Kominn heim og ekki á hraðferð út aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2015 06:00 Bjarni Þór Viðarsson er kominn heim. vísir/valli „Ég hef verið með hugann við að flytja heim nokkuð lengi eftir erfið ár hjá Silkeborg. Þetta var besta lausnin og gott að komast í umhverfi þar sem mér og fjölskyldunni líður vel,“ segir Bjarni Þór Viðarsson en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. FH-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í sumar því þeir sömdu einnig við Belgann Jeremy Serwy. Sá er mikill spyrnumaður og var á mála hjá Dortmund í fyrra. Hann spilaði þó aðeins með varaliðinu og endaði hjá ungverska liðinu Újpest.Aðeins FH kom til greina Bjarni Þór er orðinn 26 ára gamall en náði aldrei að spila fyrir meistaraflokk félagsins því hann samdi við Everton aðeins 16 ára gamall. Hann hefur einnig spilað með liðum í Englandi, Belgíu og Danmörku en er nú kominn heim. „Það er gott að vera kominn heim í FH. Það er allt rosalega flott hjá þeim hérna og kom mér á óvart hvað allt er orðið flott,“ segir Bjarni en það kom ekki til greina að fara í annað félag hér heima enda faðir hans formaður FH og föðurbróðir hans formaður knattspyrnudeildar. „Það hefði ekki verið vel séð ef ég hefði farið eitthvað annað. Það hefðu þó nokkrir aðilar ekki verið sáttir og ég tók því enga áhættu.“ Hjá FH hittir Bjarni líka fyrir bróður sinn, Davíð, en þeir hafa aldrei náð að spila saman fyrir meistaraflokk. „Það á örugglega eftir að vera mjög gaman. Ég vonast til þess að við náum vel saman á vellinum og verðum ein af betri miðjum deildarinnar,“ segir Bjarni Þór en á hann ekki von á því að lenda í einhverjum bræðraátökum á vellinum? „Við eigum eflaust eftir að láta hvor annað heyra það eitthvað. Það er hluti af þessu. Við hættum að slást þegar við vorum krakkar og látum það vera núna.“Ekki að drífa sig út aftur Bjarni kemur heim hokinn af reynslu eftir langan atvinnumannsferil hjá ungum manni. „Ég þekki Ísland ekkert sérstaklega vel en hef fylgst nokkuð vel með deildinni. Ég þekki líka Heimi þjálfara vel sem er jákvætt,“ segir miðjumaðurinn en hann er ekkert að drífa sig í að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég ætla að einbeita mér að því að spila vel fyrir FH. Það þarf að vera freistandi tilboð ef ég fer aftur út. Það eru engin endalok að koma heim og sérstaklega þegar maður fer í svona gott félag. Við ætlum að stefna á titla næsta sumar enda með gott lið og viljum líka standa okkur í Evrópukeppninni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47 Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Ég hef verið með hugann við að flytja heim nokkuð lengi eftir erfið ár hjá Silkeborg. Þetta var besta lausnin og gott að komast í umhverfi þar sem mér og fjölskyldunni líður vel,“ segir Bjarni Þór Viðarsson en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. FH-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í sumar því þeir sömdu einnig við Belgann Jeremy Serwy. Sá er mikill spyrnumaður og var á mála hjá Dortmund í fyrra. Hann spilaði þó aðeins með varaliðinu og endaði hjá ungverska liðinu Újpest.Aðeins FH kom til greina Bjarni Þór er orðinn 26 ára gamall en náði aldrei að spila fyrir meistaraflokk félagsins því hann samdi við Everton aðeins 16 ára gamall. Hann hefur einnig spilað með liðum í Englandi, Belgíu og Danmörku en er nú kominn heim. „Það er gott að vera kominn heim í FH. Það er allt rosalega flott hjá þeim hérna og kom mér á óvart hvað allt er orðið flott,“ segir Bjarni en það kom ekki til greina að fara í annað félag hér heima enda faðir hans formaður FH og föðurbróðir hans formaður knattspyrnudeildar. „Það hefði ekki verið vel séð ef ég hefði farið eitthvað annað. Það hefðu þó nokkrir aðilar ekki verið sáttir og ég tók því enga áhættu.“ Hjá FH hittir Bjarni líka fyrir bróður sinn, Davíð, en þeir hafa aldrei náð að spila saman fyrir meistaraflokk. „Það á örugglega eftir að vera mjög gaman. Ég vonast til þess að við náum vel saman á vellinum og verðum ein af betri miðjum deildarinnar,“ segir Bjarni Þór en á hann ekki von á því að lenda í einhverjum bræðraátökum á vellinum? „Við eigum eflaust eftir að láta hvor annað heyra það eitthvað. Það er hluti af þessu. Við hættum að slást þegar við vorum krakkar og látum það vera núna.“Ekki að drífa sig út aftur Bjarni kemur heim hokinn af reynslu eftir langan atvinnumannsferil hjá ungum manni. „Ég þekki Ísland ekkert sérstaklega vel en hef fylgst nokkuð vel með deildinni. Ég þekki líka Heimi þjálfara vel sem er jákvætt,“ segir miðjumaðurinn en hann er ekkert að drífa sig í að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég ætla að einbeita mér að því að spila vel fyrir FH. Það þarf að vera freistandi tilboð ef ég fer aftur út. Það eru engin endalok að koma heim og sérstaklega þegar maður fer í svona gott félag. Við ætlum að stefna á titla næsta sumar enda með gott lið og viljum líka standa okkur í Evrópukeppninni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47 Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47
Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12