Samdi diskó-samstöðulag fyrir lækna Freyr Bjarnason skrifar 15. janúar 2015 09:30 Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn segir að textinn við lagið sé meinleysislegur og ætti ekki að móðga neinn. Vísir/Anton „Þetta er meinleysislegur texti. Ég passa mig á því að móðga engan,“ segir Helgi Júlíus Óskarsson. Hann hefur samið lag í tilefni af læknadeilunni sem nýverið leystist eftir langar samningaviðræður og fjölmörg verkföll. Það verður frumflutt á tónleikum Tónelskra lækna á Café Rosenberg í kvöld. Kristín Leifsdóttir, barnalæknir við Landspítalann, syngur lagið, sem er eins konar samstöðulag íslenskra lækna og fjallar um það hversu freistandi það getur verið fyrir þá að starfa erlendis frekar en heima á Íslandi, bæði vegna launamunar og aðstöðuleysis. Sjálfur starfaði Helgi sem hjartalæknir í 25 ár í Bandaríkjunum en flutti heim til Íslands árið 2012. „Þetta var kannski hluti af því af hverju ég var úti í 25 ár en ekki fimm. Ég fann þefinn af þessu sjálfur fyrir 25 árum. Þetta er ekki alveg nýtt að íslenskir læknar eru að fórna einhverju fyrir að koma heim en fórnirnar eru að verða stærri og stærri núna. Bæði er launamunurinn meiri en oft áður en það sem er kannski alvarlegast er aðstöðumunurinn,“ segir Helgi Júlíus. „Ef þú ferð út og menntar þig sem krabbameins- eða hjartalækni og kemur svo heim hefurðu ekkert í höndunum sem þú ert búinn að vinna með.“ Hann tekur þó fram að hann sé mjög ánægður með að samningar hafi náðst í læknadeilunni. Að sögn Helga Júlíusar er nýja lagið hans í diskóbúningi en hann hefur spreytt sig á mörgum tónlistarstílum undanfarin ár, þar á meðal þjóðlögum, reggí og blús. Eitt vinsælasta lagið hans er einmitt reggílagið Stöndum saman, sem fjallaði um eftirköst bankahrunsins og var sungið af Valdimar Guðmundssyni. „Ég veit ekki af hverju en það kom bara allt í einu einhver diskólína upp í mér, þannig að þetta verður flutt í hálfgerðum diskóstíl,“ segir Helgi Júlíus, sem gaf fyrir jól út plötuna Crossroads. Tvö lög á henni syngur læknirinn Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu, auk þess sem sálfræðineminn Árný Árnadóttir syngur fjögur lög. Hún kemur einnig fram á tónleikunum í kvöld, auk Helga, Sveins Rúnars, Ragnars Daníelssonar, Hróðmars H. Helgasonar og Michaels Clausen.Tónleikarnir hefjast kl. 21 og aðgangseyrir er 1.000 krónur. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er meinleysislegur texti. Ég passa mig á því að móðga engan,“ segir Helgi Júlíus Óskarsson. Hann hefur samið lag í tilefni af læknadeilunni sem nýverið leystist eftir langar samningaviðræður og fjölmörg verkföll. Það verður frumflutt á tónleikum Tónelskra lækna á Café Rosenberg í kvöld. Kristín Leifsdóttir, barnalæknir við Landspítalann, syngur lagið, sem er eins konar samstöðulag íslenskra lækna og fjallar um það hversu freistandi það getur verið fyrir þá að starfa erlendis frekar en heima á Íslandi, bæði vegna launamunar og aðstöðuleysis. Sjálfur starfaði Helgi sem hjartalæknir í 25 ár í Bandaríkjunum en flutti heim til Íslands árið 2012. „Þetta var kannski hluti af því af hverju ég var úti í 25 ár en ekki fimm. Ég fann þefinn af þessu sjálfur fyrir 25 árum. Þetta er ekki alveg nýtt að íslenskir læknar eru að fórna einhverju fyrir að koma heim en fórnirnar eru að verða stærri og stærri núna. Bæði er launamunurinn meiri en oft áður en það sem er kannski alvarlegast er aðstöðumunurinn,“ segir Helgi Júlíus. „Ef þú ferð út og menntar þig sem krabbameins- eða hjartalækni og kemur svo heim hefurðu ekkert í höndunum sem þú ert búinn að vinna með.“ Hann tekur þó fram að hann sé mjög ánægður með að samningar hafi náðst í læknadeilunni. Að sögn Helga Júlíusar er nýja lagið hans í diskóbúningi en hann hefur spreytt sig á mörgum tónlistarstílum undanfarin ár, þar á meðal þjóðlögum, reggí og blús. Eitt vinsælasta lagið hans er einmitt reggílagið Stöndum saman, sem fjallaði um eftirköst bankahrunsins og var sungið af Valdimar Guðmundssyni. „Ég veit ekki af hverju en það kom bara allt í einu einhver diskólína upp í mér, þannig að þetta verður flutt í hálfgerðum diskóstíl,“ segir Helgi Júlíus, sem gaf fyrir jól út plötuna Crossroads. Tvö lög á henni syngur læknirinn Haukur Heiðar Hauksson úr Diktu, auk þess sem sálfræðineminn Árný Árnadóttir syngur fjögur lög. Hún kemur einnig fram á tónleikunum í kvöld, auk Helga, Sveins Rúnars, Ragnars Daníelssonar, Hróðmars H. Helgasonar og Michaels Clausen.Tónleikarnir hefjast kl. 21 og aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira