Máttlaus örlagasaga Ásdís Sigmundsdóttir skrifar 22. desember 2015 16:00 Bækur Hrólfs saga – Fönnin hylur sporin Iðunn Steinsdóttir Útgefandi: Salka Fjöldi síðna: 151 Frásagnir af hörmulegum kjörum niðursetninga og annarra fátæklinga á Íslandi fyrr á öldum eru engin sérstök nýlunda en eru þó oft sláandi og snerta djúpt við lesendum. Ástæðan er þó ekki bara sú að aðstæður, regluverk samfélagsins og framkoma fólks gagnvart þeim sem minnst máttu sín í samfélaginu var óendanlega grimmdarleg og örlög manna sorgleg heldur vegna þess að höfundar hafa náð að skapa samúð með persónum sínum eða lýsinga á aðstæðum sem standa manni lifandi fyrir hugskotsjónum. Ný bók Iðunnar Steinsdóttur, Hrólfs saga, sver sig í ætt þessara bóka sem fjalla um ömurleg kjör almennings á Íslandi. Bókin er byggð á hörmulegum örlögum langafa hennar, Hrólfs Hrólfssonar, sem var niðursetningur og seinna vinnumaður sem varð úti aðeins þrjátíu tveggja ára frá konu og fjórum börnum. Iðunn útskýrir í eftirmála tilurð bókarinnar og þær heimildir sem hún nýtti sér til að grafast fyrir um örlög þessa forföður síns. Saga Hrólfs er sannarlega sorgleg en bókin er því miður ekki nógu vel heppnuð sem skáldverk. Í fyrsta lagi er persóna Hrólfs of einhliða. Hann er eiginlega gallalaus; hann er vinnusamur, bókelskur, góður faðir, jákvæður gagnvart nánast öllum sem hann kynnist og gagnrýni hans á þær aðstæður sem hann býr við afskaplega máttlaus. Farið er nákvæmlega í gegnum alla þá bæi sem hann er vistaður á sem barn en heimilisfólkið á þeim rennur saman í hugum lesenda því stutt er staldrað við á hverjum stað. Fardagar, heyskapur, veðurfarslýsingar, jólamatur og svo nýir fardagar. Inn á milli koma stuttar senur sem hægt hefði verið að vinna þannig að lesendur gætu tengt við grimm örlög niðursetningsins, eins og þegar hann áttar sig á að það að tengjast heimilisfólki sé tilgangslítið þar sem hann muni fljótlega vera sendur annað eða þegar lyktin af mömmu hans er horfin úr efnisbút sem hann var með úr fötum hennar. En farið er svo hratt yfir sögu að þessar senur hverfa fljótt úr meðvitund lesenda og ná ekki að búa til varanleg tengsl við sögupersónuna eða aðstæður hans. Að sama skapi er ekki undirbyggt nógu vel eða staldrað nógu lengi við það sem er kannski helsta nýmæli þessarar sögu, hjónaband Hrólfs og þau skítlegu brögð sem notuð eru til að koma fjárhagslegri ábyrgð á fjölskyldunni frá einum hreppi yfir á annan. Í öðru lagi er höfundur sífellt að nefna sögulega atburði sem gerast þau ár sem sagan spannar. En þeir eru afskaplega laustengdir heildarsögunni og lesandi fær aldrei á tilfinninguna að þeir hafi listrænt markmið, þ.e.a.s. að þeim sé ætlað skáldskaparlegt hlutverk í söguuppbyggingunni. Hvaða máli skiptir vegagerð yfir Svínshraun, skipskaði Norðmanna við Hrísey, stofnun Gránufélagsins eða bygging Hegningarhússins og Alþingishússins í Reykjavík fyrir sögu Hrólfs? Það verður aldrei ljóst og lesanda fer að gruna að þeim sé bætt inn vegna þess að heimildir höfundar nefna þá. Það er ekki nægjanleg ástæða þegar breyta á frásögn af lífi raunverulegrar persónu í skáldskap. En það er einmitt skáldskapurinn sem ég saknaði mest við lestur þessarar bókar. Skáldskapurinn hefur tól til að gera sögur fólks og samfélaga að einhverju sem snertir við okkur þvert yfir tíma og rúm. Í gegnum hann getur óréttlæti fortíðarinnar sagt okkur eitthvað um manneskjuna, söguna, samfélagið eða okkur sjálf en þessi saga nær því miður ekki að gera neitt af þessu.Niðurstaða: Skortur á skáldskaparlegri uppbyggingu og heildarsýn gerir örlagasögu að bitlausri frásögn. Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Hrólfs saga – Fönnin hylur sporin Iðunn Steinsdóttir Útgefandi: Salka Fjöldi síðna: 151 Frásagnir af hörmulegum kjörum niðursetninga og annarra fátæklinga á Íslandi fyrr á öldum eru engin sérstök nýlunda en eru þó oft sláandi og snerta djúpt við lesendum. Ástæðan er þó ekki bara sú að aðstæður, regluverk samfélagsins og framkoma fólks gagnvart þeim sem minnst máttu sín í samfélaginu var óendanlega grimmdarleg og örlög manna sorgleg heldur vegna þess að höfundar hafa náð að skapa samúð með persónum sínum eða lýsinga á aðstæðum sem standa manni lifandi fyrir hugskotsjónum. Ný bók Iðunnar Steinsdóttur, Hrólfs saga, sver sig í ætt þessara bóka sem fjalla um ömurleg kjör almennings á Íslandi. Bókin er byggð á hörmulegum örlögum langafa hennar, Hrólfs Hrólfssonar, sem var niðursetningur og seinna vinnumaður sem varð úti aðeins þrjátíu tveggja ára frá konu og fjórum börnum. Iðunn útskýrir í eftirmála tilurð bókarinnar og þær heimildir sem hún nýtti sér til að grafast fyrir um örlög þessa forföður síns. Saga Hrólfs er sannarlega sorgleg en bókin er því miður ekki nógu vel heppnuð sem skáldverk. Í fyrsta lagi er persóna Hrólfs of einhliða. Hann er eiginlega gallalaus; hann er vinnusamur, bókelskur, góður faðir, jákvæður gagnvart nánast öllum sem hann kynnist og gagnrýni hans á þær aðstæður sem hann býr við afskaplega máttlaus. Farið er nákvæmlega í gegnum alla þá bæi sem hann er vistaður á sem barn en heimilisfólkið á þeim rennur saman í hugum lesenda því stutt er staldrað við á hverjum stað. Fardagar, heyskapur, veðurfarslýsingar, jólamatur og svo nýir fardagar. Inn á milli koma stuttar senur sem hægt hefði verið að vinna þannig að lesendur gætu tengt við grimm örlög niðursetningsins, eins og þegar hann áttar sig á að það að tengjast heimilisfólki sé tilgangslítið þar sem hann muni fljótlega vera sendur annað eða þegar lyktin af mömmu hans er horfin úr efnisbút sem hann var með úr fötum hennar. En farið er svo hratt yfir sögu að þessar senur hverfa fljótt úr meðvitund lesenda og ná ekki að búa til varanleg tengsl við sögupersónuna eða aðstæður hans. Að sama skapi er ekki undirbyggt nógu vel eða staldrað nógu lengi við það sem er kannski helsta nýmæli þessarar sögu, hjónaband Hrólfs og þau skítlegu brögð sem notuð eru til að koma fjárhagslegri ábyrgð á fjölskyldunni frá einum hreppi yfir á annan. Í öðru lagi er höfundur sífellt að nefna sögulega atburði sem gerast þau ár sem sagan spannar. En þeir eru afskaplega laustengdir heildarsögunni og lesandi fær aldrei á tilfinninguna að þeir hafi listrænt markmið, þ.e.a.s. að þeim sé ætlað skáldskaparlegt hlutverk í söguuppbyggingunni. Hvaða máli skiptir vegagerð yfir Svínshraun, skipskaði Norðmanna við Hrísey, stofnun Gránufélagsins eða bygging Hegningarhússins og Alþingishússins í Reykjavík fyrir sögu Hrólfs? Það verður aldrei ljóst og lesanda fer að gruna að þeim sé bætt inn vegna þess að heimildir höfundar nefna þá. Það er ekki nægjanleg ástæða þegar breyta á frásögn af lífi raunverulegrar persónu í skáldskap. En það er einmitt skáldskapurinn sem ég saknaði mest við lestur þessarar bókar. Skáldskapurinn hefur tól til að gera sögur fólks og samfélaga að einhverju sem snertir við okkur þvert yfir tíma og rúm. Í gegnum hann getur óréttlæti fortíðarinnar sagt okkur eitthvað um manneskjuna, söguna, samfélagið eða okkur sjálf en þessi saga nær því miður ekki að gera neitt af þessu.Niðurstaða: Skortur á skáldskaparlegri uppbyggingu og heildarsýn gerir örlagasögu að bitlausri frásögn.
Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira