BMW M4 GTS fór Nürburgring á 7:28 Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 16:25 Hinn þegar uppseldi BMW M4 GTS ofurbíll náði einum af bestu tímum sem náðst hefur á Nürburgring aksursbrautinni frægu sem flestir miða sig við. Með þessum tíma, 7 mínútum og 28 sekúndum, hefur þessi bíll náð einum af 40 bestu tímum sem þar hafa náðst og hann skýtur aftur fyrir sig bílum eins og Koenigsegg CCX, Ferrari 458 og Porsche 911 GT2 (árgerð 2008). BMW M4 GTS er með 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og er skráð fyrir 500 hestöflum. Yfirbygging bílsins er smíðuð úr koltrefjum að hluta, pústkerfið er úr títanium málmi og mikið er lagt í þennan bíl að öllu leiti. Það var Jorg Weidinger sem er ábyrgur fyrir smíði undirvagns bílsins sem ók honum á þessum ágæta tíma og vafalaust myndi meiri atvinnumaður í keppnisakstri ná betri tíma. Hann segir að fjöðrunarbúnaður bílsins, loftflæði, frábær dekk og vinnuumhverfi ökumanns eigi ekki síður þátt en aflmikil vélin í hversu hratt megi aka honum í brautinni. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Hinn þegar uppseldi BMW M4 GTS ofurbíll náði einum af bestu tímum sem náðst hefur á Nürburgring aksursbrautinni frægu sem flestir miða sig við. Með þessum tíma, 7 mínútum og 28 sekúndum, hefur þessi bíll náð einum af 40 bestu tímum sem þar hafa náðst og hann skýtur aftur fyrir sig bílum eins og Koenigsegg CCX, Ferrari 458 og Porsche 911 GT2 (árgerð 2008). BMW M4 GTS er með 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og er skráð fyrir 500 hestöflum. Yfirbygging bílsins er smíðuð úr koltrefjum að hluta, pústkerfið er úr títanium málmi og mikið er lagt í þennan bíl að öllu leiti. Það var Jorg Weidinger sem er ábyrgur fyrir smíði undirvagns bílsins sem ók honum á þessum ágæta tíma og vafalaust myndi meiri atvinnumaður í keppnisakstri ná betri tíma. Hann segir að fjöðrunarbúnaður bílsins, loftflæði, frábær dekk og vinnuumhverfi ökumanns eigi ekki síður þátt en aflmikil vélin í hversu hratt megi aka honum í brautinni.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent