Lífið

Koma fram í kvöldþætti á TV2

Freyr Bjarnason skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson verður í Noregi um helgina ásamt Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur.
Hafþór Júlíus Björnsson verður í Noregi um helgina ásamt Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur. vísir/valli
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi Gyðju Collection, og kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson verða í viðtali við eina stærstu sjónvarpsstöð Noregs, TV2, í kvöld. Þar koma þau fram í hinum vinsæla þætti God kveld Norge.

Viðtalið er hluti af kynningarherferð um Noreg til að kynna herrailmatnið Vatnajökul en Hafþór Júlíus er einmitt andlit hans. Ferðin hefst í Alta í Norður-Noregi þar sem þau eru bókuð í viðtöl og kynningar.

„Þetta hefur undið mikið upp á sig frá því að við samþykktum þessa ferð og er orðið mjög spennandi. Bæði fjölmiðlar og aðdáendur bíða spenntir eftir því að fá að hitta Fjallið [Hafþór Júlíus] og frá því að þessu var ljóstrað upp hafa hinar ýmsu fyrirspurnir borist til samstarfsaðila okkar í Noregi og upp úr því hefur þessi kynningarferð stækkað og stækkað,“ segir Sigrún Lilja.

Hún bætir við að Game of Thrones sé vinsælasta sjónvarpssería fyrr og síðar í Noregi og því sé Hafþór sem leikur „The Mountain“ mjög þekktur þar í landi.

Ríkissjónvarp Noregs, NRK, mun einnig senda lið til Alta og taka viðtöl við Gyðju og Hafþór Júlíus. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.