MAGNEA X Aurum væntanlegt 22. janúar 2015 09:00 Magnea Einarsdóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir hjá MAGNEA. Vísir/Ernir Hönnuðir fatamerkisins MAGNEA hafa hannað skartgripalínu í samstarfi við íslenska skartgripamerkið Aurum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við hönnum skartgripalínu undir þessu merki. Sigrún, hinn hönnuðurinn hjá okkur, hefur þó ágæta reynslu af skartgripahönnun með hönnunarteyminu IIIF,“ segir Magnea Einarsdóttir, stofnandi Magneu, sem ásamt Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur á heiðurinn af skartgripalínunni. Hugmyndin að samstarfinu kom eftir að Aurum sýndi afraksturinn af samstarfi við Myndlistarskólann í Reykjavík á Hönnunarmars í fyrra. „Við Magnea kennum báðar þar svo okkur datt í hug að þau væru opin fyrir samstarfi. Þetta gekk svo frekar hratt fyrir sig, enda eru þau fagmenn fram í fingurgóma hjá Aurum,“ segir Sigrún. Línan samanstendur af grófum og fínum útgáfum af hálsmenum, hringum og eyrnalokkum og er innblástur að línunni að mestu fenginn úr eldri hönnun frá merkinu Magnea. „Við skoðuðum í þaula útsaumsspor og gúmmí ásamt því að pæla í abstrakt hugmyndum í kringum prjónalykkjuna. Það er svo yfirfærslan á þessum hráefnum í málm sem gefur línunni karakter,“ segir Magnea. Skartgripalínan er þó nokkuð frábrugðin því sem áður hefur komið frá Magneu. „Það er alltaf gaman að sjá hugmyndir sem eru hugsaðar í eitthvert ákveðið hráefni og tilefni yfirfært í annan miðil sem maður er óvanur að vinna með. Fatahönnun og skartgripahönnun eiga það sameiginlegt að þar er unnið út frá þrívíðum formum og líkamanum sjálfum, en stærðarmunurinn er auðvitað gríðarlegur svo það er hægt að segja að það sé helsti munurinn á því sem við höfum verið að gera,“ segja þær. Aðspurðar út í frekara samstarf með Aurum eða öðrum hönnuðum útiloka þær það ekki. „Það er aldrei að vita. Það verður gaman að sjá viðbrögðin sem þessi lína fær og hvað gerist í framhaldinu af því. Okkur þykir virkilega gaman að vinna með öðrum hönnuðum og höfum góða reynslu af því svo við erum opnar fyrir því.“ Línan, sem ekki enn hefur fengið nafn, verður frumsýnd í Aurum Bankastræti á Hönnunarmars og verður nánari tímasetning auglýst síðar. Að auki verður línan sýnd á Reykjavík Fashion Festival. HönnunarMars Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hönnuðir fatamerkisins MAGNEA hafa hannað skartgripalínu í samstarfi við íslenska skartgripamerkið Aurum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við hönnum skartgripalínu undir þessu merki. Sigrún, hinn hönnuðurinn hjá okkur, hefur þó ágæta reynslu af skartgripahönnun með hönnunarteyminu IIIF,“ segir Magnea Einarsdóttir, stofnandi Magneu, sem ásamt Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur á heiðurinn af skartgripalínunni. Hugmyndin að samstarfinu kom eftir að Aurum sýndi afraksturinn af samstarfi við Myndlistarskólann í Reykjavík á Hönnunarmars í fyrra. „Við Magnea kennum báðar þar svo okkur datt í hug að þau væru opin fyrir samstarfi. Þetta gekk svo frekar hratt fyrir sig, enda eru þau fagmenn fram í fingurgóma hjá Aurum,“ segir Sigrún. Línan samanstendur af grófum og fínum útgáfum af hálsmenum, hringum og eyrnalokkum og er innblástur að línunni að mestu fenginn úr eldri hönnun frá merkinu Magnea. „Við skoðuðum í þaula útsaumsspor og gúmmí ásamt því að pæla í abstrakt hugmyndum í kringum prjónalykkjuna. Það er svo yfirfærslan á þessum hráefnum í málm sem gefur línunni karakter,“ segir Magnea. Skartgripalínan er þó nokkuð frábrugðin því sem áður hefur komið frá Magneu. „Það er alltaf gaman að sjá hugmyndir sem eru hugsaðar í eitthvert ákveðið hráefni og tilefni yfirfært í annan miðil sem maður er óvanur að vinna með. Fatahönnun og skartgripahönnun eiga það sameiginlegt að þar er unnið út frá þrívíðum formum og líkamanum sjálfum, en stærðarmunurinn er auðvitað gríðarlegur svo það er hægt að segja að það sé helsti munurinn á því sem við höfum verið að gera,“ segja þær. Aðspurðar út í frekara samstarf með Aurum eða öðrum hönnuðum útiloka þær það ekki. „Það er aldrei að vita. Það verður gaman að sjá viðbrögðin sem þessi lína fær og hvað gerist í framhaldinu af því. Okkur þykir virkilega gaman að vinna með öðrum hönnuðum og höfum góða reynslu af því svo við erum opnar fyrir því.“ Línan, sem ekki enn hefur fengið nafn, verður frumsýnd í Aurum Bankastræti á Hönnunarmars og verður nánari tímasetning auglýst síðar. Að auki verður línan sýnd á Reykjavík Fashion Festival.
HönnunarMars Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira