Rússland á hálfvirði Þorvaldur Gylfason skrifar 22. janúar 2015 07:00 Gengi rúblunnar hefur að undanförnu fallið um helming. Aðalorsökin er helmingslækkun heimsmarkaðsverðs á olíu, aðalútflutningsafurð Rússa. Meðalverkalaun Rússa hafa af þessum völdum lækkað úr 1000 Bandaríkjadölum á mánuði í 500 dali. Greinar í blöðum, t.d. Moscow Times, birta þann boðskap, að Rússar eigi nú tveggja kosta völ: að stofna nýjan stjórnmálaflokk til höfuðs Pútín forseta og hans mönnum í stjórnarflokknum, Sameinað Rússland, eða flýja land, helzt vestur á bóginn til Evrópu. Hvorugt er auðvelt. Skoðanakannanir benda til, að meiri hluti kjósenda á landsvísu kunni að vilja fylgja Pútín gegnum þykkt og þunnt og hann muni ekki stíga til hliðar fyrr en í fulla hnefana. Loftið er lævi blandið.Öll eggin í einni körfu Forsætisráðherra Rússlands og fv. forseti, Dmitry Medvedev, hefur viðurkennt opinberlega, að efnahagsþvinganir Bandaríkjanna og ESB vegna innlimunar Krímskagans í Rússland og annarrar íhlutunar Rússa í Úkraínu eigi ásamt lækkun olíuverðs umtalsverðan þátt í gengisfalli rúblunnar. Óvíst er, hvort Rússum tekst að bæta þann hluta skaðans, sem orðinn er, með auknum viðskiptum við Asíulönd eða í gegnum nýstofnað Evrasíusamband, sem er efnahagsbandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands, Kasakstans og Armeníu (og bráðum Kirgisistans). Reynslan lofar ekki góðu. Viðskiptasamningar Rússa reynast yfirleitt orðin tóm vegna þess, að Rússar búa ekki að þeim innviðum, sem þarf til að leysa erlend viðskipti úr gömlum viðjum. Ég heyrði ræðu forsætisráðherrans í Moskvu í fyrri viku, þar eð ég var þar að flytja erindi um auðlindastjórn á sjötta fundinum til minningar um Yegor Gaidar, fyrsta forsætisráðherra frjáls Rússlands 1991. Ræða Medvedevs var brýning til Rússa um að bretta upp ermarnar og hvika hvergi frá nauðsynlegum umbótum. Aðrir rússneskir áhrifamenn tóku í sama streng, t.d. Alexei Kudrei, fv. fjármálaráðherra, og German Gref, fv. efnahags- og viðskiptaráðherra. Þeir eru báðir í hópi þeirra, sem mestan þátt eiga í upprisu Rússlands úr rústum kommúnismans. Allir þrír leggja ásamt mörgum öðrum ríka áherzlu á nauðsyn þess, að Rússar leysi sig úr viðjum olíunnar og skjóti fleiri og fjölbreyttari stoðum undir efnahagslífið. Hvaða vit er í að eiga allt sitt undir einni auðlind, sem getur þá og þegar hrapað í verði eins og dæmin sanna? Spurningin svarar sér sjálf. Það myndi bæta ásjónu og orðstír Rússlands heima og erlendis, ef Pútín forseti talaði skýrt við umheiminn og heimamenn eins og þessir fyrrverandi og núverandi samstarfsmenn hans. Það gerir Pútín þó ekki.Orð og athafnir Síðast þegar ég var í Moskvu fyrir fáeinum árum, það var á vígslufundinum til minningar um Yegor Gaidar, sem þá var nýlátinn langt fyrir aldur fram, heyrði ég einnig traustvekjandi ræður. Ég heyrði ekki aðeins Alexei Kudrei og German Gref, sem voru þá áhrifamiklir ráðherrar, tala skynsamlega um nauðsynlegar efnahagsumbætur, heldur heyrði ég einnig dómsmálaráðherrann í sjónvarpsviðtali um kvöldið tala tæpitungulaust um nauðsyn þess að ráðast gegn landlægri spillingu. Málflutningur ráðherranna var, eins og heimsóknin til Moskvu aftur nú, óþyrmileg áminning um Ísland. Hefur nokkur íslenzkur dómsmálaráðherra talað um nauðsyn þess að hamla spillingu á Íslandi? – hamla því, sem ekkert er?! Hefur nokkur forsætisráðherra eða fjármálaráðherra sagt eitt aukatekið orð um nauðsyn þess að draga úr veldi sérhagsmunahópa t.d. í landbúnaði og sjávarútvegi til að rýma fyrir nýsköpun í atvinnulífinu? Þarna standa rússneskir stjórnmálamenn þrátt fyrir þessa daga mörgum fetum framar íslenzkum stjórnmálamönnum. Það má Rússinn eiga. Aðrir segja: Orð rússneskra stjórnmálamanna skipta engu. Þau vega a.m.k. misþungt.Nýjar vaxtarvonir Eins og ég lýsti í grein í DV á föstudaginn var, virðist trúlegt, að verðfallið á olíu að undanförnu sé varanlegt og þá um leið gengisfall rúblunnar alveg eins og helmingsfall á gengi íslenzku krónunnar 2007-2008 reyndist varanlegt. Bæði löndin hafa af þeim sökum mátt reyna mikla skerðingu kaupmáttar. Verðlækkun á olíu virðist varanleg vegna þess, að hún á öðrum þræði upptök sín í auknu olíuframboði af völdum nýrrar tækni við olíuboranir, sem Bandaríkjamenn hafa beitt síðan 2008. Á móti þessu kemur, að gengisfall rúblunnar rennir stoðum undir ýmsa starfsemi, sem átti sér enga umtalsverða vaxtarvon við gamla genginu. Stóraukinn straumur ferðamanna til Íslands frá hruni vitnar um þetta. Rússar mega með líku lagi eiga von á miklu fleiri ferðamönnum en áður, enda er þar margt að sjá og heyra, einkum í Sankti Pétursborg og Moskvu, sögufrægar og frábærlega fallegar borgir báðar tvær. Þar er að sönnu margt að sjá og heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Gengi rúblunnar hefur að undanförnu fallið um helming. Aðalorsökin er helmingslækkun heimsmarkaðsverðs á olíu, aðalútflutningsafurð Rússa. Meðalverkalaun Rússa hafa af þessum völdum lækkað úr 1000 Bandaríkjadölum á mánuði í 500 dali. Greinar í blöðum, t.d. Moscow Times, birta þann boðskap, að Rússar eigi nú tveggja kosta völ: að stofna nýjan stjórnmálaflokk til höfuðs Pútín forseta og hans mönnum í stjórnarflokknum, Sameinað Rússland, eða flýja land, helzt vestur á bóginn til Evrópu. Hvorugt er auðvelt. Skoðanakannanir benda til, að meiri hluti kjósenda á landsvísu kunni að vilja fylgja Pútín gegnum þykkt og þunnt og hann muni ekki stíga til hliðar fyrr en í fulla hnefana. Loftið er lævi blandið.Öll eggin í einni körfu Forsætisráðherra Rússlands og fv. forseti, Dmitry Medvedev, hefur viðurkennt opinberlega, að efnahagsþvinganir Bandaríkjanna og ESB vegna innlimunar Krímskagans í Rússland og annarrar íhlutunar Rússa í Úkraínu eigi ásamt lækkun olíuverðs umtalsverðan þátt í gengisfalli rúblunnar. Óvíst er, hvort Rússum tekst að bæta þann hluta skaðans, sem orðinn er, með auknum viðskiptum við Asíulönd eða í gegnum nýstofnað Evrasíusamband, sem er efnahagsbandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands, Kasakstans og Armeníu (og bráðum Kirgisistans). Reynslan lofar ekki góðu. Viðskiptasamningar Rússa reynast yfirleitt orðin tóm vegna þess, að Rússar búa ekki að þeim innviðum, sem þarf til að leysa erlend viðskipti úr gömlum viðjum. Ég heyrði ræðu forsætisráðherrans í Moskvu í fyrri viku, þar eð ég var þar að flytja erindi um auðlindastjórn á sjötta fundinum til minningar um Yegor Gaidar, fyrsta forsætisráðherra frjáls Rússlands 1991. Ræða Medvedevs var brýning til Rússa um að bretta upp ermarnar og hvika hvergi frá nauðsynlegum umbótum. Aðrir rússneskir áhrifamenn tóku í sama streng, t.d. Alexei Kudrei, fv. fjármálaráðherra, og German Gref, fv. efnahags- og viðskiptaráðherra. Þeir eru báðir í hópi þeirra, sem mestan þátt eiga í upprisu Rússlands úr rústum kommúnismans. Allir þrír leggja ásamt mörgum öðrum ríka áherzlu á nauðsyn þess, að Rússar leysi sig úr viðjum olíunnar og skjóti fleiri og fjölbreyttari stoðum undir efnahagslífið. Hvaða vit er í að eiga allt sitt undir einni auðlind, sem getur þá og þegar hrapað í verði eins og dæmin sanna? Spurningin svarar sér sjálf. Það myndi bæta ásjónu og orðstír Rússlands heima og erlendis, ef Pútín forseti talaði skýrt við umheiminn og heimamenn eins og þessir fyrrverandi og núverandi samstarfsmenn hans. Það gerir Pútín þó ekki.Orð og athafnir Síðast þegar ég var í Moskvu fyrir fáeinum árum, það var á vígslufundinum til minningar um Yegor Gaidar, sem þá var nýlátinn langt fyrir aldur fram, heyrði ég einnig traustvekjandi ræður. Ég heyrði ekki aðeins Alexei Kudrei og German Gref, sem voru þá áhrifamiklir ráðherrar, tala skynsamlega um nauðsynlegar efnahagsumbætur, heldur heyrði ég einnig dómsmálaráðherrann í sjónvarpsviðtali um kvöldið tala tæpitungulaust um nauðsyn þess að ráðast gegn landlægri spillingu. Málflutningur ráðherranna var, eins og heimsóknin til Moskvu aftur nú, óþyrmileg áminning um Ísland. Hefur nokkur íslenzkur dómsmálaráðherra talað um nauðsyn þess að hamla spillingu á Íslandi? – hamla því, sem ekkert er?! Hefur nokkur forsætisráðherra eða fjármálaráðherra sagt eitt aukatekið orð um nauðsyn þess að draga úr veldi sérhagsmunahópa t.d. í landbúnaði og sjávarútvegi til að rýma fyrir nýsköpun í atvinnulífinu? Þarna standa rússneskir stjórnmálamenn þrátt fyrir þessa daga mörgum fetum framar íslenzkum stjórnmálamönnum. Það má Rússinn eiga. Aðrir segja: Orð rússneskra stjórnmálamanna skipta engu. Þau vega a.m.k. misþungt.Nýjar vaxtarvonir Eins og ég lýsti í grein í DV á föstudaginn var, virðist trúlegt, að verðfallið á olíu að undanförnu sé varanlegt og þá um leið gengisfall rúblunnar alveg eins og helmingsfall á gengi íslenzku krónunnar 2007-2008 reyndist varanlegt. Bæði löndin hafa af þeim sökum mátt reyna mikla skerðingu kaupmáttar. Verðlækkun á olíu virðist varanleg vegna þess, að hún á öðrum þræði upptök sín í auknu olíuframboði af völdum nýrrar tækni við olíuboranir, sem Bandaríkjamenn hafa beitt síðan 2008. Á móti þessu kemur, að gengisfall rúblunnar rennir stoðum undir ýmsa starfsemi, sem átti sér enga umtalsverða vaxtarvon við gamla genginu. Stóraukinn straumur ferðamanna til Íslands frá hruni vitnar um þetta. Rússar mega með líku lagi eiga von á miklu fleiri ferðamönnum en áður, enda er þar margt að sjá og heyra, einkum í Sankti Pétursborg og Moskvu, sögufrægar og frábærlega fallegar borgir báðar tvær. Þar er að sönnu margt að sjá og heyra.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun