Listin að krydda kynlífið Sigga Dögg og kynfræðingur skrifa 7. febrúar 2015 10:00 Vísir/Getty Hvað felst í því að vilja bæta kynlífið sitt? Eru það kynlífsráð þar sem kaupa skal græju eða er það ný stelling eða ný staðsetning? Nýlega auglýsti ég eftir pörum sem langar að fá smá innspýtingu í kynlífið sitt. Þau upplifa ekki að raunverulegt vandamál sé til staðar heldur bara vantar eitthvað. Stundum er þetta einhver nánd, tími, nenna, þor eða jafnvel barnapössun. Það er mikill misskilningur að í kynlífsráðum felist frumleg útfærsla á kynlífi. Ég hef talað um þetta áður og á meðan svona hlutir eru reglulega kynntir þá mun ég halda áfram að tala um það. Á hverjum einasta degi les ég kynlífsráð til þess fallið að „krydda“ kynlíf para. Kynlífsráðin bókstaflega drjúpa af hverri einustu vefsíðu. Eitt ráðið stakk upp á því að þræða kleinuhring upp á beinstífan liminn, borða hann svo rólega af og…? (Það minntist enginn á píkuna í þessu samhengi en ég sé fyrir mér kleinu sem hliðstæða útfærslu.) Ég er ekki með það á hreinu af hverju þetta átti að vera sexí eða sérstaklega gott krydd í kynlífið. Ég meina, sjáðu þetta fyrir þér, einhver læðist inn í svefnherbergið með brakandi poka úr bakaríinu, lokkar typpið upp í fulla reisn og í stað þess að læða votum vörum að honum þá er djúpsteiktum og glassúrshúðuðum kleinuhring troðið upp á hann. Þú fylgist með tönnum fljúga um kónginn og narta í klístrað bakkelsið sem nú skartar typpahárum og einhverju hvítu sem er ekki krem frá bakaríinu. Þú nærð að halda stinningu á meðan á átinu stendur en svo um leið og því lýkur horfir þú á glansandi og klístraðan liminn og hvað svo? Bólfélaginn er nú saddur og örugglega þyrstur (nema hann hafi líka farið eftir ráðinu að setja mjólk í naflann og lepja hana) og með bullandi samviskubit að hafa fórnað sykurátakinu sínu í eitthvert typpanart. Tekur svo eldheitt kynlíf við? Ég er ekki svo viss. Kannski frekar kjánahrollur og sturtuferð. Þegar við erum að tala um að krydda kynlífið okkar þá förum við stundum fimm skref framúr okkur í stað þess að byrja á byrjuninni og kanna, hvað okkur vantar til að geta stundað kynlíf. Erum við sátt og getum við talað saman? Er hlustað á þig og hlustar þú á bólfélagann? Það er gott að skoða líka hvernig þið tengist utan kynlífs. Allt kynlíf byrjar í heilanum og til að kveikja á kynfærum þá þarf að kveikja á heilanum (en einnig að slökkva). Ykkar samlíf krefst athygli ykkar beggja og þeirrar skuldbindingar að gleyma stað og stund og vera bara hér og nú. Um leið og þú finnur höfuðið svífa burtu frá kynlífinu þá þarftu að geta tekið stefnuna aftur inn í þig og ykkur. Það má einnig spyrja sig að því hvernig kynlíf okkur langar til að stunda? Það má játa að áhugi sé takmarkaður fyrir sumum kynlífsathöfnum og stundum getur líka verið gott að fá að vera bara þiggjandi eða gefandi. Fylgstu með, ég mun fjalla meira um þetta og ekki með kynlífsráðum sem valda kjánahrolli heldur þeim sem auka nánd og efla samskipti. Heilsa Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hvað felst í því að vilja bæta kynlífið sitt? Eru það kynlífsráð þar sem kaupa skal græju eða er það ný stelling eða ný staðsetning? Nýlega auglýsti ég eftir pörum sem langar að fá smá innspýtingu í kynlífið sitt. Þau upplifa ekki að raunverulegt vandamál sé til staðar heldur bara vantar eitthvað. Stundum er þetta einhver nánd, tími, nenna, þor eða jafnvel barnapössun. Það er mikill misskilningur að í kynlífsráðum felist frumleg útfærsla á kynlífi. Ég hef talað um þetta áður og á meðan svona hlutir eru reglulega kynntir þá mun ég halda áfram að tala um það. Á hverjum einasta degi les ég kynlífsráð til þess fallið að „krydda“ kynlíf para. Kynlífsráðin bókstaflega drjúpa af hverri einustu vefsíðu. Eitt ráðið stakk upp á því að þræða kleinuhring upp á beinstífan liminn, borða hann svo rólega af og…? (Það minntist enginn á píkuna í þessu samhengi en ég sé fyrir mér kleinu sem hliðstæða útfærslu.) Ég er ekki með það á hreinu af hverju þetta átti að vera sexí eða sérstaklega gott krydd í kynlífið. Ég meina, sjáðu þetta fyrir þér, einhver læðist inn í svefnherbergið með brakandi poka úr bakaríinu, lokkar typpið upp í fulla reisn og í stað þess að læða votum vörum að honum þá er djúpsteiktum og glassúrshúðuðum kleinuhring troðið upp á hann. Þú fylgist með tönnum fljúga um kónginn og narta í klístrað bakkelsið sem nú skartar typpahárum og einhverju hvítu sem er ekki krem frá bakaríinu. Þú nærð að halda stinningu á meðan á átinu stendur en svo um leið og því lýkur horfir þú á glansandi og klístraðan liminn og hvað svo? Bólfélaginn er nú saddur og örugglega þyrstur (nema hann hafi líka farið eftir ráðinu að setja mjólk í naflann og lepja hana) og með bullandi samviskubit að hafa fórnað sykurátakinu sínu í eitthvert typpanart. Tekur svo eldheitt kynlíf við? Ég er ekki svo viss. Kannski frekar kjánahrollur og sturtuferð. Þegar við erum að tala um að krydda kynlífið okkar þá förum við stundum fimm skref framúr okkur í stað þess að byrja á byrjuninni og kanna, hvað okkur vantar til að geta stundað kynlíf. Erum við sátt og getum við talað saman? Er hlustað á þig og hlustar þú á bólfélagann? Það er gott að skoða líka hvernig þið tengist utan kynlífs. Allt kynlíf byrjar í heilanum og til að kveikja á kynfærum þá þarf að kveikja á heilanum (en einnig að slökkva). Ykkar samlíf krefst athygli ykkar beggja og þeirrar skuldbindingar að gleyma stað og stund og vera bara hér og nú. Um leið og þú finnur höfuðið svífa burtu frá kynlífinu þá þarftu að geta tekið stefnuna aftur inn í þig og ykkur. Það má einnig spyrja sig að því hvernig kynlíf okkur langar til að stunda? Það má játa að áhugi sé takmarkaður fyrir sumum kynlífsathöfnum og stundum getur líka verið gott að fá að vera bara þiggjandi eða gefandi. Fylgstu með, ég mun fjalla meira um þetta og ekki með kynlífsráðum sem valda kjánahrolli heldur þeim sem auka nánd og efla samskipti.
Heilsa Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira