Glamour

Allt sem þú vissir ekki um Love Actually

Ritstjórn skrifar
Eitt eftirminnilegasta atriðið.
Eitt eftirminnilegasta atriðið.
Hjá mörgum koma jólin ekki nema búið sé að horfa á myndina Love Actually að minnsta kosti einu sinni. 

Aðdáendur myndarinnar vita líka að þetta er ein fallegasta og besta jólamynd sem til er, og því ætti að koma einhverjum á óvart að leikstjóri myndarinnar, Richard Curtis, hafði einungis séð hana einu sinni, eða á frumsýningunni árið 2003.

Það breyttist þó (sem betur fer) um daginn þegar hann fór á sérstaka miðnætur sýningu með unnustu sinni, Emmu Freud, en myndin var sú fyrsta sem þau gerðu saman eftir að þau fóru að vera saman.

Okkur til mikillar gleði var Emma á Twitter alla myndina og á meðan hún horfði deildi hún með aðdáendum sögum á bakvið atriðin, karakterana ásamt því að telja rúllukragana sem birtast í myndinni. 

Sjón er sögu ríkari. Love actually is all around.

href='https://twitter.com/emmafreud/status/675903986436845568'>December 13, 2015





×