Forsíðuviðtal Lífsins: Upplýst samfélag sterkasta vopnið Rikka skrifar 6. febrúar 2015 12:00 Þórdís Elva er mörgum hæfileikum gædd bæði á riti og ræðu. Hún er björt og falleg á að líta, konan sem sest fyrir framan mig á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum. Það vottar ekki fyrir óöryggi hjá þessari konu og ég finn strax að mér líkar við þessa yfirveguðu nærveru sem hún ber með sér. Samtal okkar byrjar á kurteisishjali og ég skynja að þarna er á ferðinni yfirburðagreind kona sem fer óskaplega vel með íslenska tungu þrátt fyrir að hafa verið alin upp í ferðatösku, heimshorna á milli. „Ég var búin að flytja ellefu sinnum þegar ég var fimmtán ára og fékk alþjóðlegt uppeldi. Pabbi minn er skurðlæknir og títt með lækna að þeir sæki sér menntun erlendis. Við fluttum til New Hampshire í Bandaríkjunum og svo til Helsingborg í Svíþjóð og aftur heim í stutta stund áður en að við fluttum aftur til Svíþjóðar. Þar bjuggum við í fjögur ár í innflytjendahverfi í Malmö og þá sá ég fullt af félagslegu misrétti undir nefinu á mér. Vinkona mín er ættleidd frá Indlandi og lenti hún í miklum rasisma á þessum tíma og einnig einstaklingar í mínum bekk sem tilheyrðu strangtrúuðum fjölskyldum og voru jafnvel gefin öðrum í hjónaband ung að árum. Þetta hefði ég síður séð hérna á Íslandi og hefur vafalaust átt þátt í því að móta mig,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem án efa hefur verið svolítið skondinn krakki, hugmyndarík og með sterka réttlætiskennd. „Réttlætiskenndin hefur alltaf fylgt mér, ég man eftir því að hafa skrifað Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta, opið bréf um umhverfismál þegar ég var tíu ára og svo tók ég að mér að sjá um bætta umhverfisvitund jafnaldra minna, safnaði fyrir regnskógunum og rak ánamaðkasjúkrahús á tímabili þar sem ég gerði út krakka í hverfinu til þess að bjarga ánamöðkum sem villst höfðu af leið,“ segir Þórdís Elva með bros á vör.Mæðgurnar við útskrift Þórdísar úr UGA„Ber það sem eftir er“ Þórdís Elva stendur fyrir þarfri fræðsluherferð í samstarfi við fjarskiptafyrirtækið Vodafone sem ber nafnið „Ber það sem eftir er“ en þar fer hún yfir málefni sem varða samskipti ungs fólks á netinu sem og í símanum. „Þetta er átak sem kennir foreldrum hnútana. Það vill verða kynslóðagjá í þessum efnum og foreldrar eiga erfitt með að fylgjast með hvað er í tísku og þessháttar. Krakkar eru löngu hættir á Facebook því þar eru foreldrarnir sjálfir, afi, amma og kennarar krakkanna. Þau hafa þau fært sig yfir á aðra miðla eins og Instagram, Tumblr og Vine,“ segir Þórdís. Fyrir þá sem vita ekki hvað Vine er þá er það einskonar opin myndbandaveita þar sem notendur geta sett inn myndband af sínum hugðarefnum. Þess er skemmst að minnast þegar Vine-stjarnan Jerome Jarre kom til Íslands og unglingar þessa lands þyrptust í þúsunda tali í Smáralindina til að berja hann augum. Átroðningurinn var það mikill að hættuástand skapaðist. „Á þessu tímabili höfðu fáir yfir tvítugu nokkurn tímann heyrt um Vine,“ segir Þórdís. Á fyrirlestrunum gefur Þórdís Elva foreldrum innsýn í þennan nýja heim og hvernig megi bregðast við á réttan hátt þegar erfið mál koma upp. „Þessi fræðsluherferð gengur svolítið út á að brúa bilið á milli kynslóðanna og búa til skilning. Þegar koma upp erfið mál eins og hefndarklám, þar sem verið er að dreifa nektarmyndum án samþykkis einstaklinga, getur það haft gríðarlega neikvæðar afleiðingar fyrir félagslega stöðu og framtíðarmöguleika þolandans. Þegar svona erfið mál hafa komið upp þá hefur skort töluvert upp á að krökkum finnist þau geta leitað til fullorðinna og þar af leiðandi einangrast þau í eigin heimi með þessi mál. Þegar verst lætur finnst þeim sjálfsvíg vera eina lausnin.“ Áður en internetið og almenn farsímaeign kom til sögunnar var rómantískum áhuga komið á framfæri með öðrum hætti. Í sumum tilfellum voru vinirnir fengnir til að bera skilaboðin áfram, hringt í heimasíma viðkomandi og í flestum tilfellum lauk hringingunni áður en svarað var. Já, ástin var öðruvísi í gamla daga. „Núna eru boðleiðirnar svo allt öðruvísi, sumum finnst auðveldara að senda sms en að treysta vinkonu til að ganga á milli með þennan rómantíska áhuga. Ég held að í botninn og grunninn séu alveg skiljanlegar og mannlegar hvatir á baki hluta eins og „sexting“. Það er eðlilegt og skiljalegt af hverju krakkar standa í þessu en hins vegar held ég að margir geri sér ekki grein fyrir hvað það er mikil áhætta sem felst í þessum samskiptum, enda sýna rannsóknir að allt að 25% þeirra sem fá send sexting-boð áframsenda þau á þriðja aðila.“Ásamt Brynhildi samstarskonu sinni við móttöku forvarnarverðlauna Stígamóta fyrirTrúverðugar heilaslettur Þórdís Elva er mörgum hæfileikum gædd bæði á riti og ræðu. Í dag er hún boðberi betri samskipta og vinnur að bættu samfélagi en upprunalega leitaði hugur okkar konu í leikhúsheiminn og sótti hún nám í þeim geira til Georgíu í Bandaríkjunum. „Ég hef alltaf verið afburðanemandi og fékk styrk til náms í skóla sem heitir UGA og er einn stærsti opinberi háskólinn í Suðurríkjunum en í honum voru 33.000 nemendur. Maður er svo vanur fámenninu hérna á Íslandi þannig að þetta voru mikil viðbrigði.“ Að námi loknu kom Þórdís heim og tók þátt í nokkrum uppsetningum í leikhúsi sem og í sjónvarpi. Glöggir muna kannski eftir henni úr dönsku sjónvarpsþáttunum Erninum sem sýndir voru á Íslandi við góðar móttökur. „Ég var reyndar skotin í höfuðið í þeirri seríu. Móðir mín átti mjög erfitt með að horfa upp á barnið sitt skotið en pabbi, læknirinn sjálfur, hrósaði heilaslettunum í hástert fyrir að vera afar trúverðugar.“ Ritstörfin hófust fyrir alvöru árið 2005, þegar Þórdís Elva hóf störf sem blaðamaður og pistlahöfundur á tímaritinu Grapevine. Sama ár var fyrsta leikrit hennar sett upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu. „Mér varð smám saman ljóst að ég vildi frekar vera röddin á bak við leikverkið heldur en túlkandinn á sviðinu, enda hefur leikskáldið meira tækifæri til að koma skilaboðum á framfæri við samfélagið heldur en leikarinn á sviðinu. Ég játa að stundum sakna ég leiklistarinnar, en leikkonan í mér fær samt útrás í fyrirlestrahaldi,“ segir Þórdís. „Þetta eru ekki ósvipuð störf, sem fyrirlesari þarf maður að tileinka sér ákveðinn texta og flytja hann fyrir framan áhorfendur. Stundum fær maður meira að segja lófatak, líka.“ Þórdís Elva gaf sig ritstörfunum æ meira á vald og hafa níu leikverk eftir hana verið sett á svið. Árið 2009 kom út fyrsta bók hennar, Á mannamáli, sem var ein verðlaunaðasta bók ársins og fjallaði um stöðuna í ofbeldismálum hérlendis. Tveimur árum síðar skráði Þórdís sig Háskóla Íslands þar sem hún tók meistaranám í ritstjórn og útgáfu og vann hún í kjölfarið á fréttastofu RÚV. „Ástríða mín snýst fyrst og fremst um að koma upplýsingum á framfæri, sem er akkúrat það sem starf fréttamannsins snýst um. Það var mikill skóli fyrir mig.“ Þórdís Elva hefur ekki verið að tvínóna við að koma upplýsingum á framfæri við unglinga landsins, til dæmis með verðlaunuðu stuttmyndinni „Fáðu já!“ sem var fyrsta leikstjórnarverkefni poppstjörnunnar Páls Óskars. Myndin fjallar um mikilvægi þess að fá samþykki í nánum samskiptum en framhaldsmyndin „Stattu með þér!“ er tilnefnd til Eddunnar í ár. „Stærstu verðlaunin eru þó fólgin í því að skynja hugarfarsbreytingu hjá krökkum, en tæp 70% þeirra sögðust skilja betur muninn á klámi og kynlífi eftir að hafa séð „Fáðu já!“ Það þykir mér vænst um.“Fjölskyldan slakar á í náttúrulaug við Eldborg„Ég er miðlafrík“ Þórdís er trúlofuð leikaranum Víði Guðmundssyni en hann er menntaður leikari sem vinnur sem leiklistarkennari meðfram talsetningu á barnaefni. „Víðir hefur verið að kenna leiklist á öllum skólastigum og kenndi meðal annars áhugaverðan áfanga í Leiklistarháskóla Íslands þar sem nemendur skiptu um kyn. Einnig sameinumst við í leiklistarástríðunni en hann lék meðal annars í verki sem ég skrifaði og leikstýrði sjálf, Fyrirgefðu ehf. Við erum mjög samhent og hann hefur skilning á minni ástríðu og ég hans, svo við erum aldrei uppiskroppa með umræðuefni.“ Saman eiga þau Víðir einn son sem byrjar í grunnskóla í haust en að auki fékk Þórdís tvær dætur hans í heimanmund eins og hún segir sjálf. „Þau eru á ólíkum aldri, frá 6 og upp í 16 ára, svo þeim fylgja mismunandi áskoranir, allt frá því að velja fyrstu skólatöskuna og yfir í að velja rétta framhaldsskólann.“ Framtíðin liggur bein og breið fyrir Þórdísi Elvu og kemur vel til greina að senda frá sér aðra bók enda með eindæmum hæfileikaríkur penni. „Mig langar rosalega mikið að skrifa aðra bók, ég er miðlafrík og finnst gaman að koma upplýsingum á framfæri með ólíkum miðlum. Bækur, leikrit, stuttmyndir og netið bjóða upp á ólíka en óþrjótandi möguleika sem nýtast einnig í herferðarvinnu þar sem þarf að koma skilaboðum á framfæri sem víðast.“ Eitt er þó víst að fróðlegt verður að fylgjast með framvindu verkefna Þórdísar og á hún án efa eftir að gera líf margra einfaldara og ánægjuríkara með áhrifum sínum og einbeittum vilja til betra samfélags. Lífið Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Sjá meira
Hún er björt og falleg á að líta, konan sem sest fyrir framan mig á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum. Það vottar ekki fyrir óöryggi hjá þessari konu og ég finn strax að mér líkar við þessa yfirveguðu nærveru sem hún ber með sér. Samtal okkar byrjar á kurteisishjali og ég skynja að þarna er á ferðinni yfirburðagreind kona sem fer óskaplega vel með íslenska tungu þrátt fyrir að hafa verið alin upp í ferðatösku, heimshorna á milli. „Ég var búin að flytja ellefu sinnum þegar ég var fimmtán ára og fékk alþjóðlegt uppeldi. Pabbi minn er skurðlæknir og títt með lækna að þeir sæki sér menntun erlendis. Við fluttum til New Hampshire í Bandaríkjunum og svo til Helsingborg í Svíþjóð og aftur heim í stutta stund áður en að við fluttum aftur til Svíþjóðar. Þar bjuggum við í fjögur ár í innflytjendahverfi í Malmö og þá sá ég fullt af félagslegu misrétti undir nefinu á mér. Vinkona mín er ættleidd frá Indlandi og lenti hún í miklum rasisma á þessum tíma og einnig einstaklingar í mínum bekk sem tilheyrðu strangtrúuðum fjölskyldum og voru jafnvel gefin öðrum í hjónaband ung að árum. Þetta hefði ég síður séð hérna á Íslandi og hefur vafalaust átt þátt í því að móta mig,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem án efa hefur verið svolítið skondinn krakki, hugmyndarík og með sterka réttlætiskennd. „Réttlætiskenndin hefur alltaf fylgt mér, ég man eftir því að hafa skrifað Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta, opið bréf um umhverfismál þegar ég var tíu ára og svo tók ég að mér að sjá um bætta umhverfisvitund jafnaldra minna, safnaði fyrir regnskógunum og rak ánamaðkasjúkrahús á tímabili þar sem ég gerði út krakka í hverfinu til þess að bjarga ánamöðkum sem villst höfðu af leið,“ segir Þórdís Elva með bros á vör.Mæðgurnar við útskrift Þórdísar úr UGA„Ber það sem eftir er“ Þórdís Elva stendur fyrir þarfri fræðsluherferð í samstarfi við fjarskiptafyrirtækið Vodafone sem ber nafnið „Ber það sem eftir er“ en þar fer hún yfir málefni sem varða samskipti ungs fólks á netinu sem og í símanum. „Þetta er átak sem kennir foreldrum hnútana. Það vill verða kynslóðagjá í þessum efnum og foreldrar eiga erfitt með að fylgjast með hvað er í tísku og þessháttar. Krakkar eru löngu hættir á Facebook því þar eru foreldrarnir sjálfir, afi, amma og kennarar krakkanna. Þau hafa þau fært sig yfir á aðra miðla eins og Instagram, Tumblr og Vine,“ segir Þórdís. Fyrir þá sem vita ekki hvað Vine er þá er það einskonar opin myndbandaveita þar sem notendur geta sett inn myndband af sínum hugðarefnum. Þess er skemmst að minnast þegar Vine-stjarnan Jerome Jarre kom til Íslands og unglingar þessa lands þyrptust í þúsunda tali í Smáralindina til að berja hann augum. Átroðningurinn var það mikill að hættuástand skapaðist. „Á þessu tímabili höfðu fáir yfir tvítugu nokkurn tímann heyrt um Vine,“ segir Þórdís. Á fyrirlestrunum gefur Þórdís Elva foreldrum innsýn í þennan nýja heim og hvernig megi bregðast við á réttan hátt þegar erfið mál koma upp. „Þessi fræðsluherferð gengur svolítið út á að brúa bilið á milli kynslóðanna og búa til skilning. Þegar koma upp erfið mál eins og hefndarklám, þar sem verið er að dreifa nektarmyndum án samþykkis einstaklinga, getur það haft gríðarlega neikvæðar afleiðingar fyrir félagslega stöðu og framtíðarmöguleika þolandans. Þegar svona erfið mál hafa komið upp þá hefur skort töluvert upp á að krökkum finnist þau geta leitað til fullorðinna og þar af leiðandi einangrast þau í eigin heimi með þessi mál. Þegar verst lætur finnst þeim sjálfsvíg vera eina lausnin.“ Áður en internetið og almenn farsímaeign kom til sögunnar var rómantískum áhuga komið á framfæri með öðrum hætti. Í sumum tilfellum voru vinirnir fengnir til að bera skilaboðin áfram, hringt í heimasíma viðkomandi og í flestum tilfellum lauk hringingunni áður en svarað var. Já, ástin var öðruvísi í gamla daga. „Núna eru boðleiðirnar svo allt öðruvísi, sumum finnst auðveldara að senda sms en að treysta vinkonu til að ganga á milli með þennan rómantíska áhuga. Ég held að í botninn og grunninn séu alveg skiljanlegar og mannlegar hvatir á baki hluta eins og „sexting“. Það er eðlilegt og skiljalegt af hverju krakkar standa í þessu en hins vegar held ég að margir geri sér ekki grein fyrir hvað það er mikil áhætta sem felst í þessum samskiptum, enda sýna rannsóknir að allt að 25% þeirra sem fá send sexting-boð áframsenda þau á þriðja aðila.“Ásamt Brynhildi samstarskonu sinni við móttöku forvarnarverðlauna Stígamóta fyrirTrúverðugar heilaslettur Þórdís Elva er mörgum hæfileikum gædd bæði á riti og ræðu. Í dag er hún boðberi betri samskipta og vinnur að bættu samfélagi en upprunalega leitaði hugur okkar konu í leikhúsheiminn og sótti hún nám í þeim geira til Georgíu í Bandaríkjunum. „Ég hef alltaf verið afburðanemandi og fékk styrk til náms í skóla sem heitir UGA og er einn stærsti opinberi háskólinn í Suðurríkjunum en í honum voru 33.000 nemendur. Maður er svo vanur fámenninu hérna á Íslandi þannig að þetta voru mikil viðbrigði.“ Að námi loknu kom Þórdís heim og tók þátt í nokkrum uppsetningum í leikhúsi sem og í sjónvarpi. Glöggir muna kannski eftir henni úr dönsku sjónvarpsþáttunum Erninum sem sýndir voru á Íslandi við góðar móttökur. „Ég var reyndar skotin í höfuðið í þeirri seríu. Móðir mín átti mjög erfitt með að horfa upp á barnið sitt skotið en pabbi, læknirinn sjálfur, hrósaði heilaslettunum í hástert fyrir að vera afar trúverðugar.“ Ritstörfin hófust fyrir alvöru árið 2005, þegar Þórdís Elva hóf störf sem blaðamaður og pistlahöfundur á tímaritinu Grapevine. Sama ár var fyrsta leikrit hennar sett upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu. „Mér varð smám saman ljóst að ég vildi frekar vera röddin á bak við leikverkið heldur en túlkandinn á sviðinu, enda hefur leikskáldið meira tækifæri til að koma skilaboðum á framfæri við samfélagið heldur en leikarinn á sviðinu. Ég játa að stundum sakna ég leiklistarinnar, en leikkonan í mér fær samt útrás í fyrirlestrahaldi,“ segir Þórdís. „Þetta eru ekki ósvipuð störf, sem fyrirlesari þarf maður að tileinka sér ákveðinn texta og flytja hann fyrir framan áhorfendur. Stundum fær maður meira að segja lófatak, líka.“ Þórdís Elva gaf sig ritstörfunum æ meira á vald og hafa níu leikverk eftir hana verið sett á svið. Árið 2009 kom út fyrsta bók hennar, Á mannamáli, sem var ein verðlaunaðasta bók ársins og fjallaði um stöðuna í ofbeldismálum hérlendis. Tveimur árum síðar skráði Þórdís sig Háskóla Íslands þar sem hún tók meistaranám í ritstjórn og útgáfu og vann hún í kjölfarið á fréttastofu RÚV. „Ástríða mín snýst fyrst og fremst um að koma upplýsingum á framfæri, sem er akkúrat það sem starf fréttamannsins snýst um. Það var mikill skóli fyrir mig.“ Þórdís Elva hefur ekki verið að tvínóna við að koma upplýsingum á framfæri við unglinga landsins, til dæmis með verðlaunuðu stuttmyndinni „Fáðu já!“ sem var fyrsta leikstjórnarverkefni poppstjörnunnar Páls Óskars. Myndin fjallar um mikilvægi þess að fá samþykki í nánum samskiptum en framhaldsmyndin „Stattu með þér!“ er tilnefnd til Eddunnar í ár. „Stærstu verðlaunin eru þó fólgin í því að skynja hugarfarsbreytingu hjá krökkum, en tæp 70% þeirra sögðust skilja betur muninn á klámi og kynlífi eftir að hafa séð „Fáðu já!“ Það þykir mér vænst um.“Fjölskyldan slakar á í náttúrulaug við Eldborg„Ég er miðlafrík“ Þórdís er trúlofuð leikaranum Víði Guðmundssyni en hann er menntaður leikari sem vinnur sem leiklistarkennari meðfram talsetningu á barnaefni. „Víðir hefur verið að kenna leiklist á öllum skólastigum og kenndi meðal annars áhugaverðan áfanga í Leiklistarháskóla Íslands þar sem nemendur skiptu um kyn. Einnig sameinumst við í leiklistarástríðunni en hann lék meðal annars í verki sem ég skrifaði og leikstýrði sjálf, Fyrirgefðu ehf. Við erum mjög samhent og hann hefur skilning á minni ástríðu og ég hans, svo við erum aldrei uppiskroppa með umræðuefni.“ Saman eiga þau Víðir einn son sem byrjar í grunnskóla í haust en að auki fékk Þórdís tvær dætur hans í heimanmund eins og hún segir sjálf. „Þau eru á ólíkum aldri, frá 6 og upp í 16 ára, svo þeim fylgja mismunandi áskoranir, allt frá því að velja fyrstu skólatöskuna og yfir í að velja rétta framhaldsskólann.“ Framtíðin liggur bein og breið fyrir Þórdísi Elvu og kemur vel til greina að senda frá sér aðra bók enda með eindæmum hæfileikaríkur penni. „Mig langar rosalega mikið að skrifa aðra bók, ég er miðlafrík og finnst gaman að koma upplýsingum á framfæri með ólíkum miðlum. Bækur, leikrit, stuttmyndir og netið bjóða upp á ólíka en óþrjótandi möguleika sem nýtast einnig í herferðarvinnu þar sem þarf að koma skilaboðum á framfæri sem víðast.“ Eitt er þó víst að fróðlegt verður að fylgjast með framvindu verkefna Þórdísar og á hún án efa eftir að gera líf margra einfaldara og ánægjuríkara með áhrifum sínum og einbeittum vilja til betra samfélags.
Lífið Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Sjá meira