Forréttindi að fá að mála sigga dögg skrifar 30. janúar 2015 09:45 Hér er Hlalla með börnunum sínum og erlendis. Vísir/Einkasafn Hlaðgerður Íris Björnsdóttir er kölluð Hlalla og hún er listamaður, nú eða listakona. Saga listarinnar á Íslandi er slík að það gæti verið mikilvægt að taka annað hvort fram, eða bæði þar sem karlar máluðu en konur föndruðu. Hún var ein af fáum mæðrum í námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á sínum tíma. Hún þurfti fljótt að sanna og sýna að hún væri ekki að dunda sér við föndur heldur væri hér á ferð listamaður sem gæti lifað af og sinnt listinni, samhliða uppeldinu. Það hefur hún svo sannarlega gert með listsýningum í virtum galleríum á Íslandi og víða erlendis samhliða því að ala upp fjögur börn. Hlalla tekur vel á móti mér með heimabökuðum kræsingum sem eru lagðar fallega á borð. Hún er svo natin að hún meira að segja flóar mjólkina út í kaffið og rúllar upp pönnukökurnar. Við spjöllum um heima og geima og finnum fljótlega að við erum ansi líkar, bæði hvað varðar viðhorf til lífsins og ástríðunnar sem á það til að gleypa mann, sumir kalla það vinnu, aðrir lífsstíl, en fyrir okkur er það kjarninn. Hinn innri lífsþráður. Ástríðan krefst rútínuÞað er kúnst að sinna ástríðu samhliða heimilislífi. Hlalla leggur áherslu á rútínu og skipulag. Hún er með vinnustofu heima hjá sér og því getur skipt sköpum að vera skipulögð og ekki að pirra sig á smávægilegum heimilisþrifum eða freistingunni að henda sér upp í sófa með góða bók. Vinnudagurinn byrjar þegar börnin fara í skóla og honum lýkur þegar þau koma heim. Þannig nýtir hún tímann frá skólalokum fram að háttatíma til að gera eitthvað með börnum sínum. Ekkert sjónvarp er á heimilinu svo sköpunargáfan sem börnin hafa fengið í vöggugjöf frá foreldrum sínum fær að njóta sín í listaverkum barnanna sem prýða veggi eldhússins. Hlalla leggur mikla áherslu á samveru með börnunum þegar þau eru heima og þá skiptir ekki endilega máli hvað er verið að gera, bara að þau séu saman og athyglin sé á hvert öðru. Þegar mikið liggur við og stór sýning er í vændum þá virkjar Hlalla tengslanetið sitt og börnin njóta góðs af samveru og gæðastundum með fjölskyldumeðlimum á meðan listin fær Hlöllu.Vísir/ErnirSuðrænt slenVið tengjumst á margan hátt og erum líkar að miklu leyti. Við eigum hvorug sjónvarp, gerum allt til þess að lifa af ástríðunni okkar og eigum það til að gleyma stað og stund þegar við leyfum vinnunni að flæða yfir okkur. Stundum eru til peningar og stundum ekki. Áður en ættingjar farga mublum hringja þeir í Hlöllu. Líkt og munaðarlausum börnum vill Hlalla helst bjarga þeim öllum og leyfa þeim að prýða enn eitt heimilið en því verður ekki alltaf komið við. Hér inni finnst lítil og dýrmæt saga í hverju einasta horni. Á heimilinu ríkir góður andi og greinilegt að hér er gott að vera, allt á sínum stað og börnin setja svip sinn á heimilið. Heimili Hlöllu er því hlýlegt, og það bókstaflega því hér er vel kynt sem er sérlega notalegt þegar úti blæs og snjókorn feykjast um á víð og dreif. Þessi mikli hiti gæti verið leifar af suðræna blóðinu sem heillaði Höllu þegar hún var við nám í Ítalíu. Hlalla talar bæði ítölsku og sækir landið reglulega heim. Þó ílengdist hún ekki á suðrænum slóðum. Íslenska viðhorfið togaði hana heim til ættjarðarinnar þar sem fólk lætur sér ekki nægja að hugsa bara um hlutina heldur lætur hendur standa fram úr ermum og framkvæmir. Hér verða hugmyndir að veruleika. Hér fá konur að vera konur og eru stoltar af sjálfstæði sínu. Við státum líka af því að hér er aukið umburðarlyndi fyrir því að vera „öðruvísi“. Hér má synda á móti straumnum, ráða ferðinni, vinna við ástríðuna sína og afneita lífsgæðakapphlaupinu. Hér getur kona með mörg börn farið í nám, unnið sjálfstætt og séð fyrir fjölskyldu, þótt í því felist ekki sjónvarp, dýr bíll eða tískufatnaður. Vísir/ErnirHlalla ræður ferðinni Hún byrjaði ung að teikna og það hefur fylgt henni alla tíð. Hlalla málar myndir af börnum, aðallega sínum eigin eða í sínu nærumhverfi og þá eftir eigin háttsemi. Hún velur fötin og aðstæðurnar, myndar börnin og málar þau svo. Hlalla hafði heillast af ljósmyndun á sínum tíma og hefur numið hana. Því hefði hún getað farið lengra eftir þeirri braut en það var myndlistin og málverkið sem kallaði í hana og togaði hana til sín. Þó málar hún eftir ljósmyndum svo enn er einhver tenging þarna á milli. Ég tek eftir því að myndirnar eru af börnum en ekki hvítvoðungum. En það er tímabil sem margar mæður verða svo heillaðar af börnum sínum. Þegar við ræðum þetta nánar þá segir Hlalla að hún máli frekar aðeins eldri börn sem eru orðin ögn sjálfstæð, með sinn eigin persónuleika sem skín sterkar í gegn. Hún tekur að staðaldri ekki við pöntunum frá öðru fólki um að mála portrett af ókunnugum börnum. Hlalla segir það vera vegna þess að hún vilji stjórna og láti illa að stjórn. Litir, fatnaður, aðstæður og áferð; það sé hennar að ráða því hvernig myndin birtist öðrum. Það sé svo áhorfandans að túlka og lesa í myndirnar en þeim fylgir enginn texti. Hver og ein mynd fær sitt eigið líf í augum þess sem hennar nýtur. Þannig er hún sögumaður sem segir myndrænar sögur sem áhorfandinn þarf að skrifa sjálfur.Hljóðbækur eru gersemiÁ meðan hún vinnur hlustar hún gjarnan á hljóðbækur. Hún hefur gaman af sögum og þegar tíminn til að lesa er knappur þá tvinnar hún saman vinnu og afþreyingu og hlustar á hljóðbækur á meðan hún málar. Henni finnst hún halda enn betri einbeitningu þegar hún hlustar á sögurnar og það sé kjörin stund að nýta tímann. Ekki drepa tímann heldur nýta hann. Listakonan er nýtin og það skilar sér í heimilisrekstri auk tíma til að sinna listinni. Hlöllu þykja hljóðbækur vera vannýtt gersemi sem ætti að vera aðgengileg sem flestum. Sterkar kvenhetjur eru oft í forgrunni sagnanna og ræðum við dreymnar um Karítas hennar Kristínar Marju Baldursdóttur og Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur. Sterkar og litríkar konur sem eru fylgnar sér og því ef til vill umdeildar og misskildar af samferðamönnum. Hlalla finnur að fólkið hennar skilur tengingu hennar við listina og sýnir því virðingu og umburðarlyndi. Hún syndir því ekki jafn mikið á móti straumnum og söguhetjur bókanna þótt skortur á hefðbundinni afþreyingu á heimilinu stingi suma sem votta börnum hennar samúð sína.Vísir/ErnirTilvera eftir dauðannVið ræðum málefni sem eru fyrir mörgum tabú, allt frá fjármálum til ástamála, afbrýðisemi, eignarhalds, og lífs eftir dauðann. Við komumst að því að viðhorf okkar eru mjög svipuð á mörgum málefnum og þykir ekkert tiltökumál að tala um að það sé huggun í harmi að vita að eitthvað tekur við ástkærum fjölskyldumeðlimum að loknum dögum þeirra á jörðinni. Það er ágætt að láta staðar numið hér og þakka Hlöllu fyrir höfðinglegar móttökur og innihaldsríkt spjall. Hér er á ferðinni einn af okkar færustu listamönnum sem vert er að fylgjast grannt með í framtíðinni. Nálgast má Hlöllu á vefsíðu hennar. Lífið Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Sjá meira
Hlaðgerður Íris Björnsdóttir er kölluð Hlalla og hún er listamaður, nú eða listakona. Saga listarinnar á Íslandi er slík að það gæti verið mikilvægt að taka annað hvort fram, eða bæði þar sem karlar máluðu en konur föndruðu. Hún var ein af fáum mæðrum í námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á sínum tíma. Hún þurfti fljótt að sanna og sýna að hún væri ekki að dunda sér við föndur heldur væri hér á ferð listamaður sem gæti lifað af og sinnt listinni, samhliða uppeldinu. Það hefur hún svo sannarlega gert með listsýningum í virtum galleríum á Íslandi og víða erlendis samhliða því að ala upp fjögur börn. Hlalla tekur vel á móti mér með heimabökuðum kræsingum sem eru lagðar fallega á borð. Hún er svo natin að hún meira að segja flóar mjólkina út í kaffið og rúllar upp pönnukökurnar. Við spjöllum um heima og geima og finnum fljótlega að við erum ansi líkar, bæði hvað varðar viðhorf til lífsins og ástríðunnar sem á það til að gleypa mann, sumir kalla það vinnu, aðrir lífsstíl, en fyrir okkur er það kjarninn. Hinn innri lífsþráður. Ástríðan krefst rútínuÞað er kúnst að sinna ástríðu samhliða heimilislífi. Hlalla leggur áherslu á rútínu og skipulag. Hún er með vinnustofu heima hjá sér og því getur skipt sköpum að vera skipulögð og ekki að pirra sig á smávægilegum heimilisþrifum eða freistingunni að henda sér upp í sófa með góða bók. Vinnudagurinn byrjar þegar börnin fara í skóla og honum lýkur þegar þau koma heim. Þannig nýtir hún tímann frá skólalokum fram að háttatíma til að gera eitthvað með börnum sínum. Ekkert sjónvarp er á heimilinu svo sköpunargáfan sem börnin hafa fengið í vöggugjöf frá foreldrum sínum fær að njóta sín í listaverkum barnanna sem prýða veggi eldhússins. Hlalla leggur mikla áherslu á samveru með börnunum þegar þau eru heima og þá skiptir ekki endilega máli hvað er verið að gera, bara að þau séu saman og athyglin sé á hvert öðru. Þegar mikið liggur við og stór sýning er í vændum þá virkjar Hlalla tengslanetið sitt og börnin njóta góðs af samveru og gæðastundum með fjölskyldumeðlimum á meðan listin fær Hlöllu.Vísir/ErnirSuðrænt slenVið tengjumst á margan hátt og erum líkar að miklu leyti. Við eigum hvorug sjónvarp, gerum allt til þess að lifa af ástríðunni okkar og eigum það til að gleyma stað og stund þegar við leyfum vinnunni að flæða yfir okkur. Stundum eru til peningar og stundum ekki. Áður en ættingjar farga mublum hringja þeir í Hlöllu. Líkt og munaðarlausum börnum vill Hlalla helst bjarga þeim öllum og leyfa þeim að prýða enn eitt heimilið en því verður ekki alltaf komið við. Hér inni finnst lítil og dýrmæt saga í hverju einasta horni. Á heimilinu ríkir góður andi og greinilegt að hér er gott að vera, allt á sínum stað og börnin setja svip sinn á heimilið. Heimili Hlöllu er því hlýlegt, og það bókstaflega því hér er vel kynt sem er sérlega notalegt þegar úti blæs og snjókorn feykjast um á víð og dreif. Þessi mikli hiti gæti verið leifar af suðræna blóðinu sem heillaði Höllu þegar hún var við nám í Ítalíu. Hlalla talar bæði ítölsku og sækir landið reglulega heim. Þó ílengdist hún ekki á suðrænum slóðum. Íslenska viðhorfið togaði hana heim til ættjarðarinnar þar sem fólk lætur sér ekki nægja að hugsa bara um hlutina heldur lætur hendur standa fram úr ermum og framkvæmir. Hér verða hugmyndir að veruleika. Hér fá konur að vera konur og eru stoltar af sjálfstæði sínu. Við státum líka af því að hér er aukið umburðarlyndi fyrir því að vera „öðruvísi“. Hér má synda á móti straumnum, ráða ferðinni, vinna við ástríðuna sína og afneita lífsgæðakapphlaupinu. Hér getur kona með mörg börn farið í nám, unnið sjálfstætt og séð fyrir fjölskyldu, þótt í því felist ekki sjónvarp, dýr bíll eða tískufatnaður. Vísir/ErnirHlalla ræður ferðinni Hún byrjaði ung að teikna og það hefur fylgt henni alla tíð. Hlalla málar myndir af börnum, aðallega sínum eigin eða í sínu nærumhverfi og þá eftir eigin háttsemi. Hún velur fötin og aðstæðurnar, myndar börnin og málar þau svo. Hlalla hafði heillast af ljósmyndun á sínum tíma og hefur numið hana. Því hefði hún getað farið lengra eftir þeirri braut en það var myndlistin og málverkið sem kallaði í hana og togaði hana til sín. Þó málar hún eftir ljósmyndum svo enn er einhver tenging þarna á milli. Ég tek eftir því að myndirnar eru af börnum en ekki hvítvoðungum. En það er tímabil sem margar mæður verða svo heillaðar af börnum sínum. Þegar við ræðum þetta nánar þá segir Hlalla að hún máli frekar aðeins eldri börn sem eru orðin ögn sjálfstæð, með sinn eigin persónuleika sem skín sterkar í gegn. Hún tekur að staðaldri ekki við pöntunum frá öðru fólki um að mála portrett af ókunnugum börnum. Hlalla segir það vera vegna þess að hún vilji stjórna og láti illa að stjórn. Litir, fatnaður, aðstæður og áferð; það sé hennar að ráða því hvernig myndin birtist öðrum. Það sé svo áhorfandans að túlka og lesa í myndirnar en þeim fylgir enginn texti. Hver og ein mynd fær sitt eigið líf í augum þess sem hennar nýtur. Þannig er hún sögumaður sem segir myndrænar sögur sem áhorfandinn þarf að skrifa sjálfur.Hljóðbækur eru gersemiÁ meðan hún vinnur hlustar hún gjarnan á hljóðbækur. Hún hefur gaman af sögum og þegar tíminn til að lesa er knappur þá tvinnar hún saman vinnu og afþreyingu og hlustar á hljóðbækur á meðan hún málar. Henni finnst hún halda enn betri einbeitningu þegar hún hlustar á sögurnar og það sé kjörin stund að nýta tímann. Ekki drepa tímann heldur nýta hann. Listakonan er nýtin og það skilar sér í heimilisrekstri auk tíma til að sinna listinni. Hlöllu þykja hljóðbækur vera vannýtt gersemi sem ætti að vera aðgengileg sem flestum. Sterkar kvenhetjur eru oft í forgrunni sagnanna og ræðum við dreymnar um Karítas hennar Kristínar Marju Baldursdóttur og Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur. Sterkar og litríkar konur sem eru fylgnar sér og því ef til vill umdeildar og misskildar af samferðamönnum. Hlalla finnur að fólkið hennar skilur tengingu hennar við listina og sýnir því virðingu og umburðarlyndi. Hún syndir því ekki jafn mikið á móti straumnum og söguhetjur bókanna þótt skortur á hefðbundinni afþreyingu á heimilinu stingi suma sem votta börnum hennar samúð sína.Vísir/ErnirTilvera eftir dauðannVið ræðum málefni sem eru fyrir mörgum tabú, allt frá fjármálum til ástamála, afbrýðisemi, eignarhalds, og lífs eftir dauðann. Við komumst að því að viðhorf okkar eru mjög svipuð á mörgum málefnum og þykir ekkert tiltökumál að tala um að það sé huggun í harmi að vita að eitthvað tekur við ástkærum fjölskyldumeðlimum að loknum dögum þeirra á jörðinni. Það er ágætt að láta staðar numið hér og þakka Hlöllu fyrir höfðinglegar móttökur og innihaldsríkt spjall. Hér er á ferðinni einn af okkar færustu listamönnum sem vert er að fylgjast grannt með í framtíðinni. Nálgast má Hlöllu á vefsíðu hennar.
Lífið Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Sjá meira