Að elta drauma sína Viktoría Hermannsdóttir skrifar 21. janúar 2015 07:00 Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar stöllurnar í hljómsveitinni Charlies sögðu frá því að hljómsveitin væri hætt. Eftir að hafa búið í fimm ár í pínulítilli íbúð í borg englanna, þar sem þær Klara, Alma og Steinunn eltu drauma sína, ákváðu þær að Charlies-ævintýrið væri á enda. Og voru hreinskilnar með það. Þær reyndu að meika það en það gekk ekki upp. Og hvað með það? Stelpurnar í Charlies hafa þurft að þola háð samlanda sína fyrir að elta drauma sína. „Hvað eru þær eiginlega að gera þarna og halda þær virkilega að þær eigi eftir að meika það?“ hafa eflaust ýmsir hugsað, og alveg örugglega hef ég sjálf gerst sek um það. Þess vegna var þessi hreinskilni þeirra svo gott kjaftshögg fyrir okkur hin. Þær gerðu nefnilega það sem við flest erum alltof hrædd við að gera. Stíga út fyrir boxið og elta drauma okkar. Jafnvel þó þeir samrýmist ekki þeim kröfum sem við teljum samfélagið setja á okkur. Á litlu landi eins og Íslandi er það nefnilega alltof oft viðkvæðið að allir eigi að passa inn í sama kassann. Ganga menntaveginn, eignast fína íbúð, bíl, maka, börn og buru. Meika það. Það eiga allir að fylgja því sama og þeir sem það ekki gera hljóta að vera í ruglinu. Stöllurnar í Charlies ákváðu hins vegar að fara sínar eigin leiðir og prófa eitthvað nýtt. Harka í einni erfiðustu borg í heimi og upplifa í leiðinni ótrúleg ævintýri. Við sem erum í 9-5 vinnunum harkandi til þess að borga sömu leiðinlegu reikningana mánuð eftir mánuð horfðum líklega öfundaraugum á það. Þessi afstaða þeirra, að koma fram og segja hreinskilið frá því að þetta hafi ekki gengið, gerir þær að frábærum fyrirmyndum. Það er akkúrat svona sem fleiri ættu að hugsa. Heimurinn er stór og fullur af tækifærum. Verum óhrædd við að fara út fyrir boxið og gera það sem við virkilega viljum. Hættum að reyna endalaust að passa inn í þessi óþolandi box en fyrst og fremst leyfum öðrum að haga sínu lífi eins og þeir vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar stöllurnar í hljómsveitinni Charlies sögðu frá því að hljómsveitin væri hætt. Eftir að hafa búið í fimm ár í pínulítilli íbúð í borg englanna, þar sem þær Klara, Alma og Steinunn eltu drauma sína, ákváðu þær að Charlies-ævintýrið væri á enda. Og voru hreinskilnar með það. Þær reyndu að meika það en það gekk ekki upp. Og hvað með það? Stelpurnar í Charlies hafa þurft að þola háð samlanda sína fyrir að elta drauma sína. „Hvað eru þær eiginlega að gera þarna og halda þær virkilega að þær eigi eftir að meika það?“ hafa eflaust ýmsir hugsað, og alveg örugglega hef ég sjálf gerst sek um það. Þess vegna var þessi hreinskilni þeirra svo gott kjaftshögg fyrir okkur hin. Þær gerðu nefnilega það sem við flest erum alltof hrædd við að gera. Stíga út fyrir boxið og elta drauma okkar. Jafnvel þó þeir samrýmist ekki þeim kröfum sem við teljum samfélagið setja á okkur. Á litlu landi eins og Íslandi er það nefnilega alltof oft viðkvæðið að allir eigi að passa inn í sama kassann. Ganga menntaveginn, eignast fína íbúð, bíl, maka, börn og buru. Meika það. Það eiga allir að fylgja því sama og þeir sem það ekki gera hljóta að vera í ruglinu. Stöllurnar í Charlies ákváðu hins vegar að fara sínar eigin leiðir og prófa eitthvað nýtt. Harka í einni erfiðustu borg í heimi og upplifa í leiðinni ótrúleg ævintýri. Við sem erum í 9-5 vinnunum harkandi til þess að borga sömu leiðinlegu reikningana mánuð eftir mánuð horfðum líklega öfundaraugum á það. Þessi afstaða þeirra, að koma fram og segja hreinskilið frá því að þetta hafi ekki gengið, gerir þær að frábærum fyrirmyndum. Það er akkúrat svona sem fleiri ættu að hugsa. Heimurinn er stór og fullur af tækifærum. Verum óhrædd við að fara út fyrir boxið og gera það sem við virkilega viljum. Hættum að reyna endalaust að passa inn í þessi óþolandi box en fyrst og fremst leyfum öðrum að haga sínu lífi eins og þeir vilja.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun