Friðrik Ólafsson 80 ára Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. janúar 2015 08:30 Friðrik Ólafsson vísir/gva Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. „Við verðum með litla veislu fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Friðrik og bætir við að þannig sé minna um ræðuhöld og formlegheit. Friðrik hóf ungur að árum að tefla og tók fyrst þátt á Skákþingi Íslands aðeins ellefu ára gamall. Sex árum síðar stóð hann uppi sem sigurvegari mótsins en hann vann það alls sex sinnum. Aðspurður um eftirminnilegasta tímabil ferils síns nefnir Friðrik það skeið sem hófst áramótin 1955/56 í Hastings. Þar varð Friðrik efstur ásamt Viktori Kortsnoj. Í kjölfarið tók hann þátt í millisvæðamótinu í Portoroz í Júgóslavíu, nú í Slóveníu, þar sem hann lenti í 5.-6. sæti. Sá árangur tryggði honum sæti á áskorendamóti sem fram fór í Bled, Zagreb og Belgrad ári síðar. Þar tefldu átta sterkustu skákmenn heims fjórfalda umferð og fékk sigurvegarinn að skora á heimsmeistarann Míkhaíl Botvinnik. Friðrik endaði í 7. sæti en Míkhaíl Tal vann mótið.„Skömmu eftir þetta hófst ég handa við að sækja mér gráðu í lögfræði. Ég hafði skráð mig í deildina en ekki sinnt náminu neitt,“ segir Friðrik. Skákin sat að mestu á hakanum en Friðrik tók þátt í fáum vel völdum mótum. Að námi loknu hóf Friðrik störf í dómsmálaráðuneytinu þar sem Baldur Möller, einnig margfaldur sigurvegari Skákþings Íslands, var ráðuneytisstjóri. Í kjölfar einvígis aldarinnar, milli Spasskís og Fischers, í Reykjavík 1972 hóf Friðrik að tefla á ný af krafti og vill sjálfur meina að þá hafi hann verið hvað sterkastur. „Ég tók skákina fastari tökum, stúderaði betur og var skipulagðari en ég hafði áður verið,“ segir Friðrik. Árið 1978 var hann kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Árið 1981 háðu Anatolíj Karpov og Viktor Kortsnoj einvígi um heimsmeistaratitilinn. Kortsnoj var landflótta Sovétmaður og var fjölskyldu hans haldið nauðugri í Sovétríkjunum. Friðrik setti það sem skilyrði að fjölskyldu hans yrði hleypt úr landi og var það gert að einvíginu loknu. Það varð til þess að Sovétmenn felldu hann í næstu forsetakosningum sambandsins. Friðrik kom að útgáfu lagasafns áður en hann hóf störf sem skrifstofustjóri Alþingis árið 1984 og gegndi því til ársins 2005. Hann var sæmdur riddarakrossi árið 1972 og stórriddarakrossi 1980. „Það var mikill kostur þegar biðskákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar,“ segir afmælisbarnið aðspurt um stöðu skákarinnar í dag. „Undirbúningurinn heima fyrir getur náð tugi leikja inn í viðureignina og margir taka litla áhættu. Það var ekki svo í gamla daga.“ Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. „Við verðum með litla veislu fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Friðrik og bætir við að þannig sé minna um ræðuhöld og formlegheit. Friðrik hóf ungur að árum að tefla og tók fyrst þátt á Skákþingi Íslands aðeins ellefu ára gamall. Sex árum síðar stóð hann uppi sem sigurvegari mótsins en hann vann það alls sex sinnum. Aðspurður um eftirminnilegasta tímabil ferils síns nefnir Friðrik það skeið sem hófst áramótin 1955/56 í Hastings. Þar varð Friðrik efstur ásamt Viktori Kortsnoj. Í kjölfarið tók hann þátt í millisvæðamótinu í Portoroz í Júgóslavíu, nú í Slóveníu, þar sem hann lenti í 5.-6. sæti. Sá árangur tryggði honum sæti á áskorendamóti sem fram fór í Bled, Zagreb og Belgrad ári síðar. Þar tefldu átta sterkustu skákmenn heims fjórfalda umferð og fékk sigurvegarinn að skora á heimsmeistarann Míkhaíl Botvinnik. Friðrik endaði í 7. sæti en Míkhaíl Tal vann mótið.„Skömmu eftir þetta hófst ég handa við að sækja mér gráðu í lögfræði. Ég hafði skráð mig í deildina en ekki sinnt náminu neitt,“ segir Friðrik. Skákin sat að mestu á hakanum en Friðrik tók þátt í fáum vel völdum mótum. Að námi loknu hóf Friðrik störf í dómsmálaráðuneytinu þar sem Baldur Möller, einnig margfaldur sigurvegari Skákþings Íslands, var ráðuneytisstjóri. Í kjölfar einvígis aldarinnar, milli Spasskís og Fischers, í Reykjavík 1972 hóf Friðrik að tefla á ný af krafti og vill sjálfur meina að þá hafi hann verið hvað sterkastur. „Ég tók skákina fastari tökum, stúderaði betur og var skipulagðari en ég hafði áður verið,“ segir Friðrik. Árið 1978 var hann kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Árið 1981 háðu Anatolíj Karpov og Viktor Kortsnoj einvígi um heimsmeistaratitilinn. Kortsnoj var landflótta Sovétmaður og var fjölskyldu hans haldið nauðugri í Sovétríkjunum. Friðrik setti það sem skilyrði að fjölskyldu hans yrði hleypt úr landi og var það gert að einvíginu loknu. Það varð til þess að Sovétmenn felldu hann í næstu forsetakosningum sambandsins. Friðrik kom að útgáfu lagasafns áður en hann hóf störf sem skrifstofustjóri Alþingis árið 1984 og gegndi því til ársins 2005. Hann var sæmdur riddarakrossi árið 1972 og stórriddarakrossi 1980. „Það var mikill kostur þegar biðskákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar,“ segir afmælisbarnið aðspurt um stöðu skákarinnar í dag. „Undirbúningurinn heima fyrir getur náð tugi leikja inn í viðureignina og margir taka litla áhættu. Það var ekki svo í gamla daga.“
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira