Tónlist

Elton býr til Virtuoso

Elton John Tónlistarmaðurinn framleiðir þættina í samstarfi við David Furnish og Alan Ball.
Elton John Tónlistarmaðurinn framleiðir þættina í samstarfi við David Furnish og Alan Ball. Vísir/Getty
Nýr sjónvarpsþáttur sem tónlistarmaðurinn Elton John er með í pokahorninu hefur vakið athygli hjá stjórnendum bandarísku stöðvarinnar HBO.

Prufuþáttur er í undirbúningi og ef hann fær góðar viðtökur verður sjónvarpsþáttaröð gerð. Elton John framleiðir þættina, sem nefnast Virtuoso, í samvinnu við eiginmann sinn, David Furnish, og Alan Ball, höfund True Blood.

Virtouso-þættirnir fjalla um undrabörn í tónlist á nítjöndu öld í Vínarborg í Austurríki. Fylgst er með þeim í námi í hinum virta skóla, Academy of Musical Excellence.

Í aðalhlutverki í prufuþættinum verður Peter Macdissi, sem hefur áður unnið með Ball í þáttunum Six Feet Under og True Blood. Aðrir leikarar eru Alex Lawther, Francois Civil, Nico Mirallegro og Lindsay Farris. Þátturinn verður tekinn upp í vor í Búdapest, Ungverjalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.