Volkswagen hættir notkun slagorðsins “Das Auto” Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 11:16 Merki og slagorð Volkswagen. Frá árinu 2007 hefur Volkswagen notað slagorðið “Das Auto” í auglýsingum sínum og vitnar þar til þess að bílar þeirra séu hinir einu raunverulegu bílar. Þrátt fyrir að bílar Volkswagen séu almennt einkar vel smíðaðir þykir forsvarsmönnum Volkswagen nú að þetta slagorð sé ekki mjög viðeigandi nú þegar fyrirtækið vill sýna auðmýkt eftir að upp komst um dísilvélasvindl þess í september. Því verður notkun þess hætt. Volkswagen þarf og ætlar að byggja aftur upp ímynd sína og mun vafalaust takast það á grundvelli gæðasmíði þess, en það verður ekki gert á horkafullan hátt, heldur með auðmýkt. Volkswagen hefur ekki greint frá því hverskonar slagorð mun leysa “Das Auto” af hólmi. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent
Frá árinu 2007 hefur Volkswagen notað slagorðið “Das Auto” í auglýsingum sínum og vitnar þar til þess að bílar þeirra séu hinir einu raunverulegu bílar. Þrátt fyrir að bílar Volkswagen séu almennt einkar vel smíðaðir þykir forsvarsmönnum Volkswagen nú að þetta slagorð sé ekki mjög viðeigandi nú þegar fyrirtækið vill sýna auðmýkt eftir að upp komst um dísilvélasvindl þess í september. Því verður notkun þess hætt. Volkswagen þarf og ætlar að byggja aftur upp ímynd sína og mun vafalaust takast það á grundvelli gæðasmíði þess, en það verður ekki gert á horkafullan hátt, heldur með auðmýkt. Volkswagen hefur ekki greint frá því hverskonar slagorð mun leysa “Das Auto” af hólmi.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent