Friðrik Ólafsson 80 ára Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. janúar 2015 08:30 Friðrik Ólafsson vísir/gva Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. „Við verðum með litla veislu fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Friðrik og bætir við að þannig sé minna um ræðuhöld og formlegheit. Friðrik hóf ungur að árum að tefla og tók fyrst þátt á Skákþingi Íslands aðeins ellefu ára gamall. Sex árum síðar stóð hann uppi sem sigurvegari mótsins en hann vann það alls sex sinnum. Aðspurður um eftirminnilegasta tímabil ferils síns nefnir Friðrik það skeið sem hófst áramótin 1955/56 í Hastings. Þar varð Friðrik efstur ásamt Viktori Kortsnoj. Í kjölfarið tók hann þátt í millisvæðamótinu í Portoroz í Júgóslavíu, nú í Slóveníu, þar sem hann lenti í 5.-6. sæti. Sá árangur tryggði honum sæti á áskorendamóti sem fram fór í Bled, Zagreb og Belgrad ári síðar. Þar tefldu átta sterkustu skákmenn heims fjórfalda umferð og fékk sigurvegarinn að skora á heimsmeistarann Míkhaíl Botvinnik. Friðrik endaði í 7. sæti en Míkhaíl Tal vann mótið.„Skömmu eftir þetta hófst ég handa við að sækja mér gráðu í lögfræði. Ég hafði skráð mig í deildina en ekki sinnt náminu neitt,“ segir Friðrik. Skákin sat að mestu á hakanum en Friðrik tók þátt í fáum vel völdum mótum. Að námi loknu hóf Friðrik störf í dómsmálaráðuneytinu þar sem Baldur Möller, einnig margfaldur sigurvegari Skákþings Íslands, var ráðuneytisstjóri. Í kjölfar einvígis aldarinnar, milli Spasskís og Fischers, í Reykjavík 1972 hóf Friðrik að tefla á ný af krafti og vill sjálfur meina að þá hafi hann verið hvað sterkastur. „Ég tók skákina fastari tökum, stúderaði betur og var skipulagðari en ég hafði áður verið,“ segir Friðrik. Árið 1978 var hann kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Árið 1981 háðu Anatolíj Karpov og Viktor Kortsnoj einvígi um heimsmeistaratitilinn. Kortsnoj var landflótta Sovétmaður og var fjölskyldu hans haldið nauðugri í Sovétríkjunum. Friðrik setti það sem skilyrði að fjölskyldu hans yrði hleypt úr landi og var það gert að einvíginu loknu. Það varð til þess að Sovétmenn felldu hann í næstu forsetakosningum sambandsins. Friðrik kom að útgáfu lagasafns áður en hann hóf störf sem skrifstofustjóri Alþingis árið 1984 og gegndi því til ársins 2005. Hann var sæmdur riddarakrossi árið 1972 og stórriddarakrossi 1980. „Það var mikill kostur þegar biðskákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar,“ segir afmælisbarnið aðspurt um stöðu skákarinnar í dag. „Undirbúningurinn heima fyrir getur náð tugi leikja inn í viðureignina og margir taka litla áhættu. Það var ekki svo í gamla daga.“ Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. „Við verðum með litla veislu fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Friðrik og bætir við að þannig sé minna um ræðuhöld og formlegheit. Friðrik hóf ungur að árum að tefla og tók fyrst þátt á Skákþingi Íslands aðeins ellefu ára gamall. Sex árum síðar stóð hann uppi sem sigurvegari mótsins en hann vann það alls sex sinnum. Aðspurður um eftirminnilegasta tímabil ferils síns nefnir Friðrik það skeið sem hófst áramótin 1955/56 í Hastings. Þar varð Friðrik efstur ásamt Viktori Kortsnoj. Í kjölfarið tók hann þátt í millisvæðamótinu í Portoroz í Júgóslavíu, nú í Slóveníu, þar sem hann lenti í 5.-6. sæti. Sá árangur tryggði honum sæti á áskorendamóti sem fram fór í Bled, Zagreb og Belgrad ári síðar. Þar tefldu átta sterkustu skákmenn heims fjórfalda umferð og fékk sigurvegarinn að skora á heimsmeistarann Míkhaíl Botvinnik. Friðrik endaði í 7. sæti en Míkhaíl Tal vann mótið.„Skömmu eftir þetta hófst ég handa við að sækja mér gráðu í lögfræði. Ég hafði skráð mig í deildina en ekki sinnt náminu neitt,“ segir Friðrik. Skákin sat að mestu á hakanum en Friðrik tók þátt í fáum vel völdum mótum. Að námi loknu hóf Friðrik störf í dómsmálaráðuneytinu þar sem Baldur Möller, einnig margfaldur sigurvegari Skákþings Íslands, var ráðuneytisstjóri. Í kjölfar einvígis aldarinnar, milli Spasskís og Fischers, í Reykjavík 1972 hóf Friðrik að tefla á ný af krafti og vill sjálfur meina að þá hafi hann verið hvað sterkastur. „Ég tók skákina fastari tökum, stúderaði betur og var skipulagðari en ég hafði áður verið,“ segir Friðrik. Árið 1978 var hann kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Árið 1981 háðu Anatolíj Karpov og Viktor Kortsnoj einvígi um heimsmeistaratitilinn. Kortsnoj var landflótta Sovétmaður og var fjölskyldu hans haldið nauðugri í Sovétríkjunum. Friðrik setti það sem skilyrði að fjölskyldu hans yrði hleypt úr landi og var það gert að einvíginu loknu. Það varð til þess að Sovétmenn felldu hann í næstu forsetakosningum sambandsins. Friðrik kom að útgáfu lagasafns áður en hann hóf störf sem skrifstofustjóri Alþingis árið 1984 og gegndi því til ársins 2005. Hann var sæmdur riddarakrossi árið 1972 og stórriddarakrossi 1980. „Það var mikill kostur þegar biðskákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar,“ segir afmælisbarnið aðspurt um stöðu skákarinnar í dag. „Undirbúningurinn heima fyrir getur náð tugi leikja inn í viðureignina og margir taka litla áhættu. Það var ekki svo í gamla daga.“
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira