Aldrei verið jafn hissa á ævinni 31. desember 2015 07:00 Eygló Ósk með verðlaunagripinn. vísir/daníel rúnarsson Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins og er hún fimmta íþróttakonan sem hlýtur sæmdarheitið í 60 ára sögu kjörsins sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Annar í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir, varð þriðja. „Ég á ekki til orð. Þetta er ekkert smá mikill heiður,“ sagði Eygló Ósk í viðtali við RÚV en hún var ekki viðstödd hófið.Ólympíulágmarkið var hvatning Árið 2015 var frábært fyrir Eygló Ósk. Það byrjaði á því að hún bætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í mars en um leið varð hún fyrst Íslendinga til að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016 í Ríó. „Eftir þetta hugsaði ég með mér að ég ætlaði að gera enn betur og klára árið með stæl,“ sagði hún en eftir frábæran árangur á bæði Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug og Smáþjóðaleikunum, sem fóru fram hér á landi, náði hún, ásamt Hrafnhildi, að brjóta blað í sundsögu Íslands þegar þær urðu fyrstu íslensku sundkonurnar til að komast í úrslit á HM í 50 m laug. Það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágústbyrjun.Hausinn í rugli Stærsta afrekið vann hún þó í lok ársins þegar Eygló Ósk keppti á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Ísrael. Þar varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti er hún vann brons í bæði 100 og 200 m baksundi. Hún segir þó að það hafi tekið tíma að ná réttu hugarfari fyrir mótið í Ísrael. „Hausinn á mér var eiginlega í rugli og gekk mér ekkert frábærlega fyrsta daginn, þó svo að ég hafi náð að bæta mig í 100 m baksundinu. Ég ætlaði mér að gera meira,“ sagði hún en næsta dag synti hún til úrslita í greininni og komst á verðlaunapall. „Ég hætti að stressa mig og ætlaði bara að hafa gaman af þessu. Ég var með frábærum sundkonum í úrslitum sem áttu allar betri tíma en ég fyrir. Því var mér sama þótt ég myndi enda í áttunda sæti. Ég ætlaði bara að njóta þess að vera í úrslitum og synda undir 58 sekúndum. Það tókst.“Fæ enn gæsahúð Eygló synti á fyrstu braut og er óvenjulegt að sundmenn á henni vinni til verðlauna. „Ég vissi í raun ekkert hvað var að gerast í sundinu og sjokkið var því mikið þegar ég kom að bakkanum. Það tók mig langan tíma að átta mig,“ sagði hún. Eygló segir að hún hafi strax gert sér væntingar um að leika afrekið eftir í 200 m baksundinu sem gekk svo eftir. En það sé árangurinn í 100 m baksundinu sem standi upp úr eftir árið enda kom hann henni á óvart. „Ég hef aldrei verið jafn hissa á ævinni. Ég var glöð með allt það sem ég gerði á árinu en fyrir þetta ákveðna sund hafði ég engar væntingar. Svo náði ég þessu – ég fæ enn gæsahúð af því að tala um þetta.“Æfa eins og brjálæðingur Árið 2016 er Ólympíuár og Eygló ætlar sér vitanlega stóra hluti á því. „Fyrst og fremst ætla ég að æfa eins og brjálæðingur og bæta allt það sem ég þarf að bæta. Ég ætla ekki að stressa mig of mikið á hlutunum og leyfa öllu að koma mér á óvart,“ segir Íþróttamaður ársins brosandi. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins og er hún fimmta íþróttakonan sem hlýtur sæmdarheitið í 60 ára sögu kjörsins sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Annar í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir, varð þriðja. „Ég á ekki til orð. Þetta er ekkert smá mikill heiður,“ sagði Eygló Ósk í viðtali við RÚV en hún var ekki viðstödd hófið.Ólympíulágmarkið var hvatning Árið 2015 var frábært fyrir Eygló Ósk. Það byrjaði á því að hún bætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í mars en um leið varð hún fyrst Íslendinga til að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016 í Ríó. „Eftir þetta hugsaði ég með mér að ég ætlaði að gera enn betur og klára árið með stæl,“ sagði hún en eftir frábæran árangur á bæði Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug og Smáþjóðaleikunum, sem fóru fram hér á landi, náði hún, ásamt Hrafnhildi, að brjóta blað í sundsögu Íslands þegar þær urðu fyrstu íslensku sundkonurnar til að komast í úrslit á HM í 50 m laug. Það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágústbyrjun.Hausinn í rugli Stærsta afrekið vann hún þó í lok ársins þegar Eygló Ósk keppti á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Ísrael. Þar varð hún fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna á stórmóti er hún vann brons í bæði 100 og 200 m baksundi. Hún segir þó að það hafi tekið tíma að ná réttu hugarfari fyrir mótið í Ísrael. „Hausinn á mér var eiginlega í rugli og gekk mér ekkert frábærlega fyrsta daginn, þó svo að ég hafi náð að bæta mig í 100 m baksundinu. Ég ætlaði mér að gera meira,“ sagði hún en næsta dag synti hún til úrslita í greininni og komst á verðlaunapall. „Ég hætti að stressa mig og ætlaði bara að hafa gaman af þessu. Ég var með frábærum sundkonum í úrslitum sem áttu allar betri tíma en ég fyrir. Því var mér sama þótt ég myndi enda í áttunda sæti. Ég ætlaði bara að njóta þess að vera í úrslitum og synda undir 58 sekúndum. Það tókst.“Fæ enn gæsahúð Eygló synti á fyrstu braut og er óvenjulegt að sundmenn á henni vinni til verðlauna. „Ég vissi í raun ekkert hvað var að gerast í sundinu og sjokkið var því mikið þegar ég kom að bakkanum. Það tók mig langan tíma að átta mig,“ sagði hún. Eygló segir að hún hafi strax gert sér væntingar um að leika afrekið eftir í 200 m baksundinu sem gekk svo eftir. En það sé árangurinn í 100 m baksundinu sem standi upp úr eftir árið enda kom hann henni á óvart. „Ég hef aldrei verið jafn hissa á ævinni. Ég var glöð með allt það sem ég gerði á árinu en fyrir þetta ákveðna sund hafði ég engar væntingar. Svo náði ég þessu – ég fæ enn gæsahúð af því að tala um þetta.“Æfa eins og brjálæðingur Árið 2016 er Ólympíuár og Eygló ætlar sér vitanlega stóra hluti á því. „Fyrst og fremst ætla ég að æfa eins og brjálæðingur og bæta allt það sem ég þarf að bæta. Ég ætla ekki að stressa mig of mikið á hlutunum og leyfa öllu að koma mér á óvart,“ segir Íþróttamaður ársins brosandi.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira