Erfið lífsreynsla nýtist vel í leiklistinni Elín Albertsdóttir skrifar 17. janúar 2015 00:01 Ylfa hefur leikið í fjölda bandarískra sjónvarpsþátta og kvikmynda á ferli sínum. Meðal annars hefur hún leikið á móti Clive Owen og James Spader. Nú er hún stödd á Íslandi við leik í nýrri íslenskri bíómynd. Mynd/GVA Á hvíta tjaldinu. Ylfa í kvikmyndinni 9 Line sem frumsýnd verður í haust. Hér með leikaranum Mikal Vega. Ylfa Edelstein leikkona hefur verið búsett í Bandaríkjunum frá því hún var nítján ára gömul. Hún hefur leikið í mörgum þekktum bandarískum sjónvarpsseríum en undanfarna daga hefur hún verið að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Ylfa fékk tilboð um að skoða handrit að nýrri íslenskri kvikmynd sem er í tökum þessa dagana. Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er þekktur Skoti, Graeme Maley, en hann hefur starfað töluvert með íslenskum listamönnum. Hann hafði samband við Ylfu sem leist strax vel á að taka að sér hlutverkið auk þess sem það gæfi henni tækifæri til að koma til Íslands. Framleiðandi er Vintage Pictures en að baki því standa þær Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir. „Ég las handritið og fannst það þrusugott og verkefnið spennandi. Þetta er nútíma dramasaga sem gerist í Reykjavík,“ segir Ylfa. „Ég má ekki skýra ítarlega frá söguþræði en ég leik konu sem er mjög einangruð og fer ekki úr húsi. Hún hefur einangrast alvarlega í lífinu en tekur loks þá ákvörðun að breyta um lífsstíl. Þetta er djúp persónuferð,“ útskýrir Ylfa. „Tveir ungir leikarar sem útskrifast úr Leiklistarskóla Íslands næsta vor fara með hlutverk í myndinni, þau Albert Halldórsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og gera það listilega vel. Það er mikill kraftur í þessu unga fólki sem segir manni að það er mikil fagmennska í gangi í leiklistarskólanum. Stefnt er að því að vinna myndina hratt og koma henni á hátíðir í lok ársins. Allir sem standa að þessari mynd eru frábærir listamenn og þetta hefur verið eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið að mér. Að hluta til vegna Graeme sem er frábær leikstjóri í alla staði. Hann leyfði mér að blómstra í hlutverkinu og gaf mér frábærar hugmyndir. Myndin hefur þó ekki hlotið nafn enn.“Langur ferill Ylfa er einhleyp og þegar hún er spurð hvort einhver kærasti sé í kortunum, hlær hún og segir: „Nei, en það verður samt alltaf tími fyrir hjartað þegar að því kemur. Ég á marga góða vini í New York. Hins vegar togar fjölskyldan stundum í mig og mér þótti mjög gaman að hitta bróður minn og fjölskyldu hans á Akureyri um áramótin. Ég á líka æskuvini hér á landi sem alltaf er gaman að hitta. Svo finnst mér æðislegt að fara í íslenskar sundlaugar og drekka vatnið úr krananum.“ Ylfa lék hér á landi sem unglingur. Fyrsta hlutverkið var í íslensku sjónvarpsmyndinni, Hver er…, sem Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði og sýnd var um jól árið 1984. Einnig starfaði Ylfa sem dansari en hún var í námi hjá Dansstúdíói Sóleyjar Jóhannsdóttur. Meðal annars kom hún fram í auglýsingum og myndböndum á þeim tíma. Hún var aðeins nítján ára þegar hún ákvað að kveðja heimahagana og fara í nám til St. Louis í Bandaríkjunum, þaðan hélt hún til New York og stundaði nám við leiklistarskólann Actor's Space. Um tíma bjó Ylfa í Los Angeles en flutti síðan aftur til New York þar sem hún býr enn. „Ég hef alltaf kunnað vel við mig í New York,“ segir hún.Með frægum Undanfarið hefur Ylfa leikið í sjónvarpsþáttaröðinni The Knick sem HBO framleiðir og Stöð 2 hefur sýnt. Steven Soderbergh leikstýrir þáttunum og aðalhlutverkið er í höndum Clives Owen. Þættirnir hafa fengið mjög góða dóma en vinna við aðra þáttaröð hefst í febrúar og mun Ylfa halda áfram leik sínum í þeim. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna við þessa þætti og ég hlakka til að halda áfram en upptökur munu standa fram í maí,“ segir hún. Ylfa kom einnig fram í þáttunum The Blacklist þar sem James Spader fer með aðalhlutverkið. Þeir þættir hafa sömuleiðis verið sýndir á Stöð 2. „Ég leik valdamikla og slæma þýska konu í þáttunum og mun birtast aftur í næstu seríu. Þar kemur sér vel að ég get talað með þýskum hreim en ég er af þýskum ættum,“ segir Ylfa og hlakkar mikið til þeirra verkefna sem bíða hennar á nýja árinu. „Mér líður alltaf best þegar ég er að leika,“ bætir hún við. „Þá er ekki síðra að geta sameinað Íslandsheimsókn og vinnu og farið í sund á hverjum degi.“ Ylfa hefur sömuleiðis nýlokið við að leika í nýrri bandarískri kvikmynd, 9 Line. Hún verður frumsýnd í haust og þar fer Ylfa með stórt hlutverk eiginkonu hermanns. „Myndin fjallar um hermann sem er að koma heim úr stríði og þarf að glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa misst besta vin sinn. Myndin á að vekja athygli á þeirri staðreynd að 23 hermenn fremja sjálfsmorð á hverjum degi í Bandaríkjunum og litla hjálp er hægt að fá.“Mögnuð saga Foreldrar Ylfu eru báðir Þjóðverjar en hún lítur þó fyrst og fremst á sig sem Íslending, enda fædd hér og uppalin. Móðir hennar, Anne-Marie Egloff, lést snögglega þegar Ylfa var nýflutt til Bandaríkjanna, langt fyrir aldur fram. Ylfa segir að sú reynsla hafi verið erfið og fylgi sér enn. „Ég trúi því að þeir sem eru farnir lifi áfram í manni og móðir mín lifir í mér. Erfið lífsreynsla nýtist manni vel í leiklistinni.“ Faðir Ylfu er Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmenntaskólans. Afi hennar og amma úr föðurætt voru flóttafólk frá Þýskalandi. Þau flúðu nasismann og komu til Íslands árið 1938. „Afi minn, Heinz Edelstein sellóleikari, var kennari við tónlistarskólann og lék í hljómsveit Tónlistarfélagsins í Reykjavík sem var undanfari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann stofnaði Barnamúsíkskóla Reykjavíkur sem nú er Tónmenntaskólinn. Það er mikil saga á bak við fjölskyldu mína,“ segir Ylfa. „Þessi ógnartími nasismans er nær manni í tíma en fólki finnst og enn eru óhugnanlegir atburðir að gerast í heiminum. Ég heimsótti föðurbróður minn, Wolfgang Edelstein, í Berlín nýlega og þar fann ég mikið af bréfum og greinum sem tengdust sögu fjölskyldu minnar. Ættingjar afa og ömmu fórust allir í útrýmingarbúðum,“ segir hún.Snillingarnir Ylfa horfir bjartsýn til ársins. „Ég er jákvæð, hugsa vel um mig, lifi heilbrigðu lífi og trúi á það góða.“ Þegar Ylfa er spurð hvernig henni lítist á að Jóhann Jóhannsson hafi hlotið Golden Globe og sé tilnefndur til Óskarsverðlauna svarar hún: „Það er frábært þegar landar manns eru að gera góða hluti. Ég man hversu stolt ég var þegar Björk kom á rauða dregilinn í svanskjólnum. Ótrúlegur kraftur býr í Íslendingum. Í rauninni magnað hversu þetta litla land á marga snillinga.“ Ylfa er með heimasíðuna ylfaedelstein.com Golden Globes Óskarinn Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Á hvíta tjaldinu. Ylfa í kvikmyndinni 9 Line sem frumsýnd verður í haust. Hér með leikaranum Mikal Vega. Ylfa Edelstein leikkona hefur verið búsett í Bandaríkjunum frá því hún var nítján ára gömul. Hún hefur leikið í mörgum þekktum bandarískum sjónvarpsseríum en undanfarna daga hefur hún verið að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Ylfa fékk tilboð um að skoða handrit að nýrri íslenskri kvikmynd sem er í tökum þessa dagana. Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er þekktur Skoti, Graeme Maley, en hann hefur starfað töluvert með íslenskum listamönnum. Hann hafði samband við Ylfu sem leist strax vel á að taka að sér hlutverkið auk þess sem það gæfi henni tækifæri til að koma til Íslands. Framleiðandi er Vintage Pictures en að baki því standa þær Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir. „Ég las handritið og fannst það þrusugott og verkefnið spennandi. Þetta er nútíma dramasaga sem gerist í Reykjavík,“ segir Ylfa. „Ég má ekki skýra ítarlega frá söguþræði en ég leik konu sem er mjög einangruð og fer ekki úr húsi. Hún hefur einangrast alvarlega í lífinu en tekur loks þá ákvörðun að breyta um lífsstíl. Þetta er djúp persónuferð,“ útskýrir Ylfa. „Tveir ungir leikarar sem útskrifast úr Leiklistarskóla Íslands næsta vor fara með hlutverk í myndinni, þau Albert Halldórsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og gera það listilega vel. Það er mikill kraftur í þessu unga fólki sem segir manni að það er mikil fagmennska í gangi í leiklistarskólanum. Stefnt er að því að vinna myndina hratt og koma henni á hátíðir í lok ársins. Allir sem standa að þessari mynd eru frábærir listamenn og þetta hefur verið eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið að mér. Að hluta til vegna Graeme sem er frábær leikstjóri í alla staði. Hann leyfði mér að blómstra í hlutverkinu og gaf mér frábærar hugmyndir. Myndin hefur þó ekki hlotið nafn enn.“Langur ferill Ylfa er einhleyp og þegar hún er spurð hvort einhver kærasti sé í kortunum, hlær hún og segir: „Nei, en það verður samt alltaf tími fyrir hjartað þegar að því kemur. Ég á marga góða vini í New York. Hins vegar togar fjölskyldan stundum í mig og mér þótti mjög gaman að hitta bróður minn og fjölskyldu hans á Akureyri um áramótin. Ég á líka æskuvini hér á landi sem alltaf er gaman að hitta. Svo finnst mér æðislegt að fara í íslenskar sundlaugar og drekka vatnið úr krananum.“ Ylfa lék hér á landi sem unglingur. Fyrsta hlutverkið var í íslensku sjónvarpsmyndinni, Hver er…, sem Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði og sýnd var um jól árið 1984. Einnig starfaði Ylfa sem dansari en hún var í námi hjá Dansstúdíói Sóleyjar Jóhannsdóttur. Meðal annars kom hún fram í auglýsingum og myndböndum á þeim tíma. Hún var aðeins nítján ára þegar hún ákvað að kveðja heimahagana og fara í nám til St. Louis í Bandaríkjunum, þaðan hélt hún til New York og stundaði nám við leiklistarskólann Actor's Space. Um tíma bjó Ylfa í Los Angeles en flutti síðan aftur til New York þar sem hún býr enn. „Ég hef alltaf kunnað vel við mig í New York,“ segir hún.Með frægum Undanfarið hefur Ylfa leikið í sjónvarpsþáttaröðinni The Knick sem HBO framleiðir og Stöð 2 hefur sýnt. Steven Soderbergh leikstýrir þáttunum og aðalhlutverkið er í höndum Clives Owen. Þættirnir hafa fengið mjög góða dóma en vinna við aðra þáttaröð hefst í febrúar og mun Ylfa halda áfram leik sínum í þeim. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna við þessa þætti og ég hlakka til að halda áfram en upptökur munu standa fram í maí,“ segir hún. Ylfa kom einnig fram í þáttunum The Blacklist þar sem James Spader fer með aðalhlutverkið. Þeir þættir hafa sömuleiðis verið sýndir á Stöð 2. „Ég leik valdamikla og slæma þýska konu í þáttunum og mun birtast aftur í næstu seríu. Þar kemur sér vel að ég get talað með þýskum hreim en ég er af þýskum ættum,“ segir Ylfa og hlakkar mikið til þeirra verkefna sem bíða hennar á nýja árinu. „Mér líður alltaf best þegar ég er að leika,“ bætir hún við. „Þá er ekki síðra að geta sameinað Íslandsheimsókn og vinnu og farið í sund á hverjum degi.“ Ylfa hefur sömuleiðis nýlokið við að leika í nýrri bandarískri kvikmynd, 9 Line. Hún verður frumsýnd í haust og þar fer Ylfa með stórt hlutverk eiginkonu hermanns. „Myndin fjallar um hermann sem er að koma heim úr stríði og þarf að glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa misst besta vin sinn. Myndin á að vekja athygli á þeirri staðreynd að 23 hermenn fremja sjálfsmorð á hverjum degi í Bandaríkjunum og litla hjálp er hægt að fá.“Mögnuð saga Foreldrar Ylfu eru báðir Þjóðverjar en hún lítur þó fyrst og fremst á sig sem Íslending, enda fædd hér og uppalin. Móðir hennar, Anne-Marie Egloff, lést snögglega þegar Ylfa var nýflutt til Bandaríkjanna, langt fyrir aldur fram. Ylfa segir að sú reynsla hafi verið erfið og fylgi sér enn. „Ég trúi því að þeir sem eru farnir lifi áfram í manni og móðir mín lifir í mér. Erfið lífsreynsla nýtist manni vel í leiklistinni.“ Faðir Ylfu er Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmenntaskólans. Afi hennar og amma úr föðurætt voru flóttafólk frá Þýskalandi. Þau flúðu nasismann og komu til Íslands árið 1938. „Afi minn, Heinz Edelstein sellóleikari, var kennari við tónlistarskólann og lék í hljómsveit Tónlistarfélagsins í Reykjavík sem var undanfari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann stofnaði Barnamúsíkskóla Reykjavíkur sem nú er Tónmenntaskólinn. Það er mikil saga á bak við fjölskyldu mína,“ segir Ylfa. „Þessi ógnartími nasismans er nær manni í tíma en fólki finnst og enn eru óhugnanlegir atburðir að gerast í heiminum. Ég heimsótti föðurbróður minn, Wolfgang Edelstein, í Berlín nýlega og þar fann ég mikið af bréfum og greinum sem tengdust sögu fjölskyldu minnar. Ættingjar afa og ömmu fórust allir í útrýmingarbúðum,“ segir hún.Snillingarnir Ylfa horfir bjartsýn til ársins. „Ég er jákvæð, hugsa vel um mig, lifi heilbrigðu lífi og trúi á það góða.“ Þegar Ylfa er spurð hvernig henni lítist á að Jóhann Jóhannsson hafi hlotið Golden Globe og sé tilnefndur til Óskarsverðlauna svarar hún: „Það er frábært þegar landar manns eru að gera góða hluti. Ég man hversu stolt ég var þegar Björk kom á rauða dregilinn í svanskjólnum. Ótrúlegur kraftur býr í Íslendingum. Í rauninni magnað hversu þetta litla land á marga snillinga.“ Ylfa er með heimasíðuna ylfaedelstein.com
Golden Globes Óskarinn Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira