Núðlusúpa með kjúklingi Rikka skrifar 18. janúar 2015 13:00 Núðlusúpa visir/binni Í Hagkaupsbókinni Léttir réttir er að finna mikið af girnilegum uppskriftum fyrir sælkera en líka þá sem vilja næringarríka og holla máltíð þar sem búið er að reikna út helstu næringargildi uppskriftarinnar. Austurlensk kjúklingasúpa með núðlum er tilvalin í kuldanum og skammdeginu. Austurlensk núðlusúpa með kjúkling 2 msk. ólífuolía 2 msk. engifer 2 stk. hvítlauksrif, pressuð ½ rautt chili-aldin, saxað 100 g gulrætur, saxaðar 500 g kjúklingalundir, skornar í bita 1½ msk. púðursykur 1½ kjúklingakraftsteningur 3 msk. sojasósa 4 msk. fiskisósa (fish sauce) 2 msk. sesamolía 2 l vatn 150 g spergilkál, skorið í bita 1 dós smámaís, skornir til helminga 300 g hrísgrjónanúðlur Hitið ólífuolíuna í potti og léttsteikið engifer og hvítlauk. Bætið chili-aldini, kjúklingi og gulrótum út í og steikið áfram í fáeinar mínútur. Blandið fiskisósu, sojasósu, sesamolíu, púðursykri og kjúklingakrafti út í, hellið vatninu yfir og látið malla í 15–20 mínútur. Bætið spergilkáli, smámaís og núðlum út í, látið malla áfram í 5 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn.NÆRINGARGILDI Kcal: 537 / 27% Prótein: 20,9 g / 42% Fita: 30 g / 47% Kolvetni: 45 g / 15% Trefjar:4 g / 16% A-vítamín: 4.118 IU / 82% C-vítamín: 21,2 mg / 35%Leiðbeinandi dagsskammtur (LDS) er miðaður við 2.000 kcal (hitaeininga) orkuþörf. Heilsa Kjúklingur Rikka Súpur Uppskriftir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Í Hagkaupsbókinni Léttir réttir er að finna mikið af girnilegum uppskriftum fyrir sælkera en líka þá sem vilja næringarríka og holla máltíð þar sem búið er að reikna út helstu næringargildi uppskriftarinnar. Austurlensk kjúklingasúpa með núðlum er tilvalin í kuldanum og skammdeginu. Austurlensk núðlusúpa með kjúkling 2 msk. ólífuolía 2 msk. engifer 2 stk. hvítlauksrif, pressuð ½ rautt chili-aldin, saxað 100 g gulrætur, saxaðar 500 g kjúklingalundir, skornar í bita 1½ msk. púðursykur 1½ kjúklingakraftsteningur 3 msk. sojasósa 4 msk. fiskisósa (fish sauce) 2 msk. sesamolía 2 l vatn 150 g spergilkál, skorið í bita 1 dós smámaís, skornir til helminga 300 g hrísgrjónanúðlur Hitið ólífuolíuna í potti og léttsteikið engifer og hvítlauk. Bætið chili-aldini, kjúklingi og gulrótum út í og steikið áfram í fáeinar mínútur. Blandið fiskisósu, sojasósu, sesamolíu, púðursykri og kjúklingakrafti út í, hellið vatninu yfir og látið malla í 15–20 mínútur. Bætið spergilkáli, smámaís og núðlum út í, látið malla áfram í 5 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn.NÆRINGARGILDI Kcal: 537 / 27% Prótein: 20,9 g / 42% Fita: 30 g / 47% Kolvetni: 45 g / 15% Trefjar:4 g / 16% A-vítamín: 4.118 IU / 82% C-vítamín: 21,2 mg / 35%Leiðbeinandi dagsskammtur (LDS) er miðaður við 2.000 kcal (hitaeininga) orkuþörf.
Heilsa Kjúklingur Rikka Súpur Uppskriftir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira