Þúsundir skipta út jólatrjám fyrir strandlíf Sæunn Gísladóttir skrifar 23. desember 2015 09:46 Langvinsælast er að fljúga suður og skella sér á ströndina yfir jólin, Tenerife er einn vinsælasti áfangastaðurinn. Vísir/Getty Þúsundir Íslendinga hafa ákveðið að verja jólunum utanlands og hefur þeim fjölgað milli ára í takt við almenna fjölgun í ferðum Íslendinga erlendis. Vinsælast er að fara á sólarströndina á Kanaríeyjum eða Tenerife, en einnig eru einhverjir á skíðum yfir hátíðirnar. Með fjórum vinsælum ferðaskrifstofum fara 2.500 Íslendingar erlendis um jólin, aukning er milli ára hjá þeim öllum. Átta hundruð manns fara með Heimsferðum til Tenerife og Gran Canaria, að sögn Tómasar J. Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða. Fimm hundruð manns fara til Tenerife og Kanaríeyja og fimmtíu manns renna sér á skíðum hjá Vita ferðum. að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur framleiðslustjóra. Þúsund manns fara með Úrval Útsýn til Tenerife og Kanaríeyja sem er um 10 prósenta aukning milli ára að sögn Klöru Írisar Vigfúsdóttur forstöðumanns. Loks liggja hundrað og fimmtíu manns á ströndinni á Tenerife með Gaman ferðum að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns í sólarlandaferðum hjá Gaman ferðum. Bæði WOW air og Icelandair buðu upp á aðventuferðir í desember og hefur ásókn í þær verið gífurleg. Icelandair var með sérstakar aðventuferðir fyrir eldri borgara en síðan almennt flug á aðventunni. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir erfitt að meta fjöldann en að óhætt sé að segja að þau greini 10-15 prósenta vöxt í aðventuferðum milli ára. Ferðagleði Íslendinga hefur sjaldan verið jafn mikil og á þessu ári. Isavia spáir því að 450 þúsund íslenskir ferðamenn muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu 2015, sem er 12,6 prósenta aukning milli ára. Spáð er að heildarfjöldi íslenskra brottfararfarþega verði um 495 þúsund á árinu 2016. Ef sú spá rætist verður ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 slegið á næsta ári. Jólafréttir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þúsundir Íslendinga hafa ákveðið að verja jólunum utanlands og hefur þeim fjölgað milli ára í takt við almenna fjölgun í ferðum Íslendinga erlendis. Vinsælast er að fara á sólarströndina á Kanaríeyjum eða Tenerife, en einnig eru einhverjir á skíðum yfir hátíðirnar. Með fjórum vinsælum ferðaskrifstofum fara 2.500 Íslendingar erlendis um jólin, aukning er milli ára hjá þeim öllum. Átta hundruð manns fara með Heimsferðum til Tenerife og Gran Canaria, að sögn Tómasar J. Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða. Fimm hundruð manns fara til Tenerife og Kanaríeyja og fimmtíu manns renna sér á skíðum hjá Vita ferðum. að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur framleiðslustjóra. Þúsund manns fara með Úrval Útsýn til Tenerife og Kanaríeyja sem er um 10 prósenta aukning milli ára að sögn Klöru Írisar Vigfúsdóttur forstöðumanns. Loks liggja hundrað og fimmtíu manns á ströndinni á Tenerife með Gaman ferðum að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns í sólarlandaferðum hjá Gaman ferðum. Bæði WOW air og Icelandair buðu upp á aðventuferðir í desember og hefur ásókn í þær verið gífurleg. Icelandair var með sérstakar aðventuferðir fyrir eldri borgara en síðan almennt flug á aðventunni. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir erfitt að meta fjöldann en að óhætt sé að segja að þau greini 10-15 prósenta vöxt í aðventuferðum milli ára. Ferðagleði Íslendinga hefur sjaldan verið jafn mikil og á þessu ári. Isavia spáir því að 450 þúsund íslenskir ferðamenn muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu 2015, sem er 12,6 prósenta aukning milli ára. Spáð er að heildarfjöldi íslenskra brottfararfarþega verði um 495 þúsund á árinu 2016. Ef sú spá rætist verður ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 slegið á næsta ári.
Jólafréttir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira