur uppgefnar heim til sín á kvöldin eftir verkefni dagsins. Það þarf að keyra og sækja börnin, láta þau læra og ala upp, reyna að eiga í félagslegum samskiptum við fullorðið fólk, halda heilsunni, bæði líkamlegri og andlegri, réttum megin við girðinguna og svo er það heimilið, blessað heimilið, sem situr alltaf á hakanum. Ég sat eitt kvöldið í sófanum heima hjá mér og horfði á allt þetta dót sem hafði safnast saman í hverju horni heimilisins. Hvernig get ég fengið heimilisfólkið til að ganga frá eftir sig og eftir mig líka, ef því er að skipta? Ég hugsaði málið og ákvað að í stað þess að pirra mig yfir þessu ástandi að láta reyna á húmorinn á heimilinu.Ærsladraugurinn Næsta dag komu drengirnir heim eftir skóla og fóru að venju í eldhússkápana og á salernið án þess að setja setuna niður og lok skápahurðunum. Því næst dreifðu þeir úr Legókubbunum yfir stofugólfið og gerðu sig líklega í leik eins og ósköp eðlilegt er. Ég leit yfir orrustusvæðið og hugsaði að nú væri tækifærið til að koma inn með nýja nálgun í stað þeirrar gömlu tuggu, spurningarinnar um það hvort þeir byggju í helli. Ég stillti mér upp skelkuð á svip fyrir framan þá og sagði; „Strákar, ég held að það sé poltergeist (ærsladraugur) í húsinu!“ Þeir horfðu með undarlegum svip hvor á annan. „Ha, er draugur í húsinu?“ sagði sá eldri. „Já, ég held það, sjáiði bara, hann hefur komið hérna inn rétt eftir að við komum heim og rifið upp allar skápahurðirnar í eldhúsinu og klósettsetuna inni á baði auk þess sem hann hefur hent handklæði á gólfið,“ sagði ég með ótta í augunum. Ég sá það á svip þess yngri að núna hélt hann að móðirin væri endanlega gengin af göflunum. Svo áttaði hann sig og sagði flissandi: „Mamma, það er ekki draugur í húsinu, þetta vorum við.“ „Ó,“ sagði ég með dramatískum hætti og greip um ennið. „Mikið er ég fegin, strákar mínir, að þetta voruð bara þið.“ Það var eins og við manninn mælt, þeir bræður náðu skilaboðunum og gengu frá eftir sig, í þetta sinn allavega.Maðurinn sem hvarf Síðar þetta sama kvöld kom sambýlismaðurinn heim eftir langan vinnudag. Fljótlega freistaði hann þess að skríða undir sæng, hálfdofinn eftir annasaman dag. Hann fór úr fötunum þar sem að hann stóð og liðaðist upp í rúm, uppgefinn. Þar sem hann lá í svefnrofunum kom ég inn í herbergi og ákvað að leika sama leik og fyrr um daginn. „Heyrðu, ástin mín,“ sagði ég með óttann í augunum. Hann muldraði eitthvað en rankaði við sér og reis upp þegar ég sagði honum að það hefði verið maður sem stóð hérna rétt áðan inni í svefnherberginu okkar. „Ha, hér?“ sagði hann. „Já, hann stóð hérna og svo bara gufaði hann upp fyrir framan mig og það eina sem eftir er af honum eru fötin hans sem liggja hérna á gólfinu,“ sagði ég. Að sjálfsögðu fékk ég sömu viðbrögð og hjá strákunum mínum, hlátur og gleði en það er það sem gerir hús að heimili og fólk að fjölskyldum. Húsið mitt er síður en svo skipulagðara eða hreinna eftir gjörninginn en það er hamingjuríkt og hermenn hússins eru vígbúnir gleði. Heilsa Tengdar fréttir Hugurinn ber þig alla leið Heilinn er nokkuð merkilegt fyrirbæri og er fær um að gera miklu meira en virðist í fyrstu. 26. janúar 2015 09:00 Ertu fórnalamb eða sigurvegari? Það er hreint ótrúlegt hvers megnug manneskja getur orðið þegar hún er með rétt hugarfar gagnvart lífinu og tilverunni. Hér eru nokkur ráð sem þú getur notað til sjálfsstyrkingar. 1. febrúar 2015 14:00 Megrunin sem mótaði mig Vísindin á bak við megrunarkúra hafa verið mér hugleikin frá því að ég fór á minn allra fyrsta megrunarkúr. Hver er rétta leiðin að mjórra mitti, er hana að finna í hugarfarinu eða magamálinu? 16. janúar 2015 09:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Heimilið er griðastaður fjölskyldunnar og fátt eins gott og að koma heim í kotið eftir annasama daga. Nú til dags koma flestar fjölskyldur uppgefnar heim til sín á kvöldin eftir verkefni dagsins. Það þarf að keyra og sækja börnin, láta þau læra og ala upp, reyna að eiga í félagslegum samskiptum við fullorðið fólk, halda heilsunni, bæði líkamlegri og andlegri, réttum megin við girðinguna og svo er það heimilið, blessað heimilið, sem situr alltaf á hakanum. Ég sat eitt kvöldið í sófanum heima hjá mér og horfði á allt þetta dót sem hafði safnast saman í hverju horni heimilisins. Hvernig get ég fengið heimilisfólkið til að ganga frá eftir sig og eftir mig líka, ef því er að skipta? Ég hugsaði málið og ákvað að í stað þess að pirra mig yfir þessu ástandi að láta reyna á húmorinn á heimilinu.Ærsladraugurinn Næsta dag komu drengirnir heim eftir skóla og fóru að venju í eldhússkápana og á salernið án þess að setja setuna niður og lok skápahurðunum. Því næst dreifðu þeir úr Legókubbunum yfir stofugólfið og gerðu sig líklega í leik eins og ósköp eðlilegt er. Ég leit yfir orrustusvæðið og hugsaði að nú væri tækifærið til að koma inn með nýja nálgun í stað þeirrar gömlu tuggu, spurningarinnar um það hvort þeir byggju í helli. Ég stillti mér upp skelkuð á svip fyrir framan þá og sagði; „Strákar, ég held að það sé poltergeist (ærsladraugur) í húsinu!“ Þeir horfðu með undarlegum svip hvor á annan. „Ha, er draugur í húsinu?“ sagði sá eldri. „Já, ég held það, sjáiði bara, hann hefur komið hérna inn rétt eftir að við komum heim og rifið upp allar skápahurðirnar í eldhúsinu og klósettsetuna inni á baði auk þess sem hann hefur hent handklæði á gólfið,“ sagði ég með ótta í augunum. Ég sá það á svip þess yngri að núna hélt hann að móðirin væri endanlega gengin af göflunum. Svo áttaði hann sig og sagði flissandi: „Mamma, það er ekki draugur í húsinu, þetta vorum við.“ „Ó,“ sagði ég með dramatískum hætti og greip um ennið. „Mikið er ég fegin, strákar mínir, að þetta voruð bara þið.“ Það var eins og við manninn mælt, þeir bræður náðu skilaboðunum og gengu frá eftir sig, í þetta sinn allavega.Maðurinn sem hvarf Síðar þetta sama kvöld kom sambýlismaðurinn heim eftir langan vinnudag. Fljótlega freistaði hann þess að skríða undir sæng, hálfdofinn eftir annasaman dag. Hann fór úr fötunum þar sem að hann stóð og liðaðist upp í rúm, uppgefinn. Þar sem hann lá í svefnrofunum kom ég inn í herbergi og ákvað að leika sama leik og fyrr um daginn. „Heyrðu, ástin mín,“ sagði ég með óttann í augunum. Hann muldraði eitthvað en rankaði við sér og reis upp þegar ég sagði honum að það hefði verið maður sem stóð hérna rétt áðan inni í svefnherberginu okkar. „Ha, hér?“ sagði hann. „Já, hann stóð hérna og svo bara gufaði hann upp fyrir framan mig og það eina sem eftir er af honum eru fötin hans sem liggja hérna á gólfinu,“ sagði ég. Að sjálfsögðu fékk ég sömu viðbrögð og hjá strákunum mínum, hlátur og gleði en það er það sem gerir hús að heimili og fólk að fjölskyldum. Húsið mitt er síður en svo skipulagðara eða hreinna eftir gjörninginn en það er hamingjuríkt og hermenn hússins eru vígbúnir gleði.
Heilsa Tengdar fréttir Hugurinn ber þig alla leið Heilinn er nokkuð merkilegt fyrirbæri og er fær um að gera miklu meira en virðist í fyrstu. 26. janúar 2015 09:00 Ertu fórnalamb eða sigurvegari? Það er hreint ótrúlegt hvers megnug manneskja getur orðið þegar hún er með rétt hugarfar gagnvart lífinu og tilverunni. Hér eru nokkur ráð sem þú getur notað til sjálfsstyrkingar. 1. febrúar 2015 14:00 Megrunin sem mótaði mig Vísindin á bak við megrunarkúra hafa verið mér hugleikin frá því að ég fór á minn allra fyrsta megrunarkúr. Hver er rétta leiðin að mjórra mitti, er hana að finna í hugarfarinu eða magamálinu? 16. janúar 2015 09:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hugurinn ber þig alla leið Heilinn er nokkuð merkilegt fyrirbæri og er fær um að gera miklu meira en virðist í fyrstu. 26. janúar 2015 09:00
Ertu fórnalamb eða sigurvegari? Það er hreint ótrúlegt hvers megnug manneskja getur orðið þegar hún er með rétt hugarfar gagnvart lífinu og tilverunni. Hér eru nokkur ráð sem þú getur notað til sjálfsstyrkingar. 1. febrúar 2015 14:00
Megrunin sem mótaði mig Vísindin á bak við megrunarkúra hafa verið mér hugleikin frá því að ég fór á minn allra fyrsta megrunarkúr. Hver er rétta leiðin að mjórra mitti, er hana að finna í hugarfarinu eða magamálinu? 16. janúar 2015 09:00