Bílar

Fljótasta aðferðin við að afskreyta jólatréð

Finnur Thorlacius skrifar
Að pakka niður jólaskreytingunum, ekki síst af jólatrénu, er ekki það skemmtilegasta sem flestir taka sér fyrir hendur. Því sýnir Nissan okkur hér hvernig má afskreyta jólatré á örfáum sekúndum.

Þessi aðferð krefst þó þess að eigendur skreytinganna finnist ekkert sérlega vænt um þær og hafi ekki hugsað sér að nota þær aftur. Afar fljótlegt en fremur ruddalegt og fólgið í því að festa annan enda ljósaseríunnar við bílinn og gefa í og þá þeytist allt annað skraut af á örskotsstundu.

Til þessa gjörnings notuðust þeir hjá Nissan við ofursportbílinn GT-R. Þeir sem ekki eiga Nissan GT-R geta þó reynt sömu aðferð eftið hátíðarnar með eigin bíl, líklega með minni árangri, eða beðið eftir nýrri kynslóð Nissan GT-R sem kemur á næsta ári.

Svo virðist sem Nissan hafi með þessu bara viljað skemmta áhorfendum og í leiðinni minna á alöflugasta fjöldaframleidda bíl sem þeir smíða.






×